Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2015 07:00 Tekið er að kólna hressilega í Þýskalandi, þar sem flóttamenn yfirgefa tjaldbúðir en fá inni í haldbetra húsnæði. vísir/epa „Þetta getur ekki gerst án Tyrklands,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við fréttamenn í Tyrklandi í gær, þar sem hann var spurður út í viðbrögð Evrópusambandsins við straumi flóttafólks. Hann sagði Vesturlöndin hafa áttað sig alltof seint á því að Tyrkland hlyti að gegna lykilhlutverki í þessum efnum, en spurði á móti hvers vegna í ósköpunum Evrópusambandið samþykkti þá ekki aðild Tyrklands. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær, var samþykkt að veita Tyrklandi allt að þremur milljörðum evra til að auka eftirlit sitt með ferðum flóttamanna yfir landamærin og hlúa að þeim sem þurfa að bíða í flóttamannabúðum. Gegn þessu eiga tyrkneskir ríkisborgarar meðal annars að fá auðveldari aðgang að vegabréfsáritun til Evrópu. Þá samþykktu leiðtogar Evrópusambandsins að setja nýjan kraft í aðildarviðræður Tyrklands. Donald Tusk, forseti ráðs Evrópusambandsins, segir að Tyrkir fái þó ekki fjárstuðning nema þeir sýni fram á raunverulegan árangur: „Ef þeir hjálpa okkur, þá hjálpum við þeim,“ sagði Tusk að loknum leiðtogafundinum í Brussel í gær. „Í grundvallaratriðum var niðurstaðan sú að betra sé að hýsa flóttafólk nær heimkynnum þess frekar en að við séum að greiða fyrir dvöl þess hér,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, en hún hefur lagt mikla áherslu á að ná samkomulagi við Tyrkland í þessu máli. Feridun Sinirlioglu, utanríkisráðherra Tyrklands, bar hins vegar í gær til baka fréttir um að samkomulagið væri í höfn. Enn væri aðeins um drög að samkomulagi að ræða, og hann var ósáttur við peningahliðina. Þjóðverjar hafa reiknað með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, flestum frá Sýrlandi. Merkel hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar eigi ekki að hika við að taka á móti öllum sem þangað leggja leið sína, en krefst þess jafnframt að önnur ESB-ríki leggi sitt af mörkum ekki síður en Þjóðverjar. Ungverjaland greip hins vegar í gær til þess ráðs að loka landamærum sínum að Króatíu, en stór hluti flóttafólksins hefur farið frá Tyrklandi yfir til Ungverjalands og þaðan áfram norður til Þýskalands og Skandinavíu. Flóttamenn Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
„Þetta getur ekki gerst án Tyrklands,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við fréttamenn í Tyrklandi í gær, þar sem hann var spurður út í viðbrögð Evrópusambandsins við straumi flóttafólks. Hann sagði Vesturlöndin hafa áttað sig alltof seint á því að Tyrkland hlyti að gegna lykilhlutverki í þessum efnum, en spurði á móti hvers vegna í ósköpunum Evrópusambandið samþykkti þá ekki aðild Tyrklands. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær, var samþykkt að veita Tyrklandi allt að þremur milljörðum evra til að auka eftirlit sitt með ferðum flóttamanna yfir landamærin og hlúa að þeim sem þurfa að bíða í flóttamannabúðum. Gegn þessu eiga tyrkneskir ríkisborgarar meðal annars að fá auðveldari aðgang að vegabréfsáritun til Evrópu. Þá samþykktu leiðtogar Evrópusambandsins að setja nýjan kraft í aðildarviðræður Tyrklands. Donald Tusk, forseti ráðs Evrópusambandsins, segir að Tyrkir fái þó ekki fjárstuðning nema þeir sýni fram á raunverulegan árangur: „Ef þeir hjálpa okkur, þá hjálpum við þeim,“ sagði Tusk að loknum leiðtogafundinum í Brussel í gær. „Í grundvallaratriðum var niðurstaðan sú að betra sé að hýsa flóttafólk nær heimkynnum þess frekar en að við séum að greiða fyrir dvöl þess hér,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, en hún hefur lagt mikla áherslu á að ná samkomulagi við Tyrkland í þessu máli. Feridun Sinirlioglu, utanríkisráðherra Tyrklands, bar hins vegar í gær til baka fréttir um að samkomulagið væri í höfn. Enn væri aðeins um drög að samkomulagi að ræða, og hann var ósáttur við peningahliðina. Þjóðverjar hafa reiknað með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, flestum frá Sýrlandi. Merkel hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar eigi ekki að hika við að taka á móti öllum sem þangað leggja leið sína, en krefst þess jafnframt að önnur ESB-ríki leggi sitt af mörkum ekki síður en Þjóðverjar. Ungverjaland greip hins vegar í gær til þess ráðs að loka landamærum sínum að Króatíu, en stór hluti flóttafólksins hefur farið frá Tyrklandi yfir til Ungverjalands og þaðan áfram norður til Þýskalands og Skandinavíu.
Flóttamenn Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent