Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2015 09:42 Vísir/Getty Jürgen Klopp sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun. Eins og búast mátti við var fundurinn líflegur og lét Klopp mörg stórskemmtileg ummæli falla. Klopp var minntur á að þegar Jose Mourinho var fyrst ráðinn til Chelsea sagðist hann vera „sá sérstaki“ eins og margfrægt er orðið. Klopp var því beðinn um að lýsa sjálfum sér.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Ég er bara venjulegur maður frá Svartaskógi í Þýskalandi. Ég var miðlungsfótboltamaður og gerðist þjálfari hjá mjög sérstökum félögum. En ég er algjörlega venjulegur maður. Ég er sá venjulegi,“ sagði Klopp og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.Vísir/GettyFundurinn var langur og svör Klopp voru ítarleg. Meðal þess sem hann sagði að hann telur að Liverpool getur unnið titil á næstu fjórum árum. Hann bað þó um þolinmæði. „Þetta er allt saman óraunverulegt fyrir manni,“ sagði Klopp sem skrifaði undir þriggja ára samning við Liverpool í gærkvöldi. Umstangið síðustu daga hefur verið mikið en Klopp segist ekki hafa áhuga á slíku. „Ég er venjulegur knattspyrnustjóri og vil vinna með liðinu og vera á hliðarlínunni. Þegar ég fór frá Dortmund [í sumar] fannst mér mikilvægara að hugsa um hvað fólki fannst um mig þegar ég kvaddi félagið - ekki þegar ég kom.“ „En ég bið um að fá tíma. Með þolinmæði og vinnu getur Liverpool náð árangri. Ef við sitjum hér saman eftir fjögur ár þá verður kominn titill á því tímabili.“Vísir/GettyKlopp segir að hann telji það ekki vandamál að starfa með félagskiptanefnd Liverpool sem ákveður stefnu liðsins í leikmannakaupum. „Hvað mig varðar er það nóg að eiga fyrsta og síðasta orðið. Þess á milli má ræða allt saman. Það myndi ekki taka langan tíma því við viljum aðeins ræða um mjög góða leikmenn.“ Hann vill snúa við gengi liðsins og segir að nú sé rétti tíminn fyrir félagið að byrja upp á nýtt. „Það skiptir ekki svo miklu máli hver verður meistari heldur en að við spilum okkar leik og njótum trausts og stuðnings fólksins. Við verðum að breytast úr efasemdarfólki í fólk sem trúir.“ Klopp sagði að það væri mikill heiður að fá að þjálfa jafn stórt félag og Liverpool. „Þetta er mesti heiður sem ég get ímyndað mér. Þetta er eitt stærsta félag heims. Ég fæ nú tækifæri til að hjálpa félaginu að komast úr aðstæðum sem eru ekki jafn slæmar og margir í þessu herbergi álíta. Þetta er góður tími fyrir mína aðkomu að liðinu. Ég er stoltur.“ „Þetta er ekki venjulegt félag. Þetta er sérstakt félag.“Behind the scenes at Anfield with Jürgen Klopp. See even more golden moments from the new manager's first day only on LFCTV and LFCTV GO by subscribing now: http://www.liverpoolfc.com/watch #KloppLFCPosted by Liverpool FC on Friday, October 9, 2015 Enski boltinn Tengdar fréttir „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Jürgen Klopp sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun. Eins og búast mátti við var fundurinn líflegur og lét Klopp mörg stórskemmtileg ummæli falla. Klopp var minntur á að þegar Jose Mourinho var fyrst ráðinn til Chelsea sagðist hann vera „sá sérstaki“ eins og margfrægt er orðið. Klopp var því beðinn um að lýsa sjálfum sér.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Ég er bara venjulegur maður frá Svartaskógi í Þýskalandi. Ég var miðlungsfótboltamaður og gerðist þjálfari hjá mjög sérstökum félögum. En ég er algjörlega venjulegur maður. Ég er sá venjulegi,“ sagði Klopp og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.Vísir/GettyFundurinn var langur og svör Klopp voru ítarleg. Meðal þess sem hann sagði að hann telur að Liverpool getur unnið titil á næstu fjórum árum. Hann bað þó um þolinmæði. „Þetta er allt saman óraunverulegt fyrir manni,“ sagði Klopp sem skrifaði undir þriggja ára samning við Liverpool í gærkvöldi. Umstangið síðustu daga hefur verið mikið en Klopp segist ekki hafa áhuga á slíku. „Ég er venjulegur knattspyrnustjóri og vil vinna með liðinu og vera á hliðarlínunni. Þegar ég fór frá Dortmund [í sumar] fannst mér mikilvægara að hugsa um hvað fólki fannst um mig þegar ég kvaddi félagið - ekki þegar ég kom.“ „En ég bið um að fá tíma. Með þolinmæði og vinnu getur Liverpool náð árangri. Ef við sitjum hér saman eftir fjögur ár þá verður kominn titill á því tímabili.“Vísir/GettyKlopp segir að hann telji það ekki vandamál að starfa með félagskiptanefnd Liverpool sem ákveður stefnu liðsins í leikmannakaupum. „Hvað mig varðar er það nóg að eiga fyrsta og síðasta orðið. Þess á milli má ræða allt saman. Það myndi ekki taka langan tíma því við viljum aðeins ræða um mjög góða leikmenn.“ Hann vill snúa við gengi liðsins og segir að nú sé rétti tíminn fyrir félagið að byrja upp á nýtt. „Það skiptir ekki svo miklu máli hver verður meistari heldur en að við spilum okkar leik og njótum trausts og stuðnings fólksins. Við verðum að breytast úr efasemdarfólki í fólk sem trúir.“ Klopp sagði að það væri mikill heiður að fá að þjálfa jafn stórt félag og Liverpool. „Þetta er mesti heiður sem ég get ímyndað mér. Þetta er eitt stærsta félag heims. Ég fæ nú tækifæri til að hjálpa félaginu að komast úr aðstæðum sem eru ekki jafn slæmar og margir í þessu herbergi álíta. Þetta er góður tími fyrir mína aðkomu að liðinu. Ég er stoltur.“ „Þetta er ekki venjulegt félag. Þetta er sérstakt félag.“Behind the scenes at Anfield with Jürgen Klopp. See even more golden moments from the new manager's first day only on LFCTV and LFCTV GO by subscribing now: http://www.liverpoolfc.com/watch #KloppLFCPosted by Liverpool FC on Friday, October 9, 2015
Enski boltinn Tengdar fréttir „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45
Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30