Húsleitir hjá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 14:13 Höfuðstöðvar Volkswagen eru í Wolfsburg. Þýsk dómsyfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og víðar í starfsstöðvum fyrirtækisins á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert í þeirri von að það mundi varpa ljósi á hverjir helst bera ábyrgðina á dísilvélasvindli því sem Volkswagen hefur orðið uppvíst af og hvernig var að því staðið. Dómsyfirvöld í Þýskalandi hófu rannsókn í síðustu viku á svindlinu eftir að hafa fengið kvartanir bæði frá almenningi og starfsfólki innan raða Volkswagen fyrirtækisins um þetta ráðabrugg yfirmanna Volkswagen. Iðnaðarráðherra Þýskalands hefur lagt áherslu á það að starfsfólk Volkswagen gjaldi ekki fyrir þetta svindl og að Volkswagen verði að gæta þess í hvívetna í viðleitni sinni til að leiðrétta mistök sín. Það sé ekki á þeirra ábyrgð að einhverjir yfirmenn Volkswagen skuli hafa tekið þessa ákvörðun. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Þýsk dómsyfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og víðar í starfsstöðvum fyrirtækisins á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert í þeirri von að það mundi varpa ljósi á hverjir helst bera ábyrgðina á dísilvélasvindli því sem Volkswagen hefur orðið uppvíst af og hvernig var að því staðið. Dómsyfirvöld í Þýskalandi hófu rannsókn í síðustu viku á svindlinu eftir að hafa fengið kvartanir bæði frá almenningi og starfsfólki innan raða Volkswagen fyrirtækisins um þetta ráðabrugg yfirmanna Volkswagen. Iðnaðarráðherra Þýskalands hefur lagt áherslu á það að starfsfólk Volkswagen gjaldi ekki fyrir þetta svindl og að Volkswagen verði að gæta þess í hvívetna í viðleitni sinni til að leiðrétta mistök sín. Það sé ekki á þeirra ábyrgð að einhverjir yfirmenn Volkswagen skuli hafa tekið þessa ákvörðun.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent