Skiptar skoðanir um fyrsta þátt Trevor Noah Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2015 13:49 Trevor Noah tekur við af Jon Stewart. Fyrsti þáttur The Daily Show undir stjórn Trevor Noah var sýndur á Comedy Central í gærkvöldi. Hinn 31 árs Suður-Afríkumaður var fenginn til að taka við þættinum af Jon Stewart sem hafði stýrt þættinum frá 1999 en hætti í síðasta mánuði. Noah hóf þáttinn á því að hylla forvera sinn í stólnum og sagði það vera undarlegt bæði fyrir sig og áhorfendur að Stewart, pólitískur faðir margra, væri farinn. „Og það er undarlegt, þar sem pabbi er nú farinn. Og nú er líkt og fjölskyldan sé kominn með nýjan stjúppabba – og hann er svartur. Sem er ekki tilvalið,“ sagði Noah undir hlótrasköllum áhorfenda. Noah ræddi jafnframt um ákvörðun Comedy Central að ráða ekki konu í hlutverkið. „Nú er hins vegar ljóst að Comedy Central bað konu um að stýra þættinum, og konurnar sem voru beðnar afþökkuðu starfið þar sem þær höfðu eitthvað betra að gera og vissu greinilega um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Skiptar skoðanir hafa verið um þennan fyrsta þátt Noah. Sumir segja þáttinn hafa vantað „bitið“ sem einkenndi þáttinn undir stjórn Stewart á meðan aðrir, svo sem gagnrýnandi New York Times, segir þáttinn enn vera með „erfðaefni“ sitt eftir breytingu á þáttastjórnanda. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrsti þáttur The Daily Show undir stjórn Trevor Noah var sýndur á Comedy Central í gærkvöldi. Hinn 31 árs Suður-Afríkumaður var fenginn til að taka við þættinum af Jon Stewart sem hafði stýrt þættinum frá 1999 en hætti í síðasta mánuði. Noah hóf þáttinn á því að hylla forvera sinn í stólnum og sagði það vera undarlegt bæði fyrir sig og áhorfendur að Stewart, pólitískur faðir margra, væri farinn. „Og það er undarlegt, þar sem pabbi er nú farinn. Og nú er líkt og fjölskyldan sé kominn með nýjan stjúppabba – og hann er svartur. Sem er ekki tilvalið,“ sagði Noah undir hlótrasköllum áhorfenda. Noah ræddi jafnframt um ákvörðun Comedy Central að ráða ekki konu í hlutverkið. „Nú er hins vegar ljóst að Comedy Central bað konu um að stýra þættinum, og konurnar sem voru beðnar afþökkuðu starfið þar sem þær höfðu eitthvað betra að gera og vissu greinilega um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Skiptar skoðanir hafa verið um þennan fyrsta þátt Noah. Sumir segja þáttinn hafa vantað „bitið“ sem einkenndi þáttinn undir stjórn Stewart á meðan aðrir, svo sem gagnrýnandi New York Times, segir þáttinn enn vera með „erfðaefni“ sitt eftir breytingu á þáttastjórnanda.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira