Bílar að andvirði 4,7 milljarða eyðilagðir við gerð Spectre Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 10:56 Skildi þessi Aston Martin DB10 hafa verið eyðilagður? Rétt eins og það er ómögulegt að búa til ommilettu án þess að brjóta nokkur egg er ekki hægt að gera James Bond mynd án þess að eyðileggja nokkra bíla. Það hljóta þó að vera ansi margir bílar sem voru eyðilagðir við upptökur á myndinni því virði þeirra var 37 milljónir dollar, eða ríflega 4,7 milljarðar króna. Þetta er að sjálfsögðu met í eyðileggingu bíla við gerð kvikmyndar. Tökur myndarinnar í Róm tók mestan tollinn en í Vatikaninu var bílum ekið á allt að 180 kílómetra ferð og endaði ferð þeirra flestra illa, en þetta atriði í myndinni tekur aðeins 4 sekúndur. Einir 10 Aston Martin DB10 bílar voru notaðir við gerð myndarinnar og eyðilögðust 7 þeirra. Það mun svo koma í ljós þann 6. nóvember hvort öll þessi eyðilegging hafi verið þess virði, en þá er Spectre, nýjasta James Bond myndin frumsýnd. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Rétt eins og það er ómögulegt að búa til ommilettu án þess að brjóta nokkur egg er ekki hægt að gera James Bond mynd án þess að eyðileggja nokkra bíla. Það hljóta þó að vera ansi margir bílar sem voru eyðilagðir við upptökur á myndinni því virði þeirra var 37 milljónir dollar, eða ríflega 4,7 milljarðar króna. Þetta er að sjálfsögðu met í eyðileggingu bíla við gerð kvikmyndar. Tökur myndarinnar í Róm tók mestan tollinn en í Vatikaninu var bílum ekið á allt að 180 kílómetra ferð og endaði ferð þeirra flestra illa, en þetta atriði í myndinni tekur aðeins 4 sekúndur. Einir 10 Aston Martin DB10 bílar voru notaðir við gerð myndarinnar og eyðilögðust 7 þeirra. Það mun svo koma í ljós þann 6. nóvember hvort öll þessi eyðilegging hafi verið þess virði, en þá er Spectre, nýjasta James Bond myndin frumsýnd.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent