Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 13:00 Ástandið á lestarstöðinni er Heiðar fór þangað í gær. mynd/heiðar Hátt í þúsund flóttamenn hafa komið sér fyrir skammt frá aðal lestarstöð Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands. Lögreglumenn hafa tekið sér stöðu skammt frá stöðinni og meina fólkinu að halda för sinni áfram vestur. Íslendingur á svæðinu segir neyðina mikla. Til átaka kom á milli lögreglu og flóttamanna á Keleti lestarstöðinni í Búdapest í gær þegar flóttamennirnir reyndu að komast leiðar sinnar. Margir hafa orðið sér úti um miða og vilja halda för sinni áfram til Vínar og þaðan til Þýskalands. Þjóðverjar hafa gefið út að rétt væri að dreifa fólkinu um Evrópu en önnur ríki, til að mynda Bretland, vilja lítið með fólkið hafa. „Ég hafði ekki orðið var við neina flóttamenn þar sem ég bý niðri í bæ. Svo fór ég um daginn á aðalstöðina og ég sá þetta og þetta er ótrúlegt,“ segir Heiðar Hauksson. Heiðar hefur búið í Búdapest undanfarna tvo mánuði en þaðan stýrir hann fyrirtæki sem staðsett er í London. „Þetta er ótrúlegt. Ég fékk hreinlega sjokk.“Heiðar Hauksson og vinkona hans áður en lagt var í hann.mynd/heiðar„Fólkið hreinlega stökk á okkur“ Flóttamönnum í Evrópu fer fjölgandi dag frá degi og er sömu sögu hægt að segja um Búdapest. Heiðar segir að afar lítið sé gert fyrir fólkið. Þau hafi rennandi vatn svo þau geti drukkið en að öðru leiti séu þau upp á sjálfboðaliða komin með mat. Í gær fór hann ásamt vinkonu sinni á lestastöðina með mat sem þau höfðu verslað og gáfu fólki sem var á staðnum. „Við fórum með einhver tvöhundruð epli, slatta af banönum, brauði og íspinnum fyrir börnin. Um leið og við byrjuðum að gefa þá varð algjört kaos þarna. Við höfðum enga stjórn á málinu,“ segir Heiðar. Þau hafi rætt við annan sjálfboðaliða á staðnum sem segir að það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Ef það heldur svona áfram þurfi að setja fólk í línu til að geta dregið það til baka, svo hungrað sé fólkið orðið eftir ferðalagið. Heiðar ætlar í aðra ferð í dag ásamt vinkonu sinni og öðrum félaga sem er frá London. Ekki eru hins vegar allir íbúar borgarinnar jafn sáttir með að verið sé að aðstoða fólkið. „Það er til dæmis kona sem býr fyrir neðan mig, sem ég tala oft við, og hún er héðan. Ég sagði henni í gær að við hefðum farið þarna og gefið mat. Hún hristi bara hausinn og spurði til hvers? Það sé fullt af fólki í Búdapest sem sé verr statt. Ég skil ekki slíkt. Flóttafólki er að flýja stríð og gera allt til að lifa af og halda lífi í fjölskyldum sínum,“ segir Heiðar. „Margir hér í Búdapest eru pirraðir og reiðir yfir þessu og vilja að fólkið fari eitthvað annað.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að aukið streymi flóttafólks til Evrópu sé Þjóðverjum að kenna. Flestir sem koma til álfunnar stefni þangað og vandi annarra landa sé fólginn í því að vera á milli Þýskalands og þaðan sem fólkið leggur af stað. Flóttamenn Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Ungverska girðingin hefur dugað skammt Ungverjar og Slóvakar reisa gaddavírsgirðingar á landamærunum til að halda flóttafólki úti, en fólkið streymir áfram í gegn. Þjóðverjar og Frakkar vilja breyta reglum. Andstæðingar búða flóttamanna gerðu hróp að Þýskalandskanslara. 27. ágúst 2015 07:00 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 Ungverjar senda um 2.100 lögreglumenn að serbnesku landamærunum Fréttir hafa borist af því að lögregla hafi beitt táragasi gegn fleiri hundruð flóttamönnum sem hafast við í búðum í bænum Röszke. 26. ágúst 2015 11:33 Þrjú sýrlensk flóttabörn hurfu af spítala Börnin voru til meðferðar á spítala í Austurríki ásamt fjölskyldum sínum. 30. ágúst 2015 15:02 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Hátt í þúsund flóttamenn hafa komið sér fyrir skammt frá aðal lestarstöð Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands. Lögreglumenn hafa tekið sér stöðu skammt frá stöðinni og meina fólkinu að halda för sinni áfram vestur. Íslendingur á svæðinu segir neyðina mikla. Til átaka kom á milli lögreglu og flóttamanna á Keleti lestarstöðinni í Búdapest í gær þegar flóttamennirnir reyndu að komast leiðar sinnar. Margir hafa orðið sér úti um miða og vilja halda för sinni áfram til Vínar og þaðan til Þýskalands. Þjóðverjar hafa gefið út að rétt væri að dreifa fólkinu um Evrópu en önnur ríki, til að mynda Bretland, vilja lítið með fólkið hafa. „Ég hafði ekki orðið var við neina flóttamenn þar sem ég bý niðri í bæ. Svo fór ég um daginn á aðalstöðina og ég sá þetta og þetta er ótrúlegt,“ segir Heiðar Hauksson. Heiðar hefur búið í Búdapest undanfarna tvo mánuði en þaðan stýrir hann fyrirtæki sem staðsett er í London. „Þetta er ótrúlegt. Ég fékk hreinlega sjokk.“Heiðar Hauksson og vinkona hans áður en lagt var í hann.mynd/heiðar„Fólkið hreinlega stökk á okkur“ Flóttamönnum í Evrópu fer fjölgandi dag frá degi og er sömu sögu hægt að segja um Búdapest. Heiðar segir að afar lítið sé gert fyrir fólkið. Þau hafi rennandi vatn svo þau geti drukkið en að öðru leiti séu þau upp á sjálfboðaliða komin með mat. Í gær fór hann ásamt vinkonu sinni á lestastöðina með mat sem þau höfðu verslað og gáfu fólki sem var á staðnum. „Við fórum með einhver tvöhundruð epli, slatta af banönum, brauði og íspinnum fyrir börnin. Um leið og við byrjuðum að gefa þá varð algjört kaos þarna. Við höfðum enga stjórn á málinu,“ segir Heiðar. Þau hafi rætt við annan sjálfboðaliða á staðnum sem segir að það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Ef það heldur svona áfram þurfi að setja fólk í línu til að geta dregið það til baka, svo hungrað sé fólkið orðið eftir ferðalagið. Heiðar ætlar í aðra ferð í dag ásamt vinkonu sinni og öðrum félaga sem er frá London. Ekki eru hins vegar allir íbúar borgarinnar jafn sáttir með að verið sé að aðstoða fólkið. „Það er til dæmis kona sem býr fyrir neðan mig, sem ég tala oft við, og hún er héðan. Ég sagði henni í gær að við hefðum farið þarna og gefið mat. Hún hristi bara hausinn og spurði til hvers? Það sé fullt af fólki í Búdapest sem sé verr statt. Ég skil ekki slíkt. Flóttafólki er að flýja stríð og gera allt til að lifa af og halda lífi í fjölskyldum sínum,“ segir Heiðar. „Margir hér í Búdapest eru pirraðir og reiðir yfir þessu og vilja að fólkið fari eitthvað annað.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að aukið streymi flóttafólks til Evrópu sé Þjóðverjum að kenna. Flestir sem koma til álfunnar stefni þangað og vandi annarra landa sé fólginn í því að vera á milli Þýskalands og þaðan sem fólkið leggur af stað.
Flóttamenn Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Ungverska girðingin hefur dugað skammt Ungverjar og Slóvakar reisa gaddavírsgirðingar á landamærunum til að halda flóttafólki úti, en fólkið streymir áfram í gegn. Þjóðverjar og Frakkar vilja breyta reglum. Andstæðingar búða flóttamanna gerðu hróp að Þýskalandskanslara. 27. ágúst 2015 07:00 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 Ungverjar senda um 2.100 lögreglumenn að serbnesku landamærunum Fréttir hafa borist af því að lögregla hafi beitt táragasi gegn fleiri hundruð flóttamönnum sem hafast við í búðum í bænum Röszke. 26. ágúst 2015 11:33 Þrjú sýrlensk flóttabörn hurfu af spítala Börnin voru til meðferðar á spítala í Austurríki ásamt fjölskyldum sínum. 30. ágúst 2015 15:02 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30
Ungverska girðingin hefur dugað skammt Ungverjar og Slóvakar reisa gaddavírsgirðingar á landamærunum til að halda flóttafólki úti, en fólkið streymir áfram í gegn. Þjóðverjar og Frakkar vilja breyta reglum. Andstæðingar búða flóttamanna gerðu hróp að Þýskalandskanslara. 27. ágúst 2015 07:00
Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15
Ungverjar senda um 2.100 lögreglumenn að serbnesku landamærunum Fréttir hafa borist af því að lögregla hafi beitt táragasi gegn fleiri hundruð flóttamönnum sem hafast við í búðum í bænum Röszke. 26. ágúst 2015 11:33
Þrjú sýrlensk flóttabörn hurfu af spítala Börnin voru til meðferðar á spítala í Austurríki ásamt fjölskyldum sínum. 30. ágúst 2015 15:02