Svona svindlaði Volkswagen: Málið útskýrt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. september 2015 18:07 Tilgangur hugbúnaðarins var að slökkva á mengunarvarnarbúnaði til að fá meira út úr vélinni og minni eyðslu. Vísir/AFP Volkswagen hefur gerst uppvíst að stórfelldu svindli í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Um er að ræða eitt af umfangsmeiri svindlmálum sem upp hafa komið í bílabransanum síðustu ár en þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er sá stærsti í heimi og báru margir traust til fyrirtækisins. En í hverju fólst svindlið? Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Bandaríska tæknisíðan The Verge gerði meðfylgjandi myndband um málið. Volkswagen's diesel scandal, explainedHow Volkswagen USA's side-stepped diesel emission laws.Posted by The Verge on Thursday, September 24, 2015 Volkswagen hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem svarar afskaplega litlu um svindlið. Þýdda útgáfu af yfirlýsingu fyrirtækisins má nálgast á vefsíðu Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi. Þar kemur þó fram að óhætt er að aka þeim bíla sem eru búnir þessum hugbúnaði. Ekki hefur verið greint frá hvaða bílar það eru hér á landi sem búnir eru þessum svindlbúnaði en 11 milljónir bíla á heimsvísu voru framleiddir með búnaðinum og eru líkur á að einhverjir þeirra hafi endað hér á landi. Volkswagen þarf þó á endanum að upplýsa um nákvæmlega hvaða bílar það eru sem búnir eru þessum svindlbúnaði og líklega verður framleiðandinn krafinn til að gera úrbætur á bílunum. Það gæti aftur á móti haft í för með sér aukna díseleyðslu fyrir eigendur með tilheyrandi kostnaði. Þegar hafa verið lögð drög að hópmálsóknum vegna svindlsins með það að markmiðið að tryggja eigendum Volkswagen bíla með svindlhugbúnaðinum bætur vegna málsins. Það má þó vera öllum ljóst að slík málaferli munu taka langan tíma og gætu liðið nokkur ár þangað til eigendur Volkswagen-bílanna fá nokkuð frá fyrirtækinu. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06 Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Volkswagen hefur gerst uppvíst að stórfelldu svindli í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Um er að ræða eitt af umfangsmeiri svindlmálum sem upp hafa komið í bílabransanum síðustu ár en þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er sá stærsti í heimi og báru margir traust til fyrirtækisins. En í hverju fólst svindlið? Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Bandaríska tæknisíðan The Verge gerði meðfylgjandi myndband um málið. Volkswagen's diesel scandal, explainedHow Volkswagen USA's side-stepped diesel emission laws.Posted by The Verge on Thursday, September 24, 2015 Volkswagen hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem svarar afskaplega litlu um svindlið. Þýdda útgáfu af yfirlýsingu fyrirtækisins má nálgast á vefsíðu Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi. Þar kemur þó fram að óhætt er að aka þeim bíla sem eru búnir þessum hugbúnaði. Ekki hefur verið greint frá hvaða bílar það eru hér á landi sem búnir eru þessum svindlbúnaði en 11 milljónir bíla á heimsvísu voru framleiddir með búnaðinum og eru líkur á að einhverjir þeirra hafi endað hér á landi. Volkswagen þarf þó á endanum að upplýsa um nákvæmlega hvaða bílar það eru sem búnir eru þessum svindlbúnaði og líklega verður framleiðandinn krafinn til að gera úrbætur á bílunum. Það gæti aftur á móti haft í för með sér aukna díseleyðslu fyrir eigendur með tilheyrandi kostnaði. Þegar hafa verið lögð drög að hópmálsóknum vegna svindlsins með það að markmiðið að tryggja eigendum Volkswagen bíla með svindlhugbúnaðinum bætur vegna málsins. Það má þó vera öllum ljóst að slík málaferli munu taka langan tíma og gætu liðið nokkur ár þangað til eigendur Volkswagen-bílanna fá nokkuð frá fyrirtækinu.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06 Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40
Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54
Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00
Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06
Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03