Rúnar, sem leikstýrir og skrifar handritið að myndinni, veitti verðlaununum viðtöku á hátíðinni, sem fram fer í borginni San Sebastián í Baskalandi á Spáni. Þrestir fjallar um Ara, sextán ára pilt leikinn af Atla Óskari Fjalarssyni, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að dvelja hjá föður sínum um tíma.
Sjá einnig: Eiginhandaáritanir og myndatökur
Aðeins ein íslensk kvikmynd hefur áður hlotið aðalverðlaunin á A-kvikmyndahátíð, en það er Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hún hlaut Kristalhnöttinn svokallaða á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi árið 2007. Hrútar, mynd Gríms Hákonarsonar, hlaut sem kunnugt er aðalverðlaun í flokknum Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár en ekki aðalverðlaun hátíðarinnar.
Þrestir er önnur kvikmynd Rúnars í fullri lengd, sú fyrsta var Eldfjall sem var heimsfrumsýnd á Director's Fortnight-hluta Cannes-hátíðarinnar árið 2011. Eldfjall ferðaðist víða um kvikmyndahátíðir heimsins og það sama má segja um tvær stuttmynda Rúnars, Smáfugla og Síðasta bæinn. Sú síðarnefnda hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu leiknu stuttmynd árið 2006.
La Concha de Oro a la mejor Película del #63SSIFF es para Sparrows, de Rúnar Rúnarsson pic.twitter.com/CfAxCMpYq6
— Festival S.Sebastián (@sansebastianfes) September 26, 2015