Fyrirtækið sem notað var til fjárdráttarins með reglulega samninga við sveitarfélagið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. október 2015 11:45 Félagið Bás ehf. var notað í meintum fjárdrætti fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Fyrirtækið sem Magnús Jónasson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar, er grunaður um í félagi við ónafngreindan aðila að hafa notað til að draga sér hundrað milljónir króna úr Sparisjóði Siglufjarðar er enn að gera samninga um verktöku fyrir sveitarfélagið. Á fundi bæjarráðs þann 6. október síðastliðinn var samþykkt tilboð Bás ehf., sem er umrætt fyrirtæki, um endurgerð grjótdrens norðan við Stóra Bola. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fjallabyggðar. Þar kemur fram að fyrirtækið fær 1,4 milljónir króna fyrir verkið.Í eigu eiginkonunnar Fyrirtækið er, samkvæmt síðasta birta ársreikningi, að hluta í eigu eiginkonu Magnúsar, Hrannar Fanndal, en hún var auk þess með prókúru hjá því og skráður framkvæmdastjóri. Sveinn H Zophoníasson, stjórnarmaður og einn eigenda fyrirtækisins, vildi ekki tjá sig um málið en staðfesti að Hrönn sé ekki lengur framkvæmdastjóri þess. Hún er þó enn meðal eigenda þess. Aðspurður hvort breytingar á eignarhaldi sé fyrir dyrum, ítrekaði hann þá afstöðu að vilja ekki tjá sig um málið á meðan það væri til skoðunar. Hrönn vildi ekki tjá sig í samtali við fréttastofu og skellti á þegar blaðamaður bar upp spurningar um núverandi tengsl hennar við fyrirtækið.Magnús eigandi til 2012 Áður en Hrönn kom inn sem einn eigandi fyrirtækisins var Magnús, maður hennar, einn eiganda þess. Það virðist vera sem svo, miðað við ársreikninga, að Hrönn hafi tekið yfir eignarhlut Magnúsar í fyrirtækinu árið 2012, en árið 2011 var Magnús skráður fyrir 10 prósenta hlut í fyrirtækinu, eða jafn miklu og Hrönn er sögð eigandi að í ársreikningi fyrir árið 2013. Ólafur Þór Ólafsson, skrifstofu- og fjármálastjóri Fjallabyggðar, segir að Magnús hafi ekki komið nálægt ákvörðunum um að ganga til samninga við Bás um verktöku. Honum er kunnugt um tengsl Magnúsar við fyrirtækið, sem og tengsl Ríkharðs Hólms Sigurðssonar, sem tók við af Magnúsi sem forseti bæjarstjórnar, við það. Ríkharður er starfsmaður þess. Ólafur staðfestir einnig að Bás hafi unnið verkefni fyrir sveitarfélagi reglulega síðustu ár, en það sé alltaf á grundvelli útboða. Tengdar fréttir Grunaður um hundrað milljóna fjárdrátt frá sparisjóðnum Málið hófst með kæru stjórnenda sparisjóðsins en þá lá grunur á að maðurinn hefði dregið sér mun lægri fjárhæð en hann er nú grunaður um. 15. október 2015 10:00 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Fyrirtækið sem Magnús Jónasson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar, er grunaður um í félagi við ónafngreindan aðila að hafa notað til að draga sér hundrað milljónir króna úr Sparisjóði Siglufjarðar er enn að gera samninga um verktöku fyrir sveitarfélagið. Á fundi bæjarráðs þann 6. október síðastliðinn var samþykkt tilboð Bás ehf., sem er umrætt fyrirtæki, um endurgerð grjótdrens norðan við Stóra Bola. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fjallabyggðar. Þar kemur fram að fyrirtækið fær 1,4 milljónir króna fyrir verkið.Í eigu eiginkonunnar Fyrirtækið er, samkvæmt síðasta birta ársreikningi, að hluta í eigu eiginkonu Magnúsar, Hrannar Fanndal, en hún var auk þess með prókúru hjá því og skráður framkvæmdastjóri. Sveinn H Zophoníasson, stjórnarmaður og einn eigenda fyrirtækisins, vildi ekki tjá sig um málið en staðfesti að Hrönn sé ekki lengur framkvæmdastjóri þess. Hún er þó enn meðal eigenda þess. Aðspurður hvort breytingar á eignarhaldi sé fyrir dyrum, ítrekaði hann þá afstöðu að vilja ekki tjá sig um málið á meðan það væri til skoðunar. Hrönn vildi ekki tjá sig í samtali við fréttastofu og skellti á þegar blaðamaður bar upp spurningar um núverandi tengsl hennar við fyrirtækið.Magnús eigandi til 2012 Áður en Hrönn kom inn sem einn eigandi fyrirtækisins var Magnús, maður hennar, einn eiganda þess. Það virðist vera sem svo, miðað við ársreikninga, að Hrönn hafi tekið yfir eignarhlut Magnúsar í fyrirtækinu árið 2012, en árið 2011 var Magnús skráður fyrir 10 prósenta hlut í fyrirtækinu, eða jafn miklu og Hrönn er sögð eigandi að í ársreikningi fyrir árið 2013. Ólafur Þór Ólafsson, skrifstofu- og fjármálastjóri Fjallabyggðar, segir að Magnús hafi ekki komið nálægt ákvörðunum um að ganga til samninga við Bás um verktöku. Honum er kunnugt um tengsl Magnúsar við fyrirtækið, sem og tengsl Ríkharðs Hólms Sigurðssonar, sem tók við af Magnúsi sem forseti bæjarstjórnar, við það. Ríkharður er starfsmaður þess. Ólafur staðfestir einnig að Bás hafi unnið verkefni fyrir sveitarfélagi reglulega síðustu ár, en það sé alltaf á grundvelli útboða.
Tengdar fréttir Grunaður um hundrað milljóna fjárdrátt frá sparisjóðnum Málið hófst með kæru stjórnenda sparisjóðsins en þá lá grunur á að maðurinn hefði dregið sér mun lægri fjárhæð en hann er nú grunaður um. 15. október 2015 10:00 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Grunaður um hundrað milljóna fjárdrátt frá sparisjóðnum Málið hófst með kæru stjórnenda sparisjóðsins en þá lá grunur á að maðurinn hefði dregið sér mun lægri fjárhæð en hann er nú grunaður um. 15. október 2015 10:00