Lisbeth Salander snýr aftur og grípur í þræði fyrri bóka Brynhildur Björnsdóttir skrifar 3. september 2015 12:30 Bækur Það sem ekki drepur mann eftir David Lagercrantz Þýðing: Halla Gunnarsdóttir Útgefandi: Bjartur Það er mikið vandaverk að setja sig í fótspor og stílsnið listamanns sem er látinn með það að markmiði að búa til það framhald af verkum hans sem lesendur þrá og vona að hann hefði skrifað sjálfur. Sagt er að Stieg Larsson hafi ætlað sér að skrifa tíu bækur um Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist að fyrirmynd tíu bóka raðar Maj Sjöwall og Per Wahlöö, Skáldsaga um glæp, sem kom út á áttunda áratugnum og er að margra mati upphaf og krúnudjásn skandinavísku glæpasögunnar. Larsson lifði sem kunnugt er ekki þær gríðarlegu vinsældir sem bækur hans njóta þar sem hann lést nokkrum dögum áður en fyrsta bókin úr Millennium-þríleiknum svokallaða kom út. Eftir dauða hans hafa staðið deilur milli sambýliskonu hans, sem vegna hjúskaparlaga í Svíþjóð er ekki lögerfingi hans, og föður hans og bróður sem ráða nú yfir höfundarverkinu og þeim auðæfum sem það hefur fært. David Lagercrantz, reyndur og virtur metsöluhöfundur sem starfaði sem glæpablaðamaður á tíunda áratugnum, fékk þann umdeilda heiður hjá þeim síðarnefndu, í óþökk þeirrar fyrrnefndu, að halda áfram með tíleikinn og lái honum hver sem vill að hafa svitnað aðeins yfir verkefninu. En honum tekst ágætlega upp og víst að margir aðdáendur Millennium-bókanna eiga eftir að anda léttar að lestri loknum. Söguþráðurinn er ágætlega spunninn. Snillingur í þróun gervigreindar er myrtur á kaldrifjaðan hátt fyrir framan einhverfan átta ára gamlan son sinn. Stjörnurannsóknarblaðamaðurinn Mikael Blomkvist er fyrir margra hluta sakir á staðnum og ekki líður á löngu þar til leiðir þeirra Lisbeth Salander liggja saman að nýju en hún hefur verið upptekin við eigin rannsóknir og hunsað allar tilraunir hans til að hafa samband. Við sögu koma alþjóðlegir glæpahringir, tölvuþrjótar og leyniþjónustur stórveldanna og ómennsk snilli Salander og berskjölduð mennska Blomkvists leysa saman úr þeim vef sem um þau er spunninn. Hér er farið enn dýpra í sálarlíf og mótunarár Salander og gripið í þræði sem lágu vel við úr fyrri bókum og aðdáendur hennar fá úr ýmsu að moða. Það má segja að í söguna vanti þó ákveðna skerpu og nýstárleika sem var fyrir hendi í fyrstu tveimur bókunum í þríleiknum. Frásögnin er öll hefðbundnari og bókin öll „venjulegri“ en bækur Stiegs Larsson. Lýsingar á ofbeldi og kynlífi eru mun fyrirferðarminni en í fyrri bókunum og ekki endilega víst að öllum þyki miður. Þýðingin er góð og þó hægt sé að láta setningar eins og „Gjörningsmaðurinn bar sig að á svo kaldrifjaðan máta“ fara í taugarnar á sér má skrifa slíkt á yfirlesara ekki síður en þýðanda. Þetta er vel skrifuð glæpasaga, flókið plott og mörg sjónarhorn og á stundum erfitt að henda reiður á hver er hvað, sagði hvað og veit hvað. Það sem heillar eftir sem áður er persóna Lisbeth Salander og það er forvitni um örlög hennar og persónu sem mun framar öðru reka lesendur út í búð að kaupa þessa bók. Og þá, eða þær næstu, því aðdáendum Salander til gleði býður endirinn nokkuð afdráttarlaust upp á framhald.Niðurstaða: Ágætis framhald af einum mest lesna bókmenntaþríleik síðustu ára, hefðbundnari en fyrri bækurnar. Bókmenntir Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Það sem ekki drepur mann eftir David Lagercrantz Þýðing: Halla Gunnarsdóttir Útgefandi: Bjartur Það er mikið vandaverk að setja sig í fótspor og stílsnið listamanns sem er látinn með það að markmiði að búa til það framhald af verkum hans sem lesendur þrá og vona að hann hefði skrifað sjálfur. Sagt er að Stieg Larsson hafi ætlað sér að skrifa tíu bækur um Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist að fyrirmynd tíu bóka raðar Maj Sjöwall og Per Wahlöö, Skáldsaga um glæp, sem kom út á áttunda áratugnum og er að margra mati upphaf og krúnudjásn skandinavísku glæpasögunnar. Larsson lifði sem kunnugt er ekki þær gríðarlegu vinsældir sem bækur hans njóta þar sem hann lést nokkrum dögum áður en fyrsta bókin úr Millennium-þríleiknum svokallaða kom út. Eftir dauða hans hafa staðið deilur milli sambýliskonu hans, sem vegna hjúskaparlaga í Svíþjóð er ekki lögerfingi hans, og föður hans og bróður sem ráða nú yfir höfundarverkinu og þeim auðæfum sem það hefur fært. David Lagercrantz, reyndur og virtur metsöluhöfundur sem starfaði sem glæpablaðamaður á tíunda áratugnum, fékk þann umdeilda heiður hjá þeim síðarnefndu, í óþökk þeirrar fyrrnefndu, að halda áfram með tíleikinn og lái honum hver sem vill að hafa svitnað aðeins yfir verkefninu. En honum tekst ágætlega upp og víst að margir aðdáendur Millennium-bókanna eiga eftir að anda léttar að lestri loknum. Söguþráðurinn er ágætlega spunninn. Snillingur í þróun gervigreindar er myrtur á kaldrifjaðan hátt fyrir framan einhverfan átta ára gamlan son sinn. Stjörnurannsóknarblaðamaðurinn Mikael Blomkvist er fyrir margra hluta sakir á staðnum og ekki líður á löngu þar til leiðir þeirra Lisbeth Salander liggja saman að nýju en hún hefur verið upptekin við eigin rannsóknir og hunsað allar tilraunir hans til að hafa samband. Við sögu koma alþjóðlegir glæpahringir, tölvuþrjótar og leyniþjónustur stórveldanna og ómennsk snilli Salander og berskjölduð mennska Blomkvists leysa saman úr þeim vef sem um þau er spunninn. Hér er farið enn dýpra í sálarlíf og mótunarár Salander og gripið í þræði sem lágu vel við úr fyrri bókum og aðdáendur hennar fá úr ýmsu að moða. Það má segja að í söguna vanti þó ákveðna skerpu og nýstárleika sem var fyrir hendi í fyrstu tveimur bókunum í þríleiknum. Frásögnin er öll hefðbundnari og bókin öll „venjulegri“ en bækur Stiegs Larsson. Lýsingar á ofbeldi og kynlífi eru mun fyrirferðarminni en í fyrri bókunum og ekki endilega víst að öllum þyki miður. Þýðingin er góð og þó hægt sé að láta setningar eins og „Gjörningsmaðurinn bar sig að á svo kaldrifjaðan máta“ fara í taugarnar á sér má skrifa slíkt á yfirlesara ekki síður en þýðanda. Þetta er vel skrifuð glæpasaga, flókið plott og mörg sjónarhorn og á stundum erfitt að henda reiður á hver er hvað, sagði hvað og veit hvað. Það sem heillar eftir sem áður er persóna Lisbeth Salander og það er forvitni um örlög hennar og persónu sem mun framar öðru reka lesendur út í búð að kaupa þessa bók. Og þá, eða þær næstu, því aðdáendum Salander til gleði býður endirinn nokkuð afdráttarlaust upp á framhald.Niðurstaða: Ágætis framhald af einum mest lesna bókmenntaþríleik síðustu ára, hefðbundnari en fyrri bækurnar.
Bókmenntir Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira