Skrítin stemning í Bíó Paradís Stefán Árni Pálsson skrifar 2. september 2015 14:00 Leikstjóri I Want to be Weird er Brynja Dögg Friðriksdóttir. vísir Heimildamyndin I want to be Weird verður frumsýnd kl. 20 í Bíó Paradís fimmtudaginn 3. september. Myndin fjallar um bresku listakonuna Kitty Von-Sometime sem hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún er hvað þekktust fyrir The Weird Girls Project, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og byggist upp ákveðinni hugmyndafræði. Síðasti þáttur The Weird Girls Project, #EmbraceYourself, vakti mikla athygli í fjölmiðlum hér heima og erlendis sl. vor. Í því verki lagði Kitty áherslu á að styrkja líkamsmynd kvenna og voru konurnar sem tóku þátt naktar en þaktar glimmeri og svartri málningu. Leikstjóri I Want to be Weird er Brynja Dögg Friðriksdóttir. I Want to be Weird var sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor þar sem hún fékk góðar viðtökur. Þá verður hún sýnd á norrænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama í 18.-23. september, þar sem myndin er tilnefnd til verðlauna sem besta norræna heimildamyndin. Í tengslum við sýningar á I Want to be Weird stendur Bíó Paradís fyrir sýningu í innri sal Bíó Paradísar á verkum Kittyar og The Weird Girls Project. Búningar, ljósmyndir og myndbandsþættir The Weird Girls Project eru meðal þess sem verður á sýningunni sem stendur til og með 23. september. Sýningin Kittyar er öllum opin og aðgangur er frír. Sýning Kittyar hefst kl. 19:30 í Bíó Paradís, en frumsýning I Want to be Weird hefst kl. 20:00, fimmtudaginn 3. september. Myndband um gerð verksins er hægt að sjá hér að neðan. Behind the Scenes of Episode 16 of The Weird Girls Project from Kitty Von-Sometime on Vimeo. Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Heimildamyndin I want to be Weird verður frumsýnd kl. 20 í Bíó Paradís fimmtudaginn 3. september. Myndin fjallar um bresku listakonuna Kitty Von-Sometime sem hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún er hvað þekktust fyrir The Weird Girls Project, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og byggist upp ákveðinni hugmyndafræði. Síðasti þáttur The Weird Girls Project, #EmbraceYourself, vakti mikla athygli í fjölmiðlum hér heima og erlendis sl. vor. Í því verki lagði Kitty áherslu á að styrkja líkamsmynd kvenna og voru konurnar sem tóku þátt naktar en þaktar glimmeri og svartri málningu. Leikstjóri I Want to be Weird er Brynja Dögg Friðriksdóttir. I Want to be Weird var sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor þar sem hún fékk góðar viðtökur. Þá verður hún sýnd á norrænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama í 18.-23. september, þar sem myndin er tilnefnd til verðlauna sem besta norræna heimildamyndin. Í tengslum við sýningar á I Want to be Weird stendur Bíó Paradís fyrir sýningu í innri sal Bíó Paradísar á verkum Kittyar og The Weird Girls Project. Búningar, ljósmyndir og myndbandsþættir The Weird Girls Project eru meðal þess sem verður á sýningunni sem stendur til og með 23. september. Sýningin Kittyar er öllum opin og aðgangur er frír. Sýning Kittyar hefst kl. 19:30 í Bíó Paradís, en frumsýning I Want to be Weird hefst kl. 20:00, fimmtudaginn 3. september. Myndband um gerð verksins er hægt að sjá hér að neðan. Behind the Scenes of Episode 16 of The Weird Girls Project from Kitty Von-Sometime on Vimeo.
Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein