Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2015 16:00 Þrestir verður frumsýnd hér á landi 16. október. vísir Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. Þrestir virðast aldeilis vera að fljúga vel af stað en nýlega var tilkynnt að hún hefði verið valin í aðalkeppnina á hinni virtu kvikmyndahátíð í San Sebastian á Spáni. Það er óhætt að segja að ríki mikil eftirvænting fyrir Þröstum á TIFF en slegist var um miðana á frumsýninguna og fyrstu tvær sýningarnar seldust strax upp. „Ég er fyrst og fremst stoltur af samverkafólki mínu sem hefur vaðið eld og brennistein til að gera Þresti mögulega. Kvikmyndaframleiðsla er dýr útgerð og eiga þessar viðurkenningar á okkar störf eftir að reynast okkur vel í fjármögnun á framtíðar verkefnum. Mest hlakka ég til að frumsýna Þresti fyrir fólkið okkar heima á Íslandi í október” segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri. Ísland fer mikinn á hátíðinni en fyrir utan Þresti þá er heimildamyndin Sjóndeildarhringur eftir Friðrik Þór Friðriksson og Berg Bernburg, kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson og sjónvarpþættirnir Ófærð á hátíðinni. Þrestir er dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Tónlist myndarinnar er samin af Kjartani Sveinssyni. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurdsson, Rakel Björk Björnsdóttir , Kristbjörg Kjeld og Rade Serbedzija. Þrestir eru framleiddir af Nimbus Ísland og Nimbus film í samvinnu við Pegasus og MPfilms. Myndin er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, danska kvikmyndasjóðnum, norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, króatíska kvikmyndasjóðnum, Iðnaðarráðuneytinu og ísamvinnu við Senu, RÚV, TV2 í Danmörku og SF í Danmörku. Þrestir koma í almennar sýningar 16. október á vegum Senu. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. Þrestir virðast aldeilis vera að fljúga vel af stað en nýlega var tilkynnt að hún hefði verið valin í aðalkeppnina á hinni virtu kvikmyndahátíð í San Sebastian á Spáni. Það er óhætt að segja að ríki mikil eftirvænting fyrir Þröstum á TIFF en slegist var um miðana á frumsýninguna og fyrstu tvær sýningarnar seldust strax upp. „Ég er fyrst og fremst stoltur af samverkafólki mínu sem hefur vaðið eld og brennistein til að gera Þresti mögulega. Kvikmyndaframleiðsla er dýr útgerð og eiga þessar viðurkenningar á okkar störf eftir að reynast okkur vel í fjármögnun á framtíðar verkefnum. Mest hlakka ég til að frumsýna Þresti fyrir fólkið okkar heima á Íslandi í október” segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri. Ísland fer mikinn á hátíðinni en fyrir utan Þresti þá er heimildamyndin Sjóndeildarhringur eftir Friðrik Þór Friðriksson og Berg Bernburg, kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson og sjónvarpþættirnir Ófærð á hátíðinni. Þrestir er dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Tónlist myndarinnar er samin af Kjartani Sveinssyni. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurdsson, Rakel Björk Björnsdóttir , Kristbjörg Kjeld og Rade Serbedzija. Þrestir eru framleiddir af Nimbus Ísland og Nimbus film í samvinnu við Pegasus og MPfilms. Myndin er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, danska kvikmyndasjóðnum, norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, króatíska kvikmyndasjóðnum, Iðnaðarráðuneytinu og ísamvinnu við Senu, RÚV, TV2 í Danmörku og SF í Danmörku. Þrestir koma í almennar sýningar 16. október á vegum Senu.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp