Skoda Octavia RS fær fjórhjóladrif Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2015 10:17 Skoda Octavia RS. Einn vinsælasti bíll síðari ára á Íslandi, Skoda Octavia, fæst einnig í kraftaútfærslu og ber þá stafina RS í endann. Octavia RS fæst bæði sem langbakur og stallbakur, bæði með bensínvél og dísilvél og bæði beinskiptur og með DSG sjálfskiptingu. Nú bætist þó einn kosturinn við, hann mun einnig fást fjórhjóladrifinn. Bensínvélin í Octavia RS er 230 hestafla fjögurra strokka vél með forþjöppu en dísilvélin er 184 hestafla og með 380 Nm tog. Þó svo bensínvélin sé öflugri en dísilvélin er hún spræk og kemur bílnum í 100 km hraða á 7,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 228 km/klst. Þó svo Skoda Octavia RS sé ekki algengur bíll á götunum hérlendis hefur Skoda selt 58.000 slíka bíla af núverandi kynslóð bílsins sem kom fyrst á markað árið 2013. Alls hefur Skoda selt 165.000 Octavia RS bíla, frá fyrstu kynslóð hans árið 2000 og til dagsins í dag. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Einn vinsælasti bíll síðari ára á Íslandi, Skoda Octavia, fæst einnig í kraftaútfærslu og ber þá stafina RS í endann. Octavia RS fæst bæði sem langbakur og stallbakur, bæði með bensínvél og dísilvél og bæði beinskiptur og með DSG sjálfskiptingu. Nú bætist þó einn kosturinn við, hann mun einnig fást fjórhjóladrifinn. Bensínvélin í Octavia RS er 230 hestafla fjögurra strokka vél með forþjöppu en dísilvélin er 184 hestafla og með 380 Nm tog. Þó svo bensínvélin sé öflugri en dísilvélin er hún spræk og kemur bílnum í 100 km hraða á 7,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 228 km/klst. Þó svo Skoda Octavia RS sé ekki algengur bíll á götunum hérlendis hefur Skoda selt 58.000 slíka bíla af núverandi kynslóð bílsins sem kom fyrst á markað árið 2013. Alls hefur Skoda selt 165.000 Octavia RS bíla, frá fyrstu kynslóð hans árið 2000 og til dagsins í dag.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent