115 milljónum safnað hjá Karolina Fund Sæunn Gísladóttir skrifar 17. september 2015 11:45 Fundurinn í morgun var vel sóttur í húsnæði Íslandsbanka úti á Granda. Vísir/GVA Í morgun stóð Íslandsbanki fyrir fundinum Steðjar bönkum ógn af hópfjármögnun? Þar kom meðal annars fram að hópfjármögnun er ört vaxandi og jókst um 167% árið 2014. Í Bretlandi eru bankar farnir að sjá sóknarfæri í að koma að peer to peer lending sem fjárfestar. Á fundinum flutti Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund ávarp, en Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, var umræðustjóri. Á síðustu tveimur árum hafa sífellt fleiri sjóðir og fyrirtæki á sviði hópfjármögnunar og annarrar óhefðbundinnar fjármögnunar komið fram á sjónarsviðið. Fyrirtæki á borð við Kickstarter, Indiegogo og Crowdfunder hafa vaxið gríðarlega hratt á stuttum tíma og hafa vakið bankana vestanhafs upp af værum blundi. Hér á Íslandi hefur Karolina Fund verið leiðandi á sviði hópfjármögnunar og eru verkefnin sem þar hafa verið fjármögnuð afar fjölbreytt.77% verkefna ná fjármögnunarmarkmiði Karolina Fund hefur fjármagnað 146 verkefni og hafa 15,638 þátttakendur safnað tæplega 800 þúsund evrum, jafnvirði 115 milljónum króna. „Þetta er þriðji stærsti styrktarsjóður Íslands,“ sagði Ingi Rafn í ávarpi sínu. Hann benti einnig á að 77% af verkefnum Karolina Fund ná takmarki sínu í fjármögnun, sem hann sagði heimsmet í hópfjármögnunarheiminum. Karolina fund veitir persónulega þjónustu og leggur mikið upp úr því að velja vel verkefnin á síðunni og aðstoðar notendur við lýsingu á verkefnum og við aðra liði. Samtímis aukningu í hópfjármögnun hafa svokölluð Peer-to-Peer (P2P) fjármögnunarfyrirtæki einnig látið til sín taka og má þar nefna Lending Club og Prosper í Bandaríkjunum. Endurgreiðslur reynast vera töluvert góðar, jafnvel betri en bankar eru að fá í dag. Í stuttu máli þá virka fyrirtækin sem milliliður um fjármögnun verkefna og fjárfestinga fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Vöxtur þeirra hefur verið ævintýralegur og sem dæmi þá hafa ofangreind fyrirtæki samtals haft milligöngu um lánveitingar að andvirði margra milljarða dollara frá stofnun.Aðalatriðið með hópfjármögnun ekki endilega peningur Í erindi sínu vék Ingi Rafn að því að aðalatriðið með hópfjármögnun sé ekki endilega að fá pening. Hann nefndi dæmi um fyrirtækið Brew Dog, sem framleiðir bjór, þar sem þeir sem studdu við hópfjármögnunina voru í raun gangandi auglýsingaskilti og talsmenn verkefnisins, sem var mjög verðmætt.P2P verði orðið mjög almennt eftir 5 árIngi Rafn telur að vöxtur muni halda áfram í geiranum. Hann benti á að P2P lánaþjónusta höfðar til skapandi aðila og minni fyrirtækja sem fá ekki eða vilja ekki taka lán frá banka. Það mætti því að hluta til kalla það banka framtíðarinnar. „Ég held að P2P verði orðið mjög almennt eftir fimm ár. Þannig held ég að markaðurinn sé að fara að vaxa,“ sagði Ingi Rafn.Valdís ætti að fara í hlutafjárhópfjármögnunÍ umræðum á fundinum að máli Inga Rafns loknu voru beindar fram spurningar um framtíð og takmarkanir hópfjármögnunar. Þá var bent á hvað hópfjármögnunarverkefni eru oft staðbundin. Ingi Rafn telur að það sé vegna þess að arðurinn í að fjárfesta í hópfjármögnun felist frekar í upplifun frekar en arðgreiðslum. Hann benti á að hópfjármögnun er góð leið til að tengjast markaðnum. „Ég held til dæmis að ísbúðin Valdís ætti að fara í hlutafjárhópfjármögnun. Ef þú ert að velja mili ísbúða ferðu greninlega þangað sem þú átt hlutafjár. Fyrirtæki sem hafa tengsl við markaðinn með svona hætti ættu að nýta sér það," sagði Ingi Rafn. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundinum. Hópfjármögnun og P2P lánveitingar - tækifæri eða ógnun fyrir banka? from Íslandsbanki on Vimeo. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Í morgun stóð Íslandsbanki fyrir fundinum Steðjar bönkum ógn af hópfjármögnun? Þar kom meðal annars fram að hópfjármögnun er ört vaxandi og jókst um 167% árið 2014. Í Bretlandi eru bankar farnir að sjá sóknarfæri í að koma að peer to peer lending sem fjárfestar. Á fundinum flutti Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund ávarp, en Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, var umræðustjóri. Á síðustu tveimur árum hafa sífellt fleiri sjóðir og fyrirtæki á sviði hópfjármögnunar og annarrar óhefðbundinnar fjármögnunar komið fram á sjónarsviðið. Fyrirtæki á borð við Kickstarter, Indiegogo og Crowdfunder hafa vaxið gríðarlega hratt á stuttum tíma og hafa vakið bankana vestanhafs upp af værum blundi. Hér á Íslandi hefur Karolina Fund verið leiðandi á sviði hópfjármögnunar og eru verkefnin sem þar hafa verið fjármögnuð afar fjölbreytt.77% verkefna ná fjármögnunarmarkmiði Karolina Fund hefur fjármagnað 146 verkefni og hafa 15,638 þátttakendur safnað tæplega 800 þúsund evrum, jafnvirði 115 milljónum króna. „Þetta er þriðji stærsti styrktarsjóður Íslands,“ sagði Ingi Rafn í ávarpi sínu. Hann benti einnig á að 77% af verkefnum Karolina Fund ná takmarki sínu í fjármögnun, sem hann sagði heimsmet í hópfjármögnunarheiminum. Karolina fund veitir persónulega þjónustu og leggur mikið upp úr því að velja vel verkefnin á síðunni og aðstoðar notendur við lýsingu á verkefnum og við aðra liði. Samtímis aukningu í hópfjármögnun hafa svokölluð Peer-to-Peer (P2P) fjármögnunarfyrirtæki einnig látið til sín taka og má þar nefna Lending Club og Prosper í Bandaríkjunum. Endurgreiðslur reynast vera töluvert góðar, jafnvel betri en bankar eru að fá í dag. Í stuttu máli þá virka fyrirtækin sem milliliður um fjármögnun verkefna og fjárfestinga fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Vöxtur þeirra hefur verið ævintýralegur og sem dæmi þá hafa ofangreind fyrirtæki samtals haft milligöngu um lánveitingar að andvirði margra milljarða dollara frá stofnun.Aðalatriðið með hópfjármögnun ekki endilega peningur Í erindi sínu vék Ingi Rafn að því að aðalatriðið með hópfjármögnun sé ekki endilega að fá pening. Hann nefndi dæmi um fyrirtækið Brew Dog, sem framleiðir bjór, þar sem þeir sem studdu við hópfjármögnunina voru í raun gangandi auglýsingaskilti og talsmenn verkefnisins, sem var mjög verðmætt.P2P verði orðið mjög almennt eftir 5 árIngi Rafn telur að vöxtur muni halda áfram í geiranum. Hann benti á að P2P lánaþjónusta höfðar til skapandi aðila og minni fyrirtækja sem fá ekki eða vilja ekki taka lán frá banka. Það mætti því að hluta til kalla það banka framtíðarinnar. „Ég held að P2P verði orðið mjög almennt eftir fimm ár. Þannig held ég að markaðurinn sé að fara að vaxa,“ sagði Ingi Rafn.Valdís ætti að fara í hlutafjárhópfjármögnunÍ umræðum á fundinum að máli Inga Rafns loknu voru beindar fram spurningar um framtíð og takmarkanir hópfjármögnunar. Þá var bent á hvað hópfjármögnunarverkefni eru oft staðbundin. Ingi Rafn telur að það sé vegna þess að arðurinn í að fjárfesta í hópfjármögnun felist frekar í upplifun frekar en arðgreiðslum. Hann benti á að hópfjármögnun er góð leið til að tengjast markaðnum. „Ég held til dæmis að ísbúðin Valdís ætti að fara í hlutafjárhópfjármögnun. Ef þú ert að velja mili ísbúða ferðu greninlega þangað sem þú átt hlutafjár. Fyrirtæki sem hafa tengsl við markaðinn með svona hætti ættu að nýta sér það," sagði Ingi Rafn. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundinum. Hópfjármögnun og P2P lánveitingar - tækifæri eða ógnun fyrir banka? from Íslandsbanki on Vimeo.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira