Aukin vinnuþjarkavæðing gæti flutt störf frá Kína til vesturlanda Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2015 11:13 Búist er við því að kostnaður við framleiðslu falli um 18 til 33 prósent til ársins 2025 vegna síaukinnar notkunar vinnuþjarka. Sílækkandi verð vinnuþjarka (róbota) sem notaðir eru við samsetningu bíla mun líklega flytja framleiðslu í auknu mæli frá löndum þar sem laun er lág aftur til baka til þróaðri iðnríkja á vesturlöndum, svo sem Þýskalands og Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forstjóra Magna International, Donald Walker á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfürt. Það sem hjálpað gæti þessari þróun enn frekar eru síhækkandi laun í Kína og kostnaðurinn við að flytja þunga íhluti á milli heimsálfa, svo sem þungra rafhlaða. Því sé hentugra að framleiða slíka íhluti nær samsetningarverksmiðjum heimafyrir. Búist er við því að kostnaður við framleiðslu falli um 18 til 33 prósent til ársins 2025 vegna síaukinnar notkunar vinnuþjarka. “Ég sé það fyrir mér að á næstu árum muni framleiðsla þungra og rúmmikilla íhluta í bíla flytjast nær þeim mörkuðum þar sem bílarnir eru seldir og með því minnka flutningar um heiminn og kostnaður lækkar í leiðinni”, sagði Walker. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Sílækkandi verð vinnuþjarka (róbota) sem notaðir eru við samsetningu bíla mun líklega flytja framleiðslu í auknu mæli frá löndum þar sem laun er lág aftur til baka til þróaðri iðnríkja á vesturlöndum, svo sem Þýskalands og Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forstjóra Magna International, Donald Walker á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfürt. Það sem hjálpað gæti þessari þróun enn frekar eru síhækkandi laun í Kína og kostnaðurinn við að flytja þunga íhluti á milli heimsálfa, svo sem þungra rafhlaða. Því sé hentugra að framleiða slíka íhluti nær samsetningarverksmiðjum heimafyrir. Búist er við því að kostnaður við framleiðslu falli um 18 til 33 prósent til ársins 2025 vegna síaukinnar notkunar vinnuþjarka. “Ég sé það fyrir mér að á næstu árum muni framleiðsla þungra og rúmmikilla íhluta í bíla flytjast nær þeim mörkuðum þar sem bílarnir eru seldir og með því minnka flutningar um heiminn og kostnaður lækkar í leiðinni”, sagði Walker.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent