Volkswagen tekið af umhverfislista Dow Jones Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 09:45 Hlutabréf í Volkswagen hafa fallið um 41%. Til er listi hjá Dow Jones yfir þau 10% fyrirtækja sem talin eru leiðandi í umhverfislegu tilliti í hverri atvinnugrein og á þeim lista hefur Volkswagen verið undanfarið. Nú hefur S&P Dow Jones Indices LLC og RobecoSAM tekið Volkswagen af þessum lista eftir dísilvélasvindl fyrirtækisins. Þar með er Volkswagen ekki lengur talið meðal fyrirtækja sem leiða umhverfisvæna stefnu í bíliðnaði. Hlutabréf í Volkswagen stóð í nærri 164 evrum á hlut fyrir tilkynningu EPA í Bandaríkjunum, en standa nú í 97,75 evrum. Það er hrun sem nemur um 41% á hlutabréfum í Volkswagen. Það þýðir að virði hlutbréfanna hefur fallið um 3.940 milljarða króna frá 18. september og vart er til dæmi um annað eins hrun. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent
Til er listi hjá Dow Jones yfir þau 10% fyrirtækja sem talin eru leiðandi í umhverfislegu tilliti í hverri atvinnugrein og á þeim lista hefur Volkswagen verið undanfarið. Nú hefur S&P Dow Jones Indices LLC og RobecoSAM tekið Volkswagen af þessum lista eftir dísilvélasvindl fyrirtækisins. Þar með er Volkswagen ekki lengur talið meðal fyrirtækja sem leiða umhverfisvæna stefnu í bíliðnaði. Hlutabréf í Volkswagen stóð í nærri 164 evrum á hlut fyrir tilkynningu EPA í Bandaríkjunum, en standa nú í 97,75 evrum. Það er hrun sem nemur um 41% á hlutabréfum í Volkswagen. Það þýðir að virði hlutbréfanna hefur fallið um 3.940 milljarða króna frá 18. september og vart er til dæmi um annað eins hrun.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent