Gleði í herbúðum Brimborgar Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 09:34 Frá afhendingu Stálstýrisins í síðustu viku. Stefán Gleði ríkir hjá starfsfólki Brimborgar í kjölfar vals Bandalags íslenskra bílablaðamanna á Bíl ársins í ár. Alls féllu sex verðlaun í skaut Brimborgar, stálstýrið fyrir Bíl ársins, þrjú gullverðlaun í 5 flokkum bíla, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Aldrei fyrr hefur eitt bílaumboð hampað jafn mörgum verðlaunum sama árið. Volvo XC90 sigurvegariVolvo XC90 stóð uppi sem sigurvegari keppninnar í ár og hlaut stálstýrið. Það tók Volvo fjögur ár að þróa bílinn og fjárfest var fyrir meira en 11 milljarða dollara í verkefninu. Volvo XC90 hlaut einnig fyrstu verðlaun í flokki jeppa. Finnur Thorlacius, formaður Bandalags íslenskra bílablaðamanna hafði þetta að segja um Bíl ársins 2016 „Dómnefndin féll bæði fyrir ytra og innra útliti Volvo XC90 sem markar ný spor í bílahönnun, en ánægjan minnkaði ekki við akstur bílsins, auk þess sem verð hans ætti ekki fæla neinn frá.“ Yfir 100 nýir Volvo XC90 bílar hafa verið pantaðir.Fleiri verðlaun til BrimborgarAðrir bílar frá Brimborg hlutu einnig verðlaun. Mazda CX-3 var í fyrsta sæti í flokki jepplinga. Mikil eftirspurn hefur verið eftir Mazda CX-3 á heimsvísu og er Ísland engin undantekning og langur biðlisti myndast eftir bílnum. Vel á annað hundrað bílar hafa verið pantaðir. Hinn umtalaði Citroën C4 Cactus lenti einnig í fyrsta sæti í sínum flokki. Brimborg kynnti Citroën C4 Cactus í vor og nú aka um 100 Cactusar um göturnar. Á hliðum bílsins er Airbump hlífðarklæðning sem ver bílinn fyrir hnjaski í dagsins önn og gefur bílnum um leið afgerandi útlit. Útgangspunktar Citroën við hönnun bílsins voru ekkert prjál, hagnýt og djörf hönnun, einfaldleiki og lágt verð. Mazda2 hlaut þar að auki silfurverðlaun í flokki minni bíla og Ford Mondeo bronsverðlaun í flokki stærri fólksbíla.50% söluaukning hjá Brimborg í árBrimborg hefur selt 1.580 bíla frá áramótum en til samanburðar í fyrra voru seldir 1.050 bílar á sama tímabili. Um er að ræða 50% söluaukningu. Bílamarkaðurinn stendur nú í 12.660 bílum fyrstu 9 mánuði ársins og hefur vaxið á sama tíma um 43%. Brimborg hefur því aukið markaðshlutdeild sína. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent
Gleði ríkir hjá starfsfólki Brimborgar í kjölfar vals Bandalags íslenskra bílablaðamanna á Bíl ársins í ár. Alls féllu sex verðlaun í skaut Brimborgar, stálstýrið fyrir Bíl ársins, þrjú gullverðlaun í 5 flokkum bíla, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Aldrei fyrr hefur eitt bílaumboð hampað jafn mörgum verðlaunum sama árið. Volvo XC90 sigurvegariVolvo XC90 stóð uppi sem sigurvegari keppninnar í ár og hlaut stálstýrið. Það tók Volvo fjögur ár að þróa bílinn og fjárfest var fyrir meira en 11 milljarða dollara í verkefninu. Volvo XC90 hlaut einnig fyrstu verðlaun í flokki jeppa. Finnur Thorlacius, formaður Bandalags íslenskra bílablaðamanna hafði þetta að segja um Bíl ársins 2016 „Dómnefndin féll bæði fyrir ytra og innra útliti Volvo XC90 sem markar ný spor í bílahönnun, en ánægjan minnkaði ekki við akstur bílsins, auk þess sem verð hans ætti ekki fæla neinn frá.“ Yfir 100 nýir Volvo XC90 bílar hafa verið pantaðir.Fleiri verðlaun til BrimborgarAðrir bílar frá Brimborg hlutu einnig verðlaun. Mazda CX-3 var í fyrsta sæti í flokki jepplinga. Mikil eftirspurn hefur verið eftir Mazda CX-3 á heimsvísu og er Ísland engin undantekning og langur biðlisti myndast eftir bílnum. Vel á annað hundrað bílar hafa verið pantaðir. Hinn umtalaði Citroën C4 Cactus lenti einnig í fyrsta sæti í sínum flokki. Brimborg kynnti Citroën C4 Cactus í vor og nú aka um 100 Cactusar um göturnar. Á hliðum bílsins er Airbump hlífðarklæðning sem ver bílinn fyrir hnjaski í dagsins önn og gefur bílnum um leið afgerandi útlit. Útgangspunktar Citroën við hönnun bílsins voru ekkert prjál, hagnýt og djörf hönnun, einfaldleiki og lágt verð. Mazda2 hlaut þar að auki silfurverðlaun í flokki minni bíla og Ford Mondeo bronsverðlaun í flokki stærri fólksbíla.50% söluaukning hjá Brimborg í árBrimborg hefur selt 1.580 bíla frá áramótum en til samanburðar í fyrra voru seldir 1.050 bílar á sama tímabili. Um er að ræða 50% söluaukningu. Bílamarkaðurinn stendur nú í 12.660 bílum fyrstu 9 mánuði ársins og hefur vaxið á sama tíma um 43%. Brimborg hefur því aukið markaðshlutdeild sína.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent