Formleg tillaga um sölu Landsbankans tilbúin í lok janúar Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. september 2015 10:57 Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að allt að 30 prósent hlutur í Landsbankanum verði seldur. Bankasýsla ríkisins áformar að skila formlegri tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um sölu á allt að 30 prósent hlut í Landsbankanum fyrir 31. janúar næstkomandi. Í bréfi sem Bankasýslan sendi ráðherra þann 9. september síðastliðinn kemur fram að stofnunin hafi hafið nauðsynlega undirbúningsvinnu fyrir söluna. Í bréfinu sem undirritað er af Lárusi Blöndal, stjórnarformanni Bankasýslunnar, og Jóni G. Jónssyni, forstjóra, segir að fram til 31. janúar muni Bankasýslan ræða mögulega útfærslu á sölu við Landsbankann hf., stærstu stofnanafjárfesta innan lands (eins og lífeyrissjóði og fjárfestingasjóði) og alþjóðlega fjárfestingabanka sem stofnunin kann svo að kalla til ráðgjafar við formlegt söluferli. Til að tryggja gagnsæi í ferlinu og skapa faglegan umræðugrundvöll um söluna, áætlar stofnunin að birta opinberlega skýrslu síðar á þessu ári um bráðabirgðaniðurstöður sínar. Fram kemur í bréfinu að stuðst hefur verið við svipað fyrirkomulag hjá systurstofnun hennar í Hollandi við undirbúning sölu á eignarhlut í ABN AMRO Group N.V.. Bankasýslan áætlar að þegar formleg ákvörðun ráðherra liggur fyrir verði umsjónaraðilar með sölu ráðnir, áreiðanleikakannanir framkvæmdar og fjárfestakynningar útbúnar. Að því gefnu að stöðugleiki muni ríkja á fjármálamörkuðum og að rekstrarafkoma Landsbankans verði í takti við áætlanir ætti fyrstu sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum að vera lokið á seinni hluta árs 2016, í samræmi við þau áform sem fram koma í fjárlagafrumvarpi. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Bankasýsla ríkisins áformar að skila formlegri tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um sölu á allt að 30 prósent hlut í Landsbankanum fyrir 31. janúar næstkomandi. Í bréfi sem Bankasýslan sendi ráðherra þann 9. september síðastliðinn kemur fram að stofnunin hafi hafið nauðsynlega undirbúningsvinnu fyrir söluna. Í bréfinu sem undirritað er af Lárusi Blöndal, stjórnarformanni Bankasýslunnar, og Jóni G. Jónssyni, forstjóra, segir að fram til 31. janúar muni Bankasýslan ræða mögulega útfærslu á sölu við Landsbankann hf., stærstu stofnanafjárfesta innan lands (eins og lífeyrissjóði og fjárfestingasjóði) og alþjóðlega fjárfestingabanka sem stofnunin kann svo að kalla til ráðgjafar við formlegt söluferli. Til að tryggja gagnsæi í ferlinu og skapa faglegan umræðugrundvöll um söluna, áætlar stofnunin að birta opinberlega skýrslu síðar á þessu ári um bráðabirgðaniðurstöður sínar. Fram kemur í bréfinu að stuðst hefur verið við svipað fyrirkomulag hjá systurstofnun hennar í Hollandi við undirbúning sölu á eignarhlut í ABN AMRO Group N.V.. Bankasýslan áætlar að þegar formleg ákvörðun ráðherra liggur fyrir verði umsjónaraðilar með sölu ráðnir, áreiðanleikakannanir framkvæmdar og fjárfestakynningar útbúnar. Að því gefnu að stöðugleiki muni ríkja á fjármálamörkuðum og að rekstrarafkoma Landsbankans verði í takti við áætlanir ætti fyrstu sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum að vera lokið á seinni hluta árs 2016, í samræmi við þau áform sem fram koma í fjárlagafrumvarpi.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira