Loftslagsbreytingar gera Hollywood erfitt fyrir Birgir Olgeirsson skrifar 3. september 2015 14:11 Baltasar Kormákur lenti í tölvuerðum vandræðum við tökur á Everest. Vísir Loftslagsbreytingar snerta marga hér á jörð en í nýlegri úttekt bandaríska tímaritsins Variety er fjallað um hversu mikil áhrif þær hafa á framleiðslu Hollywood-kvikmynda. Í þeirri úttekt eru nefndar til sögunnar væntanlegar myndir á borð við The Revenant, sem Leonardo DiCaprio fer með aðalhlutverkið í, The Hateful Eight eftir Quentin Tarantino og nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Everest. Er meðal annars fjallað um það í úttekt Variety hvers vegna Baltasar þurfti að hætta við að taka myndina upp á Íslandi.Þurftu að flytja snjó á tökustað Fargo Blaðamaður Variety, Julie Miller, beinir sjónum sínum fyrst að framleiðslu bandarísku sjónvarpsþáttanna Fargo í kanadísku borginni Calgary árið 2013. Frostið var um 30 gráður með vindkælingu og áttu leikararnir Billy Bob Thornton og Martin Freeman hættu á kali ef húð þeirra var óvarin í kuldanum í meira en tíu mínútur. Fresta þurfti tökum í nokkra daga þegar heimamenn lýstu því yfir að kuldinn væri of mikill. Ári síðar var tökuliðið mætt aftur til Calgary en þá var veðurfarið allt annað og komu nokkrir dagar þar sem hitastigið fór ekki einu sinni nærri frostmarki. Þetta reyndist hinn mesti höfuðverkur fyrir kvikmyndateymið sem þurfti að hafa snjó í sínum tökum og var brugðið á það ráð að flytja snjó á tökustað.Leonardo DiCaprio í The Revenant.Vísir/Youtube.Fóru víða í leit að snjó fyrir The Revenant Blaðamaðurinn nefnir því næst til sögurnar myndirnar The Revenant og The Hateful Eight sem báðar verða frumsýndar á jóladag og er beðið með mikilli eftirvæntingu. Leikstjóri The Revenant er Alejandro Iñárritu, sá hinn sami og gerði Birdman, en hann gerði örvæntingarfulla leit að snjó við tökur á myndinni. Tökuteymið ferðaðist frá Calgary í Kanada til Ushuaia-skaga í Argentínu. Myndina var alfarið tekin upp utandyra og reiddi leikstjórinn sig á lýsingu frá náttúrunnar hendi. Mesta hindrunin við slíkar aðstæður var að sjálfsögðu veðrið. Variety vitnar í umfjöllun Hollywood Reporter um tökur myndarinnar en þar sagði að tilraunir tökuteymisins til að flytja snjó á tökustað í Calgary hefðu ekki virkað vegna hlýinda. Á síðari stigum tökuferlisins gerði hins vegar mikið kuldakast í Calgary en á þeim tímapunkti var verið að mynda senur sem gerast um haust og voru leikararnir beðnir um að vera án höfuðfata og hanska, sem reyndist afar erfitt og sagði leikstjórinn: „Við vorum öll að frjósa.“Samuel L. Jackson leikur í mynd Quentin Tarantino The Hateful Eightfréttablaðið/nordicphotosÍ janúar síðastliðnum var Quentin Tarantion að taka um mynd sína Hateful Eight í bænum Telluride í Colorado-fylki Bandaríkjanna. Einn af leikurum myndarinnar, Channing Tatum, sagði við Vanity Fair fyrr í sumar Quentin hefði vonast eftir hríðarbyl fyrir tökur myndarinnar og spurt heimamann hverjar líkurnar væru á því. „Hann svaraði að það væru 100 prósent líkur á hríðarbyl. Niðurstaðan varð hins vegar sú að þeir höfðu aldrei upplifað jafn snjóléttan vetur þetta árið. Þessi maður sem lofaði hríðarbyl er vafalaust í einhverju búri í kjallaranum heima hjá Quentin,“ sagði Tatum við Vanity Fair. Í apríl síðastliðnum staðfesti einn af framleiðendum myndarinnar Harvey Weinstein, að tökur á myndinni hefðu gengið hægt sökum veðurs. „Þeir sem trúa ekki á loftslagsbreytingar ættu að vera á tökustað,“ sagði Weinstein.Vísir/YouTubeBalti gat ekki notað íslenskt landslag Þá er einnig fjallað um tökur á kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, á Ítalíu. Komið er inn á þá staðreynd að Baltasar sér frá Íslandi og hafði vonast til að geta tekið myndina að hluta til upp í heimalandi sínu. Hins vegar hafi útlit jöklanna hér á landi komið í veg fyrir það. Þeir eru ekki lengur skjannahvítir að því er fram kemur í grein Variety og er haft eftir Baltasar að honum hafi þótt það útlit ekki passa fyrir myndina. Hann hélt því með tökuteymið til ítölsku alpanna þar sem daglega var varað við snjóflóðahættu. Baltasar segir við Variety að honum hafi verið greint því frá að ekki hefði snjóað jafn mikið á svæðinu í 60 ár. Til að mynda hafnaði snjóflóð á tökustaðnum sem varð til þess að tökuteymið þurfti að færa sig um set. Tengdar fréttir Leo sagður gera tilkall til Óskarsins fyrir þessa mynd Leikur Hugh Glass í The Revenant. 17. júlí 2015 16:18 Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Quentin Tarantino Áttunda kvikmynd Quentin Tarantino er á leiðinni og ber hún nafnið The Hateful Eight. 12. ágúst 2015 16:43 Klifurgarpar í kröppum dansi í nýjustu stiklunni úr Everest Myndin talin líkleg til að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. 5. ágúst 2015 14:35 Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Loftslagsbreytingar snerta marga hér á jörð en í nýlegri úttekt bandaríska tímaritsins Variety er fjallað um hversu mikil áhrif þær hafa á framleiðslu Hollywood-kvikmynda. Í þeirri úttekt eru nefndar til sögunnar væntanlegar myndir á borð við The Revenant, sem Leonardo DiCaprio fer með aðalhlutverkið í, The Hateful Eight eftir Quentin Tarantino og nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Everest. Er meðal annars fjallað um það í úttekt Variety hvers vegna Baltasar þurfti að hætta við að taka myndina upp á Íslandi.Þurftu að flytja snjó á tökustað Fargo Blaðamaður Variety, Julie Miller, beinir sjónum sínum fyrst að framleiðslu bandarísku sjónvarpsþáttanna Fargo í kanadísku borginni Calgary árið 2013. Frostið var um 30 gráður með vindkælingu og áttu leikararnir Billy Bob Thornton og Martin Freeman hættu á kali ef húð þeirra var óvarin í kuldanum í meira en tíu mínútur. Fresta þurfti tökum í nokkra daga þegar heimamenn lýstu því yfir að kuldinn væri of mikill. Ári síðar var tökuliðið mætt aftur til Calgary en þá var veðurfarið allt annað og komu nokkrir dagar þar sem hitastigið fór ekki einu sinni nærri frostmarki. Þetta reyndist hinn mesti höfuðverkur fyrir kvikmyndateymið sem þurfti að hafa snjó í sínum tökum og var brugðið á það ráð að flytja snjó á tökustað.Leonardo DiCaprio í The Revenant.Vísir/Youtube.Fóru víða í leit að snjó fyrir The Revenant Blaðamaðurinn nefnir því næst til sögurnar myndirnar The Revenant og The Hateful Eight sem báðar verða frumsýndar á jóladag og er beðið með mikilli eftirvæntingu. Leikstjóri The Revenant er Alejandro Iñárritu, sá hinn sami og gerði Birdman, en hann gerði örvæntingarfulla leit að snjó við tökur á myndinni. Tökuteymið ferðaðist frá Calgary í Kanada til Ushuaia-skaga í Argentínu. Myndina var alfarið tekin upp utandyra og reiddi leikstjórinn sig á lýsingu frá náttúrunnar hendi. Mesta hindrunin við slíkar aðstæður var að sjálfsögðu veðrið. Variety vitnar í umfjöllun Hollywood Reporter um tökur myndarinnar en þar sagði að tilraunir tökuteymisins til að flytja snjó á tökustað í Calgary hefðu ekki virkað vegna hlýinda. Á síðari stigum tökuferlisins gerði hins vegar mikið kuldakast í Calgary en á þeim tímapunkti var verið að mynda senur sem gerast um haust og voru leikararnir beðnir um að vera án höfuðfata og hanska, sem reyndist afar erfitt og sagði leikstjórinn: „Við vorum öll að frjósa.“Samuel L. Jackson leikur í mynd Quentin Tarantino The Hateful Eightfréttablaðið/nordicphotosÍ janúar síðastliðnum var Quentin Tarantion að taka um mynd sína Hateful Eight í bænum Telluride í Colorado-fylki Bandaríkjanna. Einn af leikurum myndarinnar, Channing Tatum, sagði við Vanity Fair fyrr í sumar Quentin hefði vonast eftir hríðarbyl fyrir tökur myndarinnar og spurt heimamann hverjar líkurnar væru á því. „Hann svaraði að það væru 100 prósent líkur á hríðarbyl. Niðurstaðan varð hins vegar sú að þeir höfðu aldrei upplifað jafn snjóléttan vetur þetta árið. Þessi maður sem lofaði hríðarbyl er vafalaust í einhverju búri í kjallaranum heima hjá Quentin,“ sagði Tatum við Vanity Fair. Í apríl síðastliðnum staðfesti einn af framleiðendum myndarinnar Harvey Weinstein, að tökur á myndinni hefðu gengið hægt sökum veðurs. „Þeir sem trúa ekki á loftslagsbreytingar ættu að vera á tökustað,“ sagði Weinstein.Vísir/YouTubeBalti gat ekki notað íslenskt landslag Þá er einnig fjallað um tökur á kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, á Ítalíu. Komið er inn á þá staðreynd að Baltasar sér frá Íslandi og hafði vonast til að geta tekið myndina að hluta til upp í heimalandi sínu. Hins vegar hafi útlit jöklanna hér á landi komið í veg fyrir það. Þeir eru ekki lengur skjannahvítir að því er fram kemur í grein Variety og er haft eftir Baltasar að honum hafi þótt það útlit ekki passa fyrir myndina. Hann hélt því með tökuteymið til ítölsku alpanna þar sem daglega var varað við snjóflóðahættu. Baltasar segir við Variety að honum hafi verið greint því frá að ekki hefði snjóað jafn mikið á svæðinu í 60 ár. Til að mynda hafnaði snjóflóð á tökustaðnum sem varð til þess að tökuteymið þurfti að færa sig um set.
Tengdar fréttir Leo sagður gera tilkall til Óskarsins fyrir þessa mynd Leikur Hugh Glass í The Revenant. 17. júlí 2015 16:18 Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Quentin Tarantino Áttunda kvikmynd Quentin Tarantino er á leiðinni og ber hún nafnið The Hateful Eight. 12. ágúst 2015 16:43 Klifurgarpar í kröppum dansi í nýjustu stiklunni úr Everest Myndin talin líkleg til að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. 5. ágúst 2015 14:35 Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leo sagður gera tilkall til Óskarsins fyrir þessa mynd Leikur Hugh Glass í The Revenant. 17. júlí 2015 16:18
Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Quentin Tarantino Áttunda kvikmynd Quentin Tarantino er á leiðinni og ber hún nafnið The Hateful Eight. 12. ágúst 2015 16:43
Klifurgarpar í kröppum dansi í nýjustu stiklunni úr Everest Myndin talin líkleg til að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. 5. ágúst 2015 14:35