Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 13:00 Ástandið á lestarstöðinni er Heiðar fór þangað í gær. mynd/heiðar Hátt í þúsund flóttamenn hafa komið sér fyrir skammt frá aðal lestarstöð Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands. Lögreglumenn hafa tekið sér stöðu skammt frá stöðinni og meina fólkinu að halda för sinni áfram vestur. Íslendingur á svæðinu segir neyðina mikla. Til átaka kom á milli lögreglu og flóttamanna á Keleti lestarstöðinni í Búdapest í gær þegar flóttamennirnir reyndu að komast leiðar sinnar. Margir hafa orðið sér úti um miða og vilja halda för sinni áfram til Vínar og þaðan til Þýskalands. Þjóðverjar hafa gefið út að rétt væri að dreifa fólkinu um Evrópu en önnur ríki, til að mynda Bretland, vilja lítið með fólkið hafa. „Ég hafði ekki orðið var við neina flóttamenn þar sem ég bý niðri í bæ. Svo fór ég um daginn á aðalstöðina og ég sá þetta og þetta er ótrúlegt,“ segir Heiðar Hauksson. Heiðar hefur búið í Búdapest undanfarna tvo mánuði en þaðan stýrir hann fyrirtæki sem staðsett er í London. „Þetta er ótrúlegt. Ég fékk hreinlega sjokk.“Heiðar Hauksson og vinkona hans áður en lagt var í hann.mynd/heiðar„Fólkið hreinlega stökk á okkur“ Flóttamönnum í Evrópu fer fjölgandi dag frá degi og er sömu sögu hægt að segja um Búdapest. Heiðar segir að afar lítið sé gert fyrir fólkið. Þau hafi rennandi vatn svo þau geti drukkið en að öðru leiti séu þau upp á sjálfboðaliða komin með mat. Í gær fór hann ásamt vinkonu sinni á lestastöðina með mat sem þau höfðu verslað og gáfu fólki sem var á staðnum. „Við fórum með einhver tvöhundruð epli, slatta af banönum, brauði og íspinnum fyrir börnin. Um leið og við byrjuðum að gefa þá varð algjört kaos þarna. Við höfðum enga stjórn á málinu,“ segir Heiðar. Þau hafi rætt við annan sjálfboðaliða á staðnum sem segir að það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Ef það heldur svona áfram þurfi að setja fólk í línu til að geta dregið það til baka, svo hungrað sé fólkið orðið eftir ferðalagið. Heiðar ætlar í aðra ferð í dag ásamt vinkonu sinni og öðrum félaga sem er frá London. Ekki eru hins vegar allir íbúar borgarinnar jafn sáttir með að verið sé að aðstoða fólkið. „Það er til dæmis kona sem býr fyrir neðan mig, sem ég tala oft við, og hún er héðan. Ég sagði henni í gær að við hefðum farið þarna og gefið mat. Hún hristi bara hausinn og spurði til hvers? Það sé fullt af fólki í Búdapest sem sé verr statt. Ég skil ekki slíkt. Flóttafólki er að flýja stríð og gera allt til að lifa af og halda lífi í fjölskyldum sínum,“ segir Heiðar. „Margir hér í Búdapest eru pirraðir og reiðir yfir þessu og vilja að fólkið fari eitthvað annað.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að aukið streymi flóttafólks til Evrópu sé Þjóðverjum að kenna. Flestir sem koma til álfunnar stefni þangað og vandi annarra landa sé fólginn í því að vera á milli Þýskalands og þaðan sem fólkið leggur af stað. Flóttamenn Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Ungverska girðingin hefur dugað skammt Ungverjar og Slóvakar reisa gaddavírsgirðingar á landamærunum til að halda flóttafólki úti, en fólkið streymir áfram í gegn. Þjóðverjar og Frakkar vilja breyta reglum. Andstæðingar búða flóttamanna gerðu hróp að Þýskalandskanslara. 27. ágúst 2015 07:00 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 Ungverjar senda um 2.100 lögreglumenn að serbnesku landamærunum Fréttir hafa borist af því að lögregla hafi beitt táragasi gegn fleiri hundruð flóttamönnum sem hafast við í búðum í bænum Röszke. 26. ágúst 2015 11:33 Þrjú sýrlensk flóttabörn hurfu af spítala Börnin voru til meðferðar á spítala í Austurríki ásamt fjölskyldum sínum. 30. ágúst 2015 15:02 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Hátt í þúsund flóttamenn hafa komið sér fyrir skammt frá aðal lestarstöð Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands. Lögreglumenn hafa tekið sér stöðu skammt frá stöðinni og meina fólkinu að halda för sinni áfram vestur. Íslendingur á svæðinu segir neyðina mikla. Til átaka kom á milli lögreglu og flóttamanna á Keleti lestarstöðinni í Búdapest í gær þegar flóttamennirnir reyndu að komast leiðar sinnar. Margir hafa orðið sér úti um miða og vilja halda för sinni áfram til Vínar og þaðan til Þýskalands. Þjóðverjar hafa gefið út að rétt væri að dreifa fólkinu um Evrópu en önnur ríki, til að mynda Bretland, vilja lítið með fólkið hafa. „Ég hafði ekki orðið var við neina flóttamenn þar sem ég bý niðri í bæ. Svo fór ég um daginn á aðalstöðina og ég sá þetta og þetta er ótrúlegt,“ segir Heiðar Hauksson. Heiðar hefur búið í Búdapest undanfarna tvo mánuði en þaðan stýrir hann fyrirtæki sem staðsett er í London. „Þetta er ótrúlegt. Ég fékk hreinlega sjokk.“Heiðar Hauksson og vinkona hans áður en lagt var í hann.mynd/heiðar„Fólkið hreinlega stökk á okkur“ Flóttamönnum í Evrópu fer fjölgandi dag frá degi og er sömu sögu hægt að segja um Búdapest. Heiðar segir að afar lítið sé gert fyrir fólkið. Þau hafi rennandi vatn svo þau geti drukkið en að öðru leiti séu þau upp á sjálfboðaliða komin með mat. Í gær fór hann ásamt vinkonu sinni á lestastöðina með mat sem þau höfðu verslað og gáfu fólki sem var á staðnum. „Við fórum með einhver tvöhundruð epli, slatta af banönum, brauði og íspinnum fyrir börnin. Um leið og við byrjuðum að gefa þá varð algjört kaos þarna. Við höfðum enga stjórn á málinu,“ segir Heiðar. Þau hafi rætt við annan sjálfboðaliða á staðnum sem segir að það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Ef það heldur svona áfram þurfi að setja fólk í línu til að geta dregið það til baka, svo hungrað sé fólkið orðið eftir ferðalagið. Heiðar ætlar í aðra ferð í dag ásamt vinkonu sinni og öðrum félaga sem er frá London. Ekki eru hins vegar allir íbúar borgarinnar jafn sáttir með að verið sé að aðstoða fólkið. „Það er til dæmis kona sem býr fyrir neðan mig, sem ég tala oft við, og hún er héðan. Ég sagði henni í gær að við hefðum farið þarna og gefið mat. Hún hristi bara hausinn og spurði til hvers? Það sé fullt af fólki í Búdapest sem sé verr statt. Ég skil ekki slíkt. Flóttafólki er að flýja stríð og gera allt til að lifa af og halda lífi í fjölskyldum sínum,“ segir Heiðar. „Margir hér í Búdapest eru pirraðir og reiðir yfir þessu og vilja að fólkið fari eitthvað annað.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að aukið streymi flóttafólks til Evrópu sé Þjóðverjum að kenna. Flestir sem koma til álfunnar stefni þangað og vandi annarra landa sé fólginn í því að vera á milli Þýskalands og þaðan sem fólkið leggur af stað.
Flóttamenn Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Ungverska girðingin hefur dugað skammt Ungverjar og Slóvakar reisa gaddavírsgirðingar á landamærunum til að halda flóttafólki úti, en fólkið streymir áfram í gegn. Þjóðverjar og Frakkar vilja breyta reglum. Andstæðingar búða flóttamanna gerðu hróp að Þýskalandskanslara. 27. ágúst 2015 07:00 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 Ungverjar senda um 2.100 lögreglumenn að serbnesku landamærunum Fréttir hafa borist af því að lögregla hafi beitt táragasi gegn fleiri hundruð flóttamönnum sem hafast við í búðum í bænum Röszke. 26. ágúst 2015 11:33 Þrjú sýrlensk flóttabörn hurfu af spítala Börnin voru til meðferðar á spítala í Austurríki ásamt fjölskyldum sínum. 30. ágúst 2015 15:02 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30
Ungverska girðingin hefur dugað skammt Ungverjar og Slóvakar reisa gaddavírsgirðingar á landamærunum til að halda flóttafólki úti, en fólkið streymir áfram í gegn. Þjóðverjar og Frakkar vilja breyta reglum. Andstæðingar búða flóttamanna gerðu hróp að Þýskalandskanslara. 27. ágúst 2015 07:00
Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15
Ungverjar senda um 2.100 lögreglumenn að serbnesku landamærunum Fréttir hafa borist af því að lögregla hafi beitt táragasi gegn fleiri hundruð flóttamönnum sem hafast við í búðum í bænum Röszke. 26. ágúst 2015 11:33
Þrjú sýrlensk flóttabörn hurfu af spítala Börnin voru til meðferðar á spítala í Austurríki ásamt fjölskyldum sínum. 30. ágúst 2015 15:02