Fyrrum Top Gear liðar hefja tökur á nýjum þáttum Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 09:52 Þremenningarnir fyrir framan þrjá ofursportbíla við tökur á nýjum þáttum fyrir Amazon Prime. Þó svo ekki sé vitað hvenær sýningar á nýjum bílaþáttum þeirra fyrrum Top Gear liða, Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, né heldur hvað þættirnir eiga að heita, þá eru tökur hafnar á nýjum þáttum þeirra fyrir Amazon Prime. Eins og sést á myndinni að ofan eru þeir kollegar að taka til kostanna ofursportbílana Porsche 918 Spyder, Ferrari LaFerrari og McLaren P1 á keppnisbraut og verður forvitnilegt að sjá hver þeirra hlýtur mesta náð fyrir augum þremenninganna. Haft er eftir þremenningunum að umsvif þáttagerðarinnar sé ekki í líkingu við það sem var við gerð Top Gear þáttanna, en ekki vantar þó fólk á staðinn, eins og á myndinni sést. Það ríkir mikil gleði meðal þeirra þriggja að vera aftur farnir að taka upp bílaþætti og sérstaklega með óbreytt stjórnendalið sem staðið hefur þétt saman eftir að Jeremy Clarkson var vikið frá störfum á BBC. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Þó svo ekki sé vitað hvenær sýningar á nýjum bílaþáttum þeirra fyrrum Top Gear liða, Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, né heldur hvað þættirnir eiga að heita, þá eru tökur hafnar á nýjum þáttum þeirra fyrir Amazon Prime. Eins og sést á myndinni að ofan eru þeir kollegar að taka til kostanna ofursportbílana Porsche 918 Spyder, Ferrari LaFerrari og McLaren P1 á keppnisbraut og verður forvitnilegt að sjá hver þeirra hlýtur mesta náð fyrir augum þremenninganna. Haft er eftir þremenningunum að umsvif þáttagerðarinnar sé ekki í líkingu við það sem var við gerð Top Gear þáttanna, en ekki vantar þó fólk á staðinn, eins og á myndinni sést. Það ríkir mikil gleði meðal þeirra þriggja að vera aftur farnir að taka upp bílaþætti og sérstaklega með óbreytt stjórnendalið sem staðið hefur þétt saman eftir að Jeremy Clarkson var vikið frá störfum á BBC.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent