Volvo rafvæðir allar bílgerðir Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 11:06 Brátt verða allar bílgerðir Volvo í boði sem tvinnbílar. Autoblog Brátt verða allar bílgerðir sem Volvo framleiðir í boði sem tvinnbílar sem stinga má í heimilisrafmagn (Plug-In-Hybrid). Ennfremur ætlar Volvo að koma með bíl á markað árið 2019 sem aðeins er drifinn áfram af rafmagni. Þeim fer því ört fjölgandi bílaframleiðendunum sem munu bjóða rafmagnsbíla. Nýjasti bíll Volvo, XC90 jeppinn verður einmitt í boði sem tvinnbíll, með 400 hestafla drifrás sem bæði styðst við 2,0 lítra bensínvél og rafmótora og uppgefin eyðsla hans er aðeins 2 lítrar. Sú útgáfa hans kemur á markað á næsta ári og Brimborg hefur þegar tryggt sér 35 slíka bíla og flestir eru þeir þegar seldir. Næsti nýi bíll Volvo, S90 fólksbíllinn verður einmitt með sömu drifrás, en aðrar bílgerðir Volvo fylgja svo í kjölfarið. Volvo menn eru sannfærðir um það að árið 2020 munu að minnsta kosti 10% seldra Volvo bíla vera með rafmagnsdrifrás, þ.e. annaðhvort tvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Brátt verða allar bílgerðir sem Volvo framleiðir í boði sem tvinnbílar sem stinga má í heimilisrafmagn (Plug-In-Hybrid). Ennfremur ætlar Volvo að koma með bíl á markað árið 2019 sem aðeins er drifinn áfram af rafmagni. Þeim fer því ört fjölgandi bílaframleiðendunum sem munu bjóða rafmagnsbíla. Nýjasti bíll Volvo, XC90 jeppinn verður einmitt í boði sem tvinnbíll, með 400 hestafla drifrás sem bæði styðst við 2,0 lítra bensínvél og rafmótora og uppgefin eyðsla hans er aðeins 2 lítrar. Sú útgáfa hans kemur á markað á næsta ári og Brimborg hefur þegar tryggt sér 35 slíka bíla og flestir eru þeir þegar seldir. Næsti nýi bíll Volvo, S90 fólksbíllinn verður einmitt með sömu drifrás, en aðrar bílgerðir Volvo fylgja svo í kjölfarið. Volvo menn eru sannfærðir um það að árið 2020 munu að minnsta kosti 10% seldra Volvo bíla vera með rafmagnsdrifrás, þ.e. annaðhvort tvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent