Sjálfakandi Actros flutningabíll Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 14:27 Mercedes Benz Actros flutningabíllinn á A8 hraðbrautinni. Mercedes-Benz Actros fltningabíl var á dögunum prófaður á A8 hraðbrautinni milli Denkendorf og Stuttgart í Þýskalandi með Highway Pilot sjálfstýringarbúnaði. Actros er fyrsti fjöldaframleiddi atvinnubíllinn sem prófaður hefur með Highway Pilot sjálfstýringu á vegum fyrir almenna umferð. Á þessu ári hefur Mercedes-Benz staðið fyrir fjölmörgum prófunum á sjálfakandi atvinnubílum á lokuðum vegum og æfingabrautum. Þessi sjálfvirki búnaður er talinn sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Bíllinn er búinn fjölda myndavéla og nema sem greina umferð og stórt svæði fyrir framan og í kringum bílinn. Ökumaður getur valið um hvort hann vill aka bílnum sjálfur eða hvort hann vill slappa af og láta bílinn um aksturinn. Sjálfstýringin passar m.a. upp á að halda bílnum á réttri akrein og í öruggri akstursfjarlægð frá bílnum á undan. Ef fjarlægðin á milli bíla minnkar þá bremsar bíllinn sjálfkrafa með þessum búnaði. Þannig getur ökumaður slakað á og þarf ekki að hafa áhyggjur á meðan sjálfstýringin er í gangi. „Þessi reynsluakstur með hinum nýja Highway Pilot búnaði er enn eitt mikilvægt skrefið í átt að auknum sjálfvirkum akstri atvinnubíla og öruggum, sjálfbærum vegaflutningum framtíðarinnar,“ segir Dr Wolfgang Bernhard, stjórnarmaður hjá Daimler AG. Hann sat sjálfur í ökumannsætinu á Actros bílnum í þessum tiltekna reynsluakstri sem heppnaðist mjög vel. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Mercedes-Benz Actros fltningabíl var á dögunum prófaður á A8 hraðbrautinni milli Denkendorf og Stuttgart í Þýskalandi með Highway Pilot sjálfstýringarbúnaði. Actros er fyrsti fjöldaframleiddi atvinnubíllinn sem prófaður hefur með Highway Pilot sjálfstýringu á vegum fyrir almenna umferð. Á þessu ári hefur Mercedes-Benz staðið fyrir fjölmörgum prófunum á sjálfakandi atvinnubílum á lokuðum vegum og æfingabrautum. Þessi sjálfvirki búnaður er talinn sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Bíllinn er búinn fjölda myndavéla og nema sem greina umferð og stórt svæði fyrir framan og í kringum bílinn. Ökumaður getur valið um hvort hann vill aka bílnum sjálfur eða hvort hann vill slappa af og láta bílinn um aksturinn. Sjálfstýringin passar m.a. upp á að halda bílnum á réttri akrein og í öruggri akstursfjarlægð frá bílnum á undan. Ef fjarlægðin á milli bíla minnkar þá bremsar bíllinn sjálfkrafa með þessum búnaði. Þannig getur ökumaður slakað á og þarf ekki að hafa áhyggjur á meðan sjálfstýringin er í gangi. „Þessi reynsluakstur með hinum nýja Highway Pilot búnaði er enn eitt mikilvægt skrefið í átt að auknum sjálfvirkum akstri atvinnubíla og öruggum, sjálfbærum vegaflutningum framtíðarinnar,“ segir Dr Wolfgang Bernhard, stjórnarmaður hjá Daimler AG. Hann sat sjálfur í ökumannsætinu á Actros bílnum í þessum tiltekna reynsluakstri sem heppnaðist mjög vel.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent