Volkswagen býður 2.000 dollara afslátt við skipti á VW-bílum í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 14:31 Volkswagen bílasala í Bandaríkjunum. Volkswagen á á hættu að missa mikið af viðskiptavinum sínum í Bandaríkjunum vegna dísilsvindlsins, sem uppgötvaðist einmitt þar. Viðbrögð þeirra eru meðal annars fólgin í því að bjóða núverandi eigendum 2.000 dollara afslátt ef þeir skipta gamla bílnum uppí nýjan. Það á einnig við ef bílarnir eru leigðir eða keyptir undir starfsmenn af fyrirtækjum. Reyndar býður Volkswagen allt uppí 4.000 dollara afslátt fyrir dýrari gerðir bíla sinna, svo sem Touareg, CC og Eos blæjubílinn. Eins og sagt var frá hér fyrir stuttu var sala Volkswagen í Bandaríkjunum betri nú í september en í sama mánuði í fyrra og kom það mörgum á óvart. Það gæti þó breyst núna í október, en þessar aðgerðir eiga að koma í veg fyrir það en kosta Volkswagen í Bandaríkjunum skildinginn. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent
Volkswagen á á hættu að missa mikið af viðskiptavinum sínum í Bandaríkjunum vegna dísilsvindlsins, sem uppgötvaðist einmitt þar. Viðbrögð þeirra eru meðal annars fólgin í því að bjóða núverandi eigendum 2.000 dollara afslátt ef þeir skipta gamla bílnum uppí nýjan. Það á einnig við ef bílarnir eru leigðir eða keyptir undir starfsmenn af fyrirtækjum. Reyndar býður Volkswagen allt uppí 4.000 dollara afslátt fyrir dýrari gerðir bíla sinna, svo sem Touareg, CC og Eos blæjubílinn. Eins og sagt var frá hér fyrir stuttu var sala Volkswagen í Bandaríkjunum betri nú í september en í sama mánuði í fyrra og kom það mörgum á óvart. Það gæti þó breyst núna í október, en þessar aðgerðir eiga að koma í veg fyrir það en kosta Volkswagen í Bandaríkjunum skildinginn.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent