Annie Mist og Hafþór Júlíus í skyrveislu í Finnlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2015 16:30 Annie Mist og Hafþór Júlíus bregða á leik. Heljarinnar skyrhátíð var haldin á lítilli eyju utan við Helsinki í Finnlandi um helgina. Fékk eyjan tímabundið nafnið Skyr Islandi, með vísun til skyrs og Íslands, en því var fagnað að sala skyrs hefur margfaldast þar í landi á undanförnum árum. Að því er segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni er nú meiri sala á skyri í Finnlandi en hér á Íslandi. Útflutningur MS á skyri til Finnlands hófst með ferðalagi ungs manns að nafni Miikka Eskola til Íslands fyrir tæpum fimm árum síðan. Hann kolféll víst fyrir íslenska skyrinu og í framhaldinu hóf MS samstarf og útflutning á skyrinu til Finnlands. „Nú er svo komið að eftirspurnin er mun meiri en framboðið þar sem framleiðslugetan annar vart eftirspurn en skyrið fyrir finnska markaðinn er bæði framleitt hér á Íslandi og hjá Thise-mjólkurbúinu í Danmörku fyrir MS.“ Í tilkynningunni frá MS segir að þegar hugmyndin um skyrhátíð hafi kviknað hafi skipuleggjendur ólmir viljað gefa gestum sínum meira en skyr að borða og því var sú nýstárlega leið farin að flytja Ísland til Finnlands yfir eina helgi með öllu tilheyrandi. Fjölmargir íslenskir listamenn lögðu leið sína til eyjunnar af þessu tilefni og lögðu sitt af mörkum til að gera upplifun gestanna sem besta.Að neðan má sjá myndband frá hátíðinni um helgina þar sem þau Annie Mist og Hafþór Júlíus bregða á leik. Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og tvöfaldur heimsmeistari í Crossift, Annie Mist Þórisdóttir tóku á móti gestum íklædd íslenskum lopapeysum. Hafði Annie á orði að hún hefði lengi velt fyrir sér hvort íslenska skyrið væri ekki tilvalið til útflutnings. Var öllum boðið upp á skyr, boozt, íslenska fiskisúpu og pylsur. Hljómsveitirnar Sísý Ey, Víó og Retro Stefson spiluðu fyrir gesti ásamt DJ Margeiri og matreiðslumeistarinn Siggi Hall mætti jafnframt og töfraði fram rétti úr íslensku hráefni á sérstökum hátíðarkvöldverði sem fram fór á laugardagskvöldinu. Finnskir gestir hátíðarinnar ku hafa verið mjög ánægðir með hátíðina og virðist sem ekki aðeins íslenskt skyr fari vel ofan í Finna, heldur líka íslensk tónlist og íslenskur matur.Að neðan má sjá skemmtilega mynd sem DJ Margeir birti af íslensku skemmtikröftunum í góðum gír um helgina.Allt eðlilegt hér.Posted by Margeir Steinar Ingólfsson on Friday, September 25, 2015 Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Heljarinnar skyrhátíð var haldin á lítilli eyju utan við Helsinki í Finnlandi um helgina. Fékk eyjan tímabundið nafnið Skyr Islandi, með vísun til skyrs og Íslands, en því var fagnað að sala skyrs hefur margfaldast þar í landi á undanförnum árum. Að því er segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni er nú meiri sala á skyri í Finnlandi en hér á Íslandi. Útflutningur MS á skyri til Finnlands hófst með ferðalagi ungs manns að nafni Miikka Eskola til Íslands fyrir tæpum fimm árum síðan. Hann kolféll víst fyrir íslenska skyrinu og í framhaldinu hóf MS samstarf og útflutning á skyrinu til Finnlands. „Nú er svo komið að eftirspurnin er mun meiri en framboðið þar sem framleiðslugetan annar vart eftirspurn en skyrið fyrir finnska markaðinn er bæði framleitt hér á Íslandi og hjá Thise-mjólkurbúinu í Danmörku fyrir MS.“ Í tilkynningunni frá MS segir að þegar hugmyndin um skyrhátíð hafi kviknað hafi skipuleggjendur ólmir viljað gefa gestum sínum meira en skyr að borða og því var sú nýstárlega leið farin að flytja Ísland til Finnlands yfir eina helgi með öllu tilheyrandi. Fjölmargir íslenskir listamenn lögðu leið sína til eyjunnar af þessu tilefni og lögðu sitt af mörkum til að gera upplifun gestanna sem besta.Að neðan má sjá myndband frá hátíðinni um helgina þar sem þau Annie Mist og Hafþór Júlíus bregða á leik. Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og tvöfaldur heimsmeistari í Crossift, Annie Mist Þórisdóttir tóku á móti gestum íklædd íslenskum lopapeysum. Hafði Annie á orði að hún hefði lengi velt fyrir sér hvort íslenska skyrið væri ekki tilvalið til útflutnings. Var öllum boðið upp á skyr, boozt, íslenska fiskisúpu og pylsur. Hljómsveitirnar Sísý Ey, Víó og Retro Stefson spiluðu fyrir gesti ásamt DJ Margeiri og matreiðslumeistarinn Siggi Hall mætti jafnframt og töfraði fram rétti úr íslensku hráefni á sérstökum hátíðarkvöldverði sem fram fór á laugardagskvöldinu. Finnskir gestir hátíðarinnar ku hafa verið mjög ánægðir með hátíðina og virðist sem ekki aðeins íslenskt skyr fari vel ofan í Finna, heldur líka íslensk tónlist og íslenskur matur.Að neðan má sjá skemmtilega mynd sem DJ Margeir birti af íslensku skemmtikröftunum í góðum gír um helgina.Allt eðlilegt hér.Posted by Margeir Steinar Ingólfsson on Friday, September 25, 2015
Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira