Sjötta Die Hard mun gerast í nútímanum og fortíðinni Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2015 09:59 Það verður spennandi að sjá útkomu sjöttu Die Hard myndarinnar, ef af henni verður. Vísir/IMDb Bandaríska kvikmyndaverið Fox vinnur nú hörðum höndum að því að láta sjöttu Die Hard-myndina verða að veruleika. Unnið er að því að ná samningum við Len Wiseman, þann sem leikstýrði fjórðu myndinni Live Free or Die Hard, en myndina á að vera einhverskonar forsaga lögreglumannsins John McClane, sem aðdáendur hafa fylgt eftir eftir í 27 ár. Myndin mun segja frá ungum McClane þegar hann stígur sín fyrstu skref sem lögreglumaður í New York-borg árið 1979, löngu áður en hann varð að einum öflugasta rannsóknarlögreglumanni Bandaríkjanna. Þó svo að myndin fylgi eftir ungum McClane mun hinn sextugi Bruce Willis endurtaka leikinn í sjötta sinn í þessu vinsælasta hlutverki sínu en orðið á götunni er að saga sjöttu myndarinnar muni fylgja eftir McClane undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og í nútímanum. Die Hard-serían má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Hún gerði Willis að stór stjörnu en fimmta myndin í seríunni, A Good Day to Die Hard, þótti hörmulega misheppnuð. Fékk skelfilega dóma, 14% á Rotten Tomatoes, og var undir væntingum þegar kom að miðasölu í kvikmyndahúsum. Fordæmi eru fyrir þessari sögu sem á að birtast áhorfendum í sjöttu myndinni. Árið 2009 sendi myndasagnaútgáfan Boom! Studios frá sér myndasögu sem sagði frá nýliðanum John McClane þegar mikil hátíðarhöld eiga sér stað í New York árið 1979 í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá því að Bandaríkin urðu að sjálfstæðri þjóð. Líkt og hann er þekktur fyrir leitar McClane uppi vandræði í þeirri sögu og nær að pirra glæpamenn óstjórnlega með óþreytandi elju sinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið Fox vinnur nú hörðum höndum að því að láta sjöttu Die Hard-myndina verða að veruleika. Unnið er að því að ná samningum við Len Wiseman, þann sem leikstýrði fjórðu myndinni Live Free or Die Hard, en myndina á að vera einhverskonar forsaga lögreglumannsins John McClane, sem aðdáendur hafa fylgt eftir eftir í 27 ár. Myndin mun segja frá ungum McClane þegar hann stígur sín fyrstu skref sem lögreglumaður í New York-borg árið 1979, löngu áður en hann varð að einum öflugasta rannsóknarlögreglumanni Bandaríkjanna. Þó svo að myndin fylgi eftir ungum McClane mun hinn sextugi Bruce Willis endurtaka leikinn í sjötta sinn í þessu vinsælasta hlutverki sínu en orðið á götunni er að saga sjöttu myndarinnar muni fylgja eftir McClane undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og í nútímanum. Die Hard-serían má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Hún gerði Willis að stór stjörnu en fimmta myndin í seríunni, A Good Day to Die Hard, þótti hörmulega misheppnuð. Fékk skelfilega dóma, 14% á Rotten Tomatoes, og var undir væntingum þegar kom að miðasölu í kvikmyndahúsum. Fordæmi eru fyrir þessari sögu sem á að birtast áhorfendum í sjöttu myndinni. Árið 2009 sendi myndasagnaútgáfan Boom! Studios frá sér myndasögu sem sagði frá nýliðanum John McClane þegar mikil hátíðarhöld eiga sér stað í New York árið 1979 í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá því að Bandaríkin urðu að sjálfstæðri þjóð. Líkt og hann er þekktur fyrir leitar McClane uppi vandræði í þeirri sögu og nær að pirra glæpamenn óstjórnlega með óþreytandi elju sinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira