Flóttafólkinu verður skipt milli ríkja ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. september 2015 07:00 Flóttafólk bíður skráningar í búðum í Makedóníu, rétt við landamæri Grikklands. NordicPhotos/AFP Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur gengið heldur illa að koma sér saman um flóttamannakvóta, þar sem hvert ríki tæki við ákveðnum fjölda flóttamanna í samræmi við fólksfjölda og efnahagsástand viðtökulandsins. Á fundi innanríkisráðherra aðildarríkjanna í gær var samt tekin ákvörðun um að tekið verði við 120 þúsund flóttamönnum, til viðbótar við þá 40 þúsund sem áður var búið að semja um. Ríkin í austanverðri álfunni hafa verið treg til að vera með í þessu, en reynt verður að leysa úr deilunni á óformlegum leiðtogafundi í Brussel í kvöld. Harðasta andstaðan kemur frá Ungverjalandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rúmeníu. Þessi ríki stóðu ekki að samkomulaginu sem tókst á fundi innanríkisráðherranna í gær. Ekkert samkomulag hafði náðst á fundi fastafulltrúa aðildarríkjanna í gær, og utanríkisráðherrum austur-evrópsku aðildarríkjanna tókst heldur ekki að finna neina lausn á sínum fundi á mánudaginn. Til þess að liðka fyrir var ein hugmyndin sú að ríkin fái greiddar 6.000 evrur frá Evrópusambandinu fyrir hvern flóttamann, sem þau taka við. Þetta samsvarar um það bil 860 þúsund krónum. Þau ríki, sem neita að taka við flóttafólki samkvæmt kvótaskiptingunni, gætu á hinn bóginn þurft að greiða 6.500 evrur til Evrópusambandsins. Þýskaland reiknar með að taka við 800 þúsund flóttamönnum á þessu ári og hugsanlega enn fleiri á næsta ári. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, sendi frá sér skýrslu í gær þar sem minnt er á að Þjóðverjar hafi tekið við þremur milljónum manna frá fyrrverandi austantjaldsríkjum á síðasta áratug 20. aldarinnar, eftir að Berlínarmúrinn féll og þýsku ríkin tvö sameinuðust. Þá hafi Þjóðverjar um sama leyti tekið við nærri 400 þúsund flóttamönnum frá Bosníu og Kosovo, þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst. Árið 1992, þegar Bosníustríðið var að hefjast, flúðu 630 þúsund manns þaðan til annarra ríkja Evrópu, en á þessu ári hafa meira en 700 þúsund flóttamenn leitað hælis í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flestir þeirra koma frá Sýrlandi, yfir landamærin til Tyrklands og þaðan yfir hafið til Grikklands og svo áfram norður Balkanskaga. „Þetta gengur ekkert án stuðnings frá Tyrklandi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, en hún hyggst nú hefja nánara samstarf við Tyrkland í málefnum flóttamanna. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45 Setja 1.450 milljónir króna í móttöku flóttafólks Aukaríkisstjórnarfundur hófst klukkan 13 þar sem málefni flóttamanna eru meðal annars rædd. 19. september 2015 13:15 Segja flóttamennina ógna Evrópu Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins. 21. september 2015 22:28 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur gengið heldur illa að koma sér saman um flóttamannakvóta, þar sem hvert ríki tæki við ákveðnum fjölda flóttamanna í samræmi við fólksfjölda og efnahagsástand viðtökulandsins. Á fundi innanríkisráðherra aðildarríkjanna í gær var samt tekin ákvörðun um að tekið verði við 120 þúsund flóttamönnum, til viðbótar við þá 40 þúsund sem áður var búið að semja um. Ríkin í austanverðri álfunni hafa verið treg til að vera með í þessu, en reynt verður að leysa úr deilunni á óformlegum leiðtogafundi í Brussel í kvöld. Harðasta andstaðan kemur frá Ungverjalandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rúmeníu. Þessi ríki stóðu ekki að samkomulaginu sem tókst á fundi innanríkisráðherranna í gær. Ekkert samkomulag hafði náðst á fundi fastafulltrúa aðildarríkjanna í gær, og utanríkisráðherrum austur-evrópsku aðildarríkjanna tókst heldur ekki að finna neina lausn á sínum fundi á mánudaginn. Til þess að liðka fyrir var ein hugmyndin sú að ríkin fái greiddar 6.000 evrur frá Evrópusambandinu fyrir hvern flóttamann, sem þau taka við. Þetta samsvarar um það bil 860 þúsund krónum. Þau ríki, sem neita að taka við flóttafólki samkvæmt kvótaskiptingunni, gætu á hinn bóginn þurft að greiða 6.500 evrur til Evrópusambandsins. Þýskaland reiknar með að taka við 800 þúsund flóttamönnum á þessu ári og hugsanlega enn fleiri á næsta ári. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, sendi frá sér skýrslu í gær þar sem minnt er á að Þjóðverjar hafi tekið við þremur milljónum manna frá fyrrverandi austantjaldsríkjum á síðasta áratug 20. aldarinnar, eftir að Berlínarmúrinn féll og þýsku ríkin tvö sameinuðust. Þá hafi Þjóðverjar um sama leyti tekið við nærri 400 þúsund flóttamönnum frá Bosníu og Kosovo, þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst. Árið 1992, þegar Bosníustríðið var að hefjast, flúðu 630 þúsund manns þaðan til annarra ríkja Evrópu, en á þessu ári hafa meira en 700 þúsund flóttamenn leitað hælis í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flestir þeirra koma frá Sýrlandi, yfir landamærin til Tyrklands og þaðan yfir hafið til Grikklands og svo áfram norður Balkanskaga. „Þetta gengur ekkert án stuðnings frá Tyrklandi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, en hún hyggst nú hefja nánara samstarf við Tyrkland í málefnum flóttamanna.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45 Setja 1.450 milljónir króna í móttöku flóttafólks Aukaríkisstjórnarfundur hófst klukkan 13 þar sem málefni flóttamanna eru meðal annars rædd. 19. september 2015 13:15 Segja flóttamennina ógna Evrópu Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins. 21. september 2015 22:28 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45
Setja 1.450 milljónir króna í móttöku flóttafólks Aukaríkisstjórnarfundur hófst klukkan 13 þar sem málefni flóttamanna eru meðal annars rædd. 19. september 2015 13:15
Segja flóttamennina ógna Evrópu Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins. 21. september 2015 22:28