Everest á toppinn í tólf löndum

Myndin fór beint á toppinn í Argentínu, Ástralíu, Búlgaríu, Ungverjalandi, Íslandi, Indlandi, Mexíkó, Nýja Sjálandi, Póllandi, Rúmeníu, Suður Afríku og Taívan.
Myndin var forsýnd í Bandaríkjunum í gær og þénaði 2,3 milljónir dollara, 290 milljónir króna, í 545 kvikmyndahúsum þar í landi. Telur Variety myndina eiga eftir að þéna um 7 milljónir dollara í Bandaríkjunum um helgina en myndinni verður dreift mun víðar um Bandaríkin um næstkomandi helgi.
Myndin var í öðru sæti topplistans í Bretlandi og á Írlandi en myndin sem vermir toppinn þar er Legend, þar sem Tom Hardy fer með hlutverk tvíburanna Reggie og RonnieKray sem eru einir þekktustu glæpamenn Bretlands og stjórnuðu valdamikilli glæpaklíku í London á sjöunda áratug síðustu aldar.
Í frétt Variety kemur fram að Everest hefur þénað um 32 þúsund dollara, um fjórar milljónir króna, það sem af er á Íslandi.
Tengdar fréttir

Ráðherrar lofa Everest
Nokkrir af ráðherrum þjóðarinnar voru staddir á frumsýningu Everest, stórmyndar Baltasar Kormáks. Lífið leitaði til ráðherranna og spurði þá hvað þeim fannst um myndina, sem hefur fengið jákvæð viðbrögð víða um heim.

Vilborg um Everest: Fangaði raunveruleikann
Vilborg Arna Gissurardóttir, reyndi við toppinn á Everest í fyrra og aðstoðaði við hjálparstörf eftir að mannskæðasta snjóflóð í sögu Evrest skall á 500 metrum fyrir ofan Grunnbúðirnar, þar sem hún dvaldi. Hún segir frá upplifun sinni af myndinni Evrest, eftir Baltasar Kormák.

Söfnuðu tæpri milljón á styrktarsýningu Everest
Uppselt var á styrktarsýningu Everest á miðvikudagskvöldið og safnaðist samtals 885.000kr. Peningurinn kemur til með að fara allur til PHASE Worldwide.

„Myndin ekki tekin upp á Everest af sömu ástæðu og Gravity var ekki tekin upp í geimnum“
Ísland í dag kíkti á Baltasar Kormák á frumsýningu Everest hér á landi. Myndaveisla af gestum sýningarinnar fylgir fréttinni.