Craig útilokar að halda áfram sem Bond: „Myndi frekar skera mig á púls“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2015 09:54 Daniel Craig Vísir/getty images Daniel Craig hefur nú komið fram og gefið mjög sterklega til kynna að hann muni ekki leika James Bond lengur. Nýjasta myndin Spectre verður frumsýnd um heim allan eftir nokkrar vikur en Craig segir í samtali við Time Out magazine að aðeins peningar geti fengið hann aftur á settið. Þessi 47 ára leikari hefur nú leikið í fjórum James Bond myndum og þykir hann hafa staðið sig einstaklega vel. „Eins og staðan er núna þá myndi ég frekar skera mig á púls en að leika í annarri Bond-mynd,“ segir Daniel Craig. „Þetta er komið gott og núna vil ég bara halda áfram með minn feril.“ Aðrir miðlar höfðu áður greint frá því að Craig myndi halda áfram sem James Bond en leikarinn virðist hafa dregið af allan vafa um það mál.Sjá einnig: Craig er hvergi nærri hættur sem James Bond Þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar sem arftaki Craig eru Damian Lewis, Idris Elba og Tom Hardy. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Daniel Craig hefur nú komið fram og gefið mjög sterklega til kynna að hann muni ekki leika James Bond lengur. Nýjasta myndin Spectre verður frumsýnd um heim allan eftir nokkrar vikur en Craig segir í samtali við Time Out magazine að aðeins peningar geti fengið hann aftur á settið. Þessi 47 ára leikari hefur nú leikið í fjórum James Bond myndum og þykir hann hafa staðið sig einstaklega vel. „Eins og staðan er núna þá myndi ég frekar skera mig á púls en að leika í annarri Bond-mynd,“ segir Daniel Craig. „Þetta er komið gott og núna vil ég bara halda áfram með minn feril.“ Aðrir miðlar höfðu áður greint frá því að Craig myndi halda áfram sem James Bond en leikarinn virðist hafa dregið af allan vafa um það mál.Sjá einnig: Craig er hvergi nærri hættur sem James Bond Þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar sem arftaki Craig eru Damian Lewis, Idris Elba og Tom Hardy.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira