Færri komust að en vildu á frumsýningu Þrasta í Toronto Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2015 15:06 Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson ásamt Atla Óskari Fjalarssyni og Rakel Björk Björnsdóttur sem eru aðalleikarar Þrasta, ásamt Ingvari E Sigurðssyni Færri komust að en vildu þegar kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, var frumsýnd í gærkvöldi á kvikmyndahátíðinni Toronto International Film Festival í Kanada. Er uppselt á fleiri sýningar myndarinnar á hátíðinni. Bandaríski fjölmiðillinn The Hollywood Reporter hefur birt gagnrýni um myndina. Gagnrýnandinn telur Þresti vera hina dæmigerðu þroskasögu þar sem ekki mikið kemur á óvart framan af. Viðbrögðin verða því enn meiri þegar söguþráður myndarinnar tekur óvænta stefnu í tvígang.Gunnar Óskarsson, Kjartan Sveinsson, Rúnar Rúnarsson, Atli Óskar Fjalarsson, Mikkel Jersin og Rakel Björk BjörnssdóttirGagnrýnandinn telur Rúnar Rúnarsson halda velli frá fyrstu kvikmynd sinni, Eldfjall, með vandaða nálgun á hversdagslegu umhverfi. Myndin var tekin upp á Flateyri og er sjávarþorpið og fjallgarðurinn í kring sögð fullkomna upplifun áhorfenda og spila stórt hlutverk. Einnig kemur gagnrýnandinn inn á sérsamda kvikmyndatónlist Kjartans Sveinssonar, fyrrverandi hljómborðsleikara Sigur Rósar, sem hann segir einstaklega fallega. Þrestir er dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurdsson, Rakel Björk Björnsdóttir , Kristbjörg Kjeld og Rade Serbedzija. Þrestir eru framleiddir af Nimbus Ísland og Nimbus film í samvinnu við Pegasus og MPfilms. Myndin er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, danska kvikmyndasjóðnum, norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, króatíska kvikmyndasjóðnum, Iðnaðarráðuneytinu og ísamvinnu við Senu, RÚV, TV2 í Danmörku og SF í Danmörku. Þrestir koma í almennar sýningar 16. október á vegum Senu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Franskt sölu og dreifingarfyrirtæki tryggir sér Þresti Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér réttinn á nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir. 24. ágúst 2015 10:30 Þrestir í aðalkeppni San Sebastián-hátíðar Mynd Rúnars Rúnarssonar fær mikla athygli. 10. ágúst 2015 07:00 Glæný stikla úr Þröstum frumsýnd á Vísi Myndin fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. 28. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Færri komust að en vildu þegar kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, var frumsýnd í gærkvöldi á kvikmyndahátíðinni Toronto International Film Festival í Kanada. Er uppselt á fleiri sýningar myndarinnar á hátíðinni. Bandaríski fjölmiðillinn The Hollywood Reporter hefur birt gagnrýni um myndina. Gagnrýnandinn telur Þresti vera hina dæmigerðu þroskasögu þar sem ekki mikið kemur á óvart framan af. Viðbrögðin verða því enn meiri þegar söguþráður myndarinnar tekur óvænta stefnu í tvígang.Gunnar Óskarsson, Kjartan Sveinsson, Rúnar Rúnarsson, Atli Óskar Fjalarsson, Mikkel Jersin og Rakel Björk BjörnssdóttirGagnrýnandinn telur Rúnar Rúnarsson halda velli frá fyrstu kvikmynd sinni, Eldfjall, með vandaða nálgun á hversdagslegu umhverfi. Myndin var tekin upp á Flateyri og er sjávarþorpið og fjallgarðurinn í kring sögð fullkomna upplifun áhorfenda og spila stórt hlutverk. Einnig kemur gagnrýnandinn inn á sérsamda kvikmyndatónlist Kjartans Sveinssonar, fyrrverandi hljómborðsleikara Sigur Rósar, sem hann segir einstaklega fallega. Þrestir er dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurdsson, Rakel Björk Björnsdóttir , Kristbjörg Kjeld og Rade Serbedzija. Þrestir eru framleiddir af Nimbus Ísland og Nimbus film í samvinnu við Pegasus og MPfilms. Myndin er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, danska kvikmyndasjóðnum, norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, króatíska kvikmyndasjóðnum, Iðnaðarráðuneytinu og ísamvinnu við Senu, RÚV, TV2 í Danmörku og SF í Danmörku. Þrestir koma í almennar sýningar 16. október á vegum Senu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Franskt sölu og dreifingarfyrirtæki tryggir sér Þresti Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér réttinn á nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir. 24. ágúst 2015 10:30 Þrestir í aðalkeppni San Sebastián-hátíðar Mynd Rúnars Rúnarssonar fær mikla athygli. 10. ágúst 2015 07:00 Glæný stikla úr Þröstum frumsýnd á Vísi Myndin fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. 28. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Franskt sölu og dreifingarfyrirtæki tryggir sér Þresti Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér réttinn á nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir. 24. ágúst 2015 10:30
Þrestir í aðalkeppni San Sebastián-hátíðar Mynd Rúnars Rúnarssonar fær mikla athygli. 10. ágúst 2015 07:00
Glæný stikla úr Þröstum frumsýnd á Vísi Myndin fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. 28. ágúst 2015 12:00