Fiat í fótspor Dacia Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 14:40 Fiat Tipo er bara hinn laglegasti bíll þrátt fyrir að verða mjög ódýr. Autonews Fiat mun brátt markaðssetja mjög ódýran bíl sem heita mun Tipo og með því ætla að feta í fótspor Dacia sem aðeins býður mjög ódýra bíla. Dacia er rúmenskur bílaframleiðandi í eigu Renault. Tipo verður einfaldur og praktískur bíll með fjórum hurðum og í upphafi aðeins í boði sem “sedan”-bíll, eða með venjulegu skotti, en samt nokkuð stóru. Fiat segir að þessi nýi ódýri bíll muni ekki eiga neinn eiginlegan keppinaut þar sem Dacia býður aðeins “subcompact”-bíla í formi Logan og Sandero, en Tipo sé í flokki “compact”-bíla og því með meira pláss fyrir farþega og flutningsrými. Verð bílsins verður í kringum 12.000 evrur, eða 1,7 milljónir króna. Fiat hefur þegar sýnt Tipo á bílasýningu í Istanbul í maí og hefur einnig sýnt hann víða um Ítalíu og allsstaðar hefur hann fengið góða umsögn. Tipo fer í sölu í nóvember komandi, fyrst í Tyrklandi þar sem hann er smíðaður, en í kjölfarið í 40 löndum í Evrópu, Afríku og miðausturlöndum. Fiat mun síðar kynna langbaksgerð þessa bíls, sem og stallbak og verður það meðal annars gert á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Fiat Tipo í “sedan”-útfærslu mun leysa af Fiat Linea og á hann að keppa við Peugeot 301 og Skoda Rapid í austurhluta Evrópu og Tyrklandi, en stallbaksgerðin mun leysa af Bravo bíl Fiat og keppa við VW Golf í vesturhluta Evrópu. Þá er eins gott að hann eigi eitthvað í mikil gæði Golf bílsins, eða hann verði miklu ódýrari. Fiat býst við því að framleiða 700.000 Tipo bíla fram til ársins 2023, aðallega til útflutnings. Allt stefnir í að Fiat/Chrysler í Evrópu muni skila hagnaði í ár, í fyrsta skipti í langan tíma. Hagnaður Fiat/Chrysler var hinsvegar með ágætum á síðasta ári á heimsvísu, enda gengur sala Chrysler bíla vel í Bandaríkjunum, sem víðar. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Fiat mun brátt markaðssetja mjög ódýran bíl sem heita mun Tipo og með því ætla að feta í fótspor Dacia sem aðeins býður mjög ódýra bíla. Dacia er rúmenskur bílaframleiðandi í eigu Renault. Tipo verður einfaldur og praktískur bíll með fjórum hurðum og í upphafi aðeins í boði sem “sedan”-bíll, eða með venjulegu skotti, en samt nokkuð stóru. Fiat segir að þessi nýi ódýri bíll muni ekki eiga neinn eiginlegan keppinaut þar sem Dacia býður aðeins “subcompact”-bíla í formi Logan og Sandero, en Tipo sé í flokki “compact”-bíla og því með meira pláss fyrir farþega og flutningsrými. Verð bílsins verður í kringum 12.000 evrur, eða 1,7 milljónir króna. Fiat hefur þegar sýnt Tipo á bílasýningu í Istanbul í maí og hefur einnig sýnt hann víða um Ítalíu og allsstaðar hefur hann fengið góða umsögn. Tipo fer í sölu í nóvember komandi, fyrst í Tyrklandi þar sem hann er smíðaður, en í kjölfarið í 40 löndum í Evrópu, Afríku og miðausturlöndum. Fiat mun síðar kynna langbaksgerð þessa bíls, sem og stallbak og verður það meðal annars gert á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Fiat Tipo í “sedan”-útfærslu mun leysa af Fiat Linea og á hann að keppa við Peugeot 301 og Skoda Rapid í austurhluta Evrópu og Tyrklandi, en stallbaksgerðin mun leysa af Bravo bíl Fiat og keppa við VW Golf í vesturhluta Evrópu. Þá er eins gott að hann eigi eitthvað í mikil gæði Golf bílsins, eða hann verði miklu ódýrari. Fiat býst við því að framleiða 700.000 Tipo bíla fram til ársins 2023, aðallega til útflutnings. Allt stefnir í að Fiat/Chrysler í Evrópu muni skila hagnaði í ár, í fyrsta skipti í langan tíma. Hagnaður Fiat/Chrysler var hinsvegar með ágætum á síðasta ári á heimsvísu, enda gengur sala Chrysler bíla vel í Bandaríkjunum, sem víðar.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent