Er til flottari hurðaopnun en í Tesla Model X? Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2015 10:15 Nú þegar Tesla hefur kynnt nýjasta bíls sinn, Model X, með mögnuðum fiðrildahurðum sem vakið hafa tilhlíðilega athygli má velt því fyrir sér hvort einhver bílaframleiðandi hafi einhverntíma kynnt magnaðaðri opnun hurða í bíla sína. Árið 1993 sýndi Lincoln fyrirtækið í Bandaríkjunum þennan Lincoln Mark VIII bíl með hurðum sem féllu undir sílsa bílsins og tryggði eitt besta og aðgengilegasta inn- og útstig í bíl sem sögur fara af, bæði fyrir fram- og aftursætisfarþega. Lincoln hafði áhyggjur af því að stór hurð þessa bíls myndi skapa vandræði í þröngri borgarumferð. Lincoln fól sérlausnafyrirtækinu Joalto Design í Detroit að leysa þetta vandamál og Joalto sendi þessa pródótýpu til baka. Ford, eigandi Lincoln líkaði, þótt ótrúlegt megi virðast, ekki við þessa lausn og fyrirskipaði að þeim tveimur bílum sem breytt var á þennan hátt yrði eytt, sem og öllum sönnunargögnum um þá. Sem betur fer var það ekki gert og þessir bílar eru ennþá til. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Nú þegar Tesla hefur kynnt nýjasta bíls sinn, Model X, með mögnuðum fiðrildahurðum sem vakið hafa tilhlíðilega athygli má velt því fyrir sér hvort einhver bílaframleiðandi hafi einhverntíma kynnt magnaðaðri opnun hurða í bíla sína. Árið 1993 sýndi Lincoln fyrirtækið í Bandaríkjunum þennan Lincoln Mark VIII bíl með hurðum sem féllu undir sílsa bílsins og tryggði eitt besta og aðgengilegasta inn- og útstig í bíl sem sögur fara af, bæði fyrir fram- og aftursætisfarþega. Lincoln hafði áhyggjur af því að stór hurð þessa bíls myndi skapa vandræði í þröngri borgarumferð. Lincoln fól sérlausnafyrirtækinu Joalto Design í Detroit að leysa þetta vandamál og Joalto sendi þessa pródótýpu til baka. Ford, eigandi Lincoln líkaði, þótt ótrúlegt megi virðast, ekki við þessa lausn og fyrirskipaði að þeim tveimur bílum sem breytt var á þennan hátt yrði eytt, sem og öllum sönnunargögnum um þá. Sem betur fer var það ekki gert og þessir bílar eru ennþá til.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent