Við getum öll lifað heilsusamlegum lífsstíl Sæunn Gísladóttir skrifar 2. október 2015 11:11 Alls kyns líkamsrækt verður í boði á sýningunni, meðal annars jóga. Vísir/getty Sýningin Heilsa og Lífsstíll 2015 verður haldin í Hörpunni alla helgina, frá föstudegi til sunnudags. Það eru 40 fyrirtæki sem koma að þessari sýningu sem tengjast heilsusamlegum lífsstíl með einum eða öðrum hætti. Það er mikil breidd í fyrirtækjahópnum en hér má sjá þau. Katrín A. Friðriksdóttir, sýningarstjóri, segist vona til að sjá alla á sýningunni. „Við viljum sjá alla þá sem hafa áhuga á heilsusamlegum lífstíl, bæði þá sem hafa tileinkað sér nú þegar þann lífsstíl og einnig þá sem vilja breyta lífsstíl sínum til hins betra." Hún vonast til að allt að 25 þúsund manns láti sjá sig um helgina. Ókeypis er inn á sýninguna sem er fyrsti viðburður að sínu tagi haldinn á landinu. Katrín segir að sér finnist íslensk heilsufyrirtæki standa framarlega í alþjóðlegum samanburði og spennandi verði að upplifa það sem fyrirtækin hafa upp á að bjóða. Á sýningunni verður hægt að smakka ýmislegt bæði heilsusúkkulaði og te, og skella sér í spinning og yoga. Svo verður hægt að fá nudd, vinna vinninga og kaupa vörur á tilboðsverði.Katrín A. Friðriksdóttir, sýningarstjóri.Sýningin er hugsuð bæði fyrir fullorðna og börn. „Íslendingar vilja eyða helgunum sínum með börnunum sínum, þannig að við reynum að stíla inn á það,“ segir Katrin. Íþróttaálfurinn mun því láta sjá sig, og breikstrákar frá Kramhúsinu taka einhver tryllt spor. Svo verður í boði zumba fyrir börn og allskonar uppákomur. „Harpa er rosalegur gæðastimpil og við erum mjög stolt af því að fá að halda þetta í Hörpunni. Það er oft kannski ógnvekjandi að mæta inn í líkamsræktarstöð og það getur verið ógnandi að koma inn í heilsubúð, en Harpan er hlutlaus staður fyrir alla og þá er auðvelt fyrir þá sem eru hræddir við að taka þetta skref að koma bara í Hörpuna." Samhliða sýningunni er fyrirlestraröð laugardag og sunnudag í Kaldalóni í Hörpunni þar sem 12 mismunandi fyrirlesarar koma fram með ólík málefni en þó öll tengd heilsu eða jafnvel óheilsu. „Við erum rosalega stolt af því að taka á móti fagaðilum úr sínum geira sem munu halda ernindi sem öll tengjast heilsunni, eins og heimsmet Íslendinga í svefnleysi, streita og fyrirtækjaheilsa. Þetta eru ólík viðfangsefni en öll sem tengjast heilsunni á einn eða annan hátt," segir Katrín. Katrín segir að lokum mikilvægt að sjá að við getum öll lifað heilsusamlegum lífstíl á okkar hátt. „Heilsusamlegur lífstíll felur það ekki endilega í sér að taka þetta alla leið. Þú ert að lifa heilsusamlegum lífstíl ef þú ert að hugsa vel um sjálfan þig og þykir vænt um sjálfan þig og passar upp á hvað þú borðar og upp á heilsuna og að sofa vel þó þú sért ekki fimm daga vikunnar í ræktinni eða alltaf að drekka próteinsjeik," segir Katrín. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Sýningin Heilsa og Lífsstíll 2015 verður haldin í Hörpunni alla helgina, frá föstudegi til sunnudags. Það eru 40 fyrirtæki sem koma að þessari sýningu sem tengjast heilsusamlegum lífsstíl með einum eða öðrum hætti. Það er mikil breidd í fyrirtækjahópnum en hér má sjá þau. Katrín A. Friðriksdóttir, sýningarstjóri, segist vona til að sjá alla á sýningunni. „Við viljum sjá alla þá sem hafa áhuga á heilsusamlegum lífstíl, bæði þá sem hafa tileinkað sér nú þegar þann lífsstíl og einnig þá sem vilja breyta lífsstíl sínum til hins betra." Hún vonast til að allt að 25 þúsund manns láti sjá sig um helgina. Ókeypis er inn á sýninguna sem er fyrsti viðburður að sínu tagi haldinn á landinu. Katrín segir að sér finnist íslensk heilsufyrirtæki standa framarlega í alþjóðlegum samanburði og spennandi verði að upplifa það sem fyrirtækin hafa upp á að bjóða. Á sýningunni verður hægt að smakka ýmislegt bæði heilsusúkkulaði og te, og skella sér í spinning og yoga. Svo verður hægt að fá nudd, vinna vinninga og kaupa vörur á tilboðsverði.Katrín A. Friðriksdóttir, sýningarstjóri.Sýningin er hugsuð bæði fyrir fullorðna og börn. „Íslendingar vilja eyða helgunum sínum með börnunum sínum, þannig að við reynum að stíla inn á það,“ segir Katrin. Íþróttaálfurinn mun því láta sjá sig, og breikstrákar frá Kramhúsinu taka einhver tryllt spor. Svo verður í boði zumba fyrir börn og allskonar uppákomur. „Harpa er rosalegur gæðastimpil og við erum mjög stolt af því að fá að halda þetta í Hörpunni. Það er oft kannski ógnvekjandi að mæta inn í líkamsræktarstöð og það getur verið ógnandi að koma inn í heilsubúð, en Harpan er hlutlaus staður fyrir alla og þá er auðvelt fyrir þá sem eru hræddir við að taka þetta skref að koma bara í Hörpuna." Samhliða sýningunni er fyrirlestraröð laugardag og sunnudag í Kaldalóni í Hörpunni þar sem 12 mismunandi fyrirlesarar koma fram með ólík málefni en þó öll tengd heilsu eða jafnvel óheilsu. „Við erum rosalega stolt af því að taka á móti fagaðilum úr sínum geira sem munu halda ernindi sem öll tengjast heilsunni, eins og heimsmet Íslendinga í svefnleysi, streita og fyrirtækjaheilsa. Þetta eru ólík viðfangsefni en öll sem tengjast heilsunni á einn eða annan hátt," segir Katrín. Katrín segir að lokum mikilvægt að sjá að við getum öll lifað heilsusamlegum lífstíl á okkar hátt. „Heilsusamlegur lífstíll felur það ekki endilega í sér að taka þetta alla leið. Þú ert að lifa heilsusamlegum lífstíl ef þú ert að hugsa vel um sjálfan þig og þykir vænt um sjálfan þig og passar upp á hvað þú borðar og upp á heilsuna og að sofa vel þó þú sért ekki fimm daga vikunnar í ræktinni eða alltaf að drekka próteinsjeik," segir Katrín.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira