Efnaminna fólk líklegra til að deyja í bílslysum Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2015 09:19 Eldri og minni bílar eru óöruggari en nýrri og stærri. Þegar kemur að dauðaslysum eru meiri líkur til þess að um efnaminna fólk sé að ræða en efnamikið. Nýleg rannsókn, gerð af American Journal of Epidemiology í Bandaríkjunum, leiðir þetta í ljós. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýna að fyrir hverja 100 þúsund mílur eknar deyja 7,5 manns meðal þeirra sem ekki eru með háskólanám að baki en aðeins 2,5 meðal þeirra sem gengið hafa í háskóla. Dauðaslysum í umferðinni í Bandaríkjunum hefur fækkað á undanförnum árum að síðasta ári undanskildu, en dauðaslys nú eru álíka mörg og á árunum fyrir 1950, eða um 32.000 á ári. Meginástæður þess að svo mikill munur er á dauðaslysum lítt efnaðra og efnaðra er rakið til samspils menntunar og efnahags og þeirri staðreynd að öruggir bílar eru dýrari en þeir óöruggari. Fátækara fólk á eldri og minni bíla en það efnameira á nýrri bíla með miklum öryggisbúnaði. Einnig býr efnaminna fólk á svæðum þar sem vegakerfið er vanþróaðra og pólitísk áhrif þeirra á umbætur eru minni. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent
Þegar kemur að dauðaslysum eru meiri líkur til þess að um efnaminna fólk sé að ræða en efnamikið. Nýleg rannsókn, gerð af American Journal of Epidemiology í Bandaríkjunum, leiðir þetta í ljós. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýna að fyrir hverja 100 þúsund mílur eknar deyja 7,5 manns meðal þeirra sem ekki eru með háskólanám að baki en aðeins 2,5 meðal þeirra sem gengið hafa í háskóla. Dauðaslysum í umferðinni í Bandaríkjunum hefur fækkað á undanförnum árum að síðasta ári undanskildu, en dauðaslys nú eru álíka mörg og á árunum fyrir 1950, eða um 32.000 á ári. Meginástæður þess að svo mikill munur er á dauðaslysum lítt efnaðra og efnaðra er rakið til samspils menntunar og efnahags og þeirri staðreynd að öruggir bílar eru dýrari en þeir óöruggari. Fátækara fólk á eldri og minni bíla en það efnameira á nýrri bíla með miklum öryggisbúnaði. Einnig býr efnaminna fólk á svæðum þar sem vegakerfið er vanþróaðra og pólitísk áhrif þeirra á umbætur eru minni.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent