Hvernig var þetta hægt? Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2015 14:14 Þegar bílar rekast á í aksturskeppnum er niðurstaðan sjaldnast svona snyrtileg. Þessi ótrúlega staða kom nú samt upp í Porsche Carrera Cup í Frakklandi um helgina. Þá lögðu fjölmargir Porsche 911 Carrera bílar af stað í einu og fullþröngt var í fyrstu beygjunni og endaði einn þeirra svona líka fagmannlega ofan á bíl annars keppanda og vart sást á bílunum eftir atvikið. Þetta má sjá gerast hér í myndskeiðinu að ofan og það er jafn forvitnilegt áhorfs og niðurstaðan og gerist merkilega hægt. Ekki er hægt að kvarta yfir styrknum í þaki neðri bílsins en búast má við því að það sé styrkt með veltigrind eins og í öðrum keppnisökubílum. Svo tæplega vegur efri bíllinn salt á þeim neðri að ekki var heiglum hent fyrir ökumann þess efri að yfirgefa bíl sinn án þess að bíllinn ylti niður aftur. Fyrir þá fáu sem eiga fleiri en einn Porsche 911 er núna gott að vita til þess að hægt er að spara sér bílskúrs- eða bílastæðapláss með því að leggja þeim bara hvorum ofan á annan. Þeir þola það greinilega vel. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Þegar bílar rekast á í aksturskeppnum er niðurstaðan sjaldnast svona snyrtileg. Þessi ótrúlega staða kom nú samt upp í Porsche Carrera Cup í Frakklandi um helgina. Þá lögðu fjölmargir Porsche 911 Carrera bílar af stað í einu og fullþröngt var í fyrstu beygjunni og endaði einn þeirra svona líka fagmannlega ofan á bíl annars keppanda og vart sást á bílunum eftir atvikið. Þetta má sjá gerast hér í myndskeiðinu að ofan og það er jafn forvitnilegt áhorfs og niðurstaðan og gerist merkilega hægt. Ekki er hægt að kvarta yfir styrknum í þaki neðri bílsins en búast má við því að það sé styrkt með veltigrind eins og í öðrum keppnisökubílum. Svo tæplega vegur efri bíllinn salt á þeim neðri að ekki var heiglum hent fyrir ökumann þess efri að yfirgefa bíl sinn án þess að bíllinn ylti niður aftur. Fyrir þá fáu sem eiga fleiri en einn Porsche 911 er núna gott að vita til þess að hægt er að spara sér bílskúrs- eða bílastæðapláss með því að leggja þeim bara hvorum ofan á annan. Þeir þola það greinilega vel.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent