Bílaleigubílar 47% seldra bíla á árinu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 10:41 Sala jepplinga hefur verið í miklum blóma á Íslandi í ár. Hér sést Nissan Qashqai. Í ár hafa verið seldir 12.418 bílar og þar af 5.823 bílaleigubílar, eða 47% þeirra. Þeir voru 4.360 á sama tíma í fyrra. Fjölgun seldra bíla á árinu er 42% en 34% í bílaleigubílum. Það þýðir að fjölgun seldra bíla til almennings er meiri en í bílaleigubílum. Söluhæsta bílaumboð ársins er BL með 2.806 bíla og því ljóst að umboðið muni selja meira en 3.000 bíla í ár. BL seldi 197 bíla í september og ef salan verður viðlíka í þessum mánuði mun það takmark nást fyrir mánaðarmót og sala BL verða kringum 3.400 bíla í ár. Næstsöluhæsta umboðið er Hekla með 2.333 selda bíla og í þriðja sæti Toyota með 2.139 bíla. Mesti vöxtur í sölu á milli ára er hjá Toyota, en þar er 55% vöxtur. Hjá Brimborg nemur vöxturinn 49% og hjá BL 48%. Þar á eftir kemur Askja með 44% vöxt, Bernhard með 38% og Hekla með 37% vöxt. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Í ár hafa verið seldir 12.418 bílar og þar af 5.823 bílaleigubílar, eða 47% þeirra. Þeir voru 4.360 á sama tíma í fyrra. Fjölgun seldra bíla á árinu er 42% en 34% í bílaleigubílum. Það þýðir að fjölgun seldra bíla til almennings er meiri en í bílaleigubílum. Söluhæsta bílaumboð ársins er BL með 2.806 bíla og því ljóst að umboðið muni selja meira en 3.000 bíla í ár. BL seldi 197 bíla í september og ef salan verður viðlíka í þessum mánuði mun það takmark nást fyrir mánaðarmót og sala BL verða kringum 3.400 bíla í ár. Næstsöluhæsta umboðið er Hekla með 2.333 selda bíla og í þriðja sæti Toyota með 2.139 bíla. Mesti vöxtur í sölu á milli ára er hjá Toyota, en þar er 55% vöxtur. Hjá Brimborg nemur vöxturinn 49% og hjá BL 48%. Þar á eftir kemur Askja með 44% vöxt, Bernhard með 38% og Hekla með 37% vöxt.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent