Starfsfólk Volkswagen finnur fyrir samdrætti Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 15:48 Í einni af verksmiðjum Volkswagen. Það eru næstum helmingi fleiri sem vinna fyrir risafyrirtækið Volkswagen en búa hérlendis, eða 600.000 manns. Það eiga því margir mikið undir að fyrirtækið þurfi ekki að segja upp fólki, minnka vinnu eða lækka laun. Eðlilega eru viðbrögð Volkswagen á þá lund að fara nú varlega er kemur að fjárútlátum og fyrir því er starfsfólk Volkswagen strax farið að finna. Í einni stærstu vélaverksmiðju Volkswagen í Salzgitter í Þýskalandi, þar sem framleiddar eru 1,58 milljónir véla á ári, hefur einni vinnuvakt á viku verið felld niður og það mun líklega gerast víðar. Þá hefur Volkswagen sett á ráðningarbann í þeirri deild fyrirtækisins sem sér um bílalán. Lausráðnu fólki hefur verið sagt að það megi ekki vænta framtíðarráðningar. Hætt er við því að Volkswagen muni einnig spara sér mikið í auglýsingum á næstunni, enda væri það ef til vill ekki árangursríkt að auglýsa mikið nú rétt eftir uppgötvun svindlsins. Sama mun væntanlega eiga við kostunarmál, bónusa og arðgreiðslur á næstunni. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent
Það eru næstum helmingi fleiri sem vinna fyrir risafyrirtækið Volkswagen en búa hérlendis, eða 600.000 manns. Það eiga því margir mikið undir að fyrirtækið þurfi ekki að segja upp fólki, minnka vinnu eða lækka laun. Eðlilega eru viðbrögð Volkswagen á þá lund að fara nú varlega er kemur að fjárútlátum og fyrir því er starfsfólk Volkswagen strax farið að finna. Í einni stærstu vélaverksmiðju Volkswagen í Salzgitter í Þýskalandi, þar sem framleiddar eru 1,58 milljónir véla á ári, hefur einni vinnuvakt á viku verið felld niður og það mun líklega gerast víðar. Þá hefur Volkswagen sett á ráðningarbann í þeirri deild fyrirtækisins sem sér um bílalán. Lausráðnu fólki hefur verið sagt að það megi ekki vænta framtíðarráðningar. Hætt er við því að Volkswagen muni einnig spara sér mikið í auglýsingum á næstunni, enda væri það ef til vill ekki árangursríkt að auglýsa mikið nú rétt eftir uppgötvun svindlsins. Sama mun væntanlega eiga við kostunarmál, bónusa og arðgreiðslur á næstunni.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent