Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2015 09:42 Vísir/Getty Jürgen Klopp sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun. Eins og búast mátti við var fundurinn líflegur og lét Klopp mörg stórskemmtileg ummæli falla. Klopp var minntur á að þegar Jose Mourinho var fyrst ráðinn til Chelsea sagðist hann vera „sá sérstaki“ eins og margfrægt er orðið. Klopp var því beðinn um að lýsa sjálfum sér.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Ég er bara venjulegur maður frá Svartaskógi í Þýskalandi. Ég var miðlungsfótboltamaður og gerðist þjálfari hjá mjög sérstökum félögum. En ég er algjörlega venjulegur maður. Ég er sá venjulegi,“ sagði Klopp og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.Vísir/GettyFundurinn var langur og svör Klopp voru ítarleg. Meðal þess sem hann sagði að hann telur að Liverpool getur unnið titil á næstu fjórum árum. Hann bað þó um þolinmæði. „Þetta er allt saman óraunverulegt fyrir manni,“ sagði Klopp sem skrifaði undir þriggja ára samning við Liverpool í gærkvöldi. Umstangið síðustu daga hefur verið mikið en Klopp segist ekki hafa áhuga á slíku. „Ég er venjulegur knattspyrnustjóri og vil vinna með liðinu og vera á hliðarlínunni. Þegar ég fór frá Dortmund [í sumar] fannst mér mikilvægara að hugsa um hvað fólki fannst um mig þegar ég kvaddi félagið - ekki þegar ég kom.“ „En ég bið um að fá tíma. Með þolinmæði og vinnu getur Liverpool náð árangri. Ef við sitjum hér saman eftir fjögur ár þá verður kominn titill á því tímabili.“Vísir/GettyKlopp segir að hann telji það ekki vandamál að starfa með félagskiptanefnd Liverpool sem ákveður stefnu liðsins í leikmannakaupum. „Hvað mig varðar er það nóg að eiga fyrsta og síðasta orðið. Þess á milli má ræða allt saman. Það myndi ekki taka langan tíma því við viljum aðeins ræða um mjög góða leikmenn.“ Hann vill snúa við gengi liðsins og segir að nú sé rétti tíminn fyrir félagið að byrja upp á nýtt. „Það skiptir ekki svo miklu máli hver verður meistari heldur en að við spilum okkar leik og njótum trausts og stuðnings fólksins. Við verðum að breytast úr efasemdarfólki í fólk sem trúir.“ Klopp sagði að það væri mikill heiður að fá að þjálfa jafn stórt félag og Liverpool. „Þetta er mesti heiður sem ég get ímyndað mér. Þetta er eitt stærsta félag heims. Ég fæ nú tækifæri til að hjálpa félaginu að komast úr aðstæðum sem eru ekki jafn slæmar og margir í þessu herbergi álíta. Þetta er góður tími fyrir mína aðkomu að liðinu. Ég er stoltur.“ „Þetta er ekki venjulegt félag. Þetta er sérstakt félag.“Behind the scenes at Anfield with Jürgen Klopp. See even more golden moments from the new manager's first day only on LFCTV and LFCTV GO by subscribing now: http://www.liverpoolfc.com/watch #KloppLFCPosted by Liverpool FC on Friday, October 9, 2015 Enski boltinn Tengdar fréttir „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Sjá meira
Jürgen Klopp sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun. Eins og búast mátti við var fundurinn líflegur og lét Klopp mörg stórskemmtileg ummæli falla. Klopp var minntur á að þegar Jose Mourinho var fyrst ráðinn til Chelsea sagðist hann vera „sá sérstaki“ eins og margfrægt er orðið. Klopp var því beðinn um að lýsa sjálfum sér.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Ég er bara venjulegur maður frá Svartaskógi í Þýskalandi. Ég var miðlungsfótboltamaður og gerðist þjálfari hjá mjög sérstökum félögum. En ég er algjörlega venjulegur maður. Ég er sá venjulegi,“ sagði Klopp og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.Vísir/GettyFundurinn var langur og svör Klopp voru ítarleg. Meðal þess sem hann sagði að hann telur að Liverpool getur unnið titil á næstu fjórum árum. Hann bað þó um þolinmæði. „Þetta er allt saman óraunverulegt fyrir manni,“ sagði Klopp sem skrifaði undir þriggja ára samning við Liverpool í gærkvöldi. Umstangið síðustu daga hefur verið mikið en Klopp segist ekki hafa áhuga á slíku. „Ég er venjulegur knattspyrnustjóri og vil vinna með liðinu og vera á hliðarlínunni. Þegar ég fór frá Dortmund [í sumar] fannst mér mikilvægara að hugsa um hvað fólki fannst um mig þegar ég kvaddi félagið - ekki þegar ég kom.“ „En ég bið um að fá tíma. Með þolinmæði og vinnu getur Liverpool náð árangri. Ef við sitjum hér saman eftir fjögur ár þá verður kominn titill á því tímabili.“Vísir/GettyKlopp segir að hann telji það ekki vandamál að starfa með félagskiptanefnd Liverpool sem ákveður stefnu liðsins í leikmannakaupum. „Hvað mig varðar er það nóg að eiga fyrsta og síðasta orðið. Þess á milli má ræða allt saman. Það myndi ekki taka langan tíma því við viljum aðeins ræða um mjög góða leikmenn.“ Hann vill snúa við gengi liðsins og segir að nú sé rétti tíminn fyrir félagið að byrja upp á nýtt. „Það skiptir ekki svo miklu máli hver verður meistari heldur en að við spilum okkar leik og njótum trausts og stuðnings fólksins. Við verðum að breytast úr efasemdarfólki í fólk sem trúir.“ Klopp sagði að það væri mikill heiður að fá að þjálfa jafn stórt félag og Liverpool. „Þetta er mesti heiður sem ég get ímyndað mér. Þetta er eitt stærsta félag heims. Ég fæ nú tækifæri til að hjálpa félaginu að komast úr aðstæðum sem eru ekki jafn slæmar og margir í þessu herbergi álíta. Þetta er góður tími fyrir mína aðkomu að liðinu. Ég er stoltur.“ „Þetta er ekki venjulegt félag. Þetta er sérstakt félag.“Behind the scenes at Anfield with Jürgen Klopp. See even more golden moments from the new manager's first day only on LFCTV and LFCTV GO by subscribing now: http://www.liverpoolfc.com/watch #KloppLFCPosted by Liverpool FC on Friday, October 9, 2015
Enski boltinn Tengdar fréttir „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Sjá meira
„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45
Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30