Faðir Aylan Kurdi: "Börnin mín voru fallegustu börn í heimi“ Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2015 18:32 Abdullah Kurdi missti eiginkonu sína og börn sín tvö eftir að bátnum hvolfdi. Vísir/AFP Faðir Aylan Kurdi, þriggja ára sýrlensks drengs sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær, hefur lýst ferð fjölskyldunnar á flótta frá Sýrlandi fyrir blaðamanni BBC. Abdullah Kurdi, faðir Aylan, segir að fljótlega eftir að bátur þeirra sigldi frá ströndum Tyrklands í átt að grísku eynni Kos, hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. „Ég reyndi að bjarga börnum mínum og konu en vonin var engin. Þau dóu hvert á fætur öðru.“Holdgervingur ástandsinsFjölskyldan er ein þúsunda sýrlenskra fjölskyldna sem hafa lagt á flótta frá heimalandi sínu í von um betra líf. Þúsundir flóttamanna hafa látið lífið á leiðinni til Evrópu það sem af er ári. Myndir sem náðust af líki drengsins á strönd nærri Bodrum hafa sannarlega hreyft við heimsbyggðinni og hefur Aylan Kurdi orðið nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum.Fallegustu börn í heimi„Ég reyndi að stýra bátnum en önnur alda hvolfdi bátnum. Það var þá sem þetta gerðist,“ segir Kurdi. „Börnin mín voru fallegustu börn í heimi. Er til einhver í heiminum sem álítur ekki börn sín það verðmætasta í öllum heiminum? Börnin voru mögnuð. Þau vöktu mig á hverjum degi til að leika við mig. Hvað er fallegra en það? Allt er nú horfið. Nú myndi ég vilja sitja við gröf fjölskyldu minnar og syrgja,“ segir Abdullah í samtali við BBC.Líkunum flogið aftur til KobaneAylan, Galip, fimm ára bróðir Aylan, og móðir þeirra Rehan voru á meðal þeirra tólf Sýrlendinga sem fórust eftir að tveir bátar sigldu á leið frá Tyrklandi til Kos fyrr í vikunni. Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið fjóra menn vegna dauða fólksins, en um er að ræða sýrlenska ríkisborgara á aldrinum 30 til 41. Aylan og fjölskylda hans komu frá bænum Kobane á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Í frétt BBC segir að lík fólksins verði nú flogið til Istanbúl og þaðan til Suruc áður en þau verða loks flutt til Kobane. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur greint frá því að hann hafði lagt fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada. Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Faðir Aylan Kurdi, þriggja ára sýrlensks drengs sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær, hefur lýst ferð fjölskyldunnar á flótta frá Sýrlandi fyrir blaðamanni BBC. Abdullah Kurdi, faðir Aylan, segir að fljótlega eftir að bátur þeirra sigldi frá ströndum Tyrklands í átt að grísku eynni Kos, hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. „Ég reyndi að bjarga börnum mínum og konu en vonin var engin. Þau dóu hvert á fætur öðru.“Holdgervingur ástandsinsFjölskyldan er ein þúsunda sýrlenskra fjölskyldna sem hafa lagt á flótta frá heimalandi sínu í von um betra líf. Þúsundir flóttamanna hafa látið lífið á leiðinni til Evrópu það sem af er ári. Myndir sem náðust af líki drengsins á strönd nærri Bodrum hafa sannarlega hreyft við heimsbyggðinni og hefur Aylan Kurdi orðið nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum.Fallegustu börn í heimi„Ég reyndi að stýra bátnum en önnur alda hvolfdi bátnum. Það var þá sem þetta gerðist,“ segir Kurdi. „Börnin mín voru fallegustu börn í heimi. Er til einhver í heiminum sem álítur ekki börn sín það verðmætasta í öllum heiminum? Börnin voru mögnuð. Þau vöktu mig á hverjum degi til að leika við mig. Hvað er fallegra en það? Allt er nú horfið. Nú myndi ég vilja sitja við gröf fjölskyldu minnar og syrgja,“ segir Abdullah í samtali við BBC.Líkunum flogið aftur til KobaneAylan, Galip, fimm ára bróðir Aylan, og móðir þeirra Rehan voru á meðal þeirra tólf Sýrlendinga sem fórust eftir að tveir bátar sigldu á leið frá Tyrklandi til Kos fyrr í vikunni. Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið fjóra menn vegna dauða fólksins, en um er að ræða sýrlenska ríkisborgara á aldrinum 30 til 41. Aylan og fjölskylda hans komu frá bænum Kobane á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Í frétt BBC segir að lík fólksins verði nú flogið til Istanbúl og þaðan til Suruc áður en þau verða loks flutt til Kobane. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur greint frá því að hann hafði lagt fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada.
Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30
Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent