VW innkallar 100.000 bíla í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 09:23 Innkallanir dísilbíla Volkswagen eru hafnar. Autoblog Þó svo að innkallanir bíla Volkswagen með dísilvélasvindlhugbúnaðinum í Evrópu hefjist ekki fyrr en í janúar á næsta ári eru innkallanir hafnar annarsstaðar í heiminum. Í gær voru 2.000 bílar innkallaðir í Kína og nú hefur Volkswagen innkallað 100.000 bíla í Ástralíu. Um tveir þriðju þeirra eru VW fólksbílar, 17.000 atvinnubílar og 5.000 bílar eru af gerðinni Skoda. Alls verða innkallaðir 11 milljón bílar um allan heim og markmiðið er að viðeigandi breytingar á þeim verði lokið við enda næsta árs og með því muni þeir hlýta öllum mengunarskilyrðum. Breytingarnar verða eigendum bílanna að kostnaðarlausu, en spurningin er hversu miklar bætur þeir fá að auki. Sumir þessara bíla þurfa einungis breytingu á hugbúnaði þeirra en aðrir íhlutaskipti. Eigendum bílanna hefur ekki enn verið tjáð hvort þessar breytingar hafa áhrif á afl eða eyðslu þeirra. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent
Þó svo að innkallanir bíla Volkswagen með dísilvélasvindlhugbúnaðinum í Evrópu hefjist ekki fyrr en í janúar á næsta ári eru innkallanir hafnar annarsstaðar í heiminum. Í gær voru 2.000 bílar innkallaðir í Kína og nú hefur Volkswagen innkallað 100.000 bíla í Ástralíu. Um tveir þriðju þeirra eru VW fólksbílar, 17.000 atvinnubílar og 5.000 bílar eru af gerðinni Skoda. Alls verða innkallaðir 11 milljón bílar um allan heim og markmiðið er að viðeigandi breytingar á þeim verði lokið við enda næsta árs og með því muni þeir hlýta öllum mengunarskilyrðum. Breytingarnar verða eigendum bílanna að kostnaðarlausu, en spurningin er hversu miklar bætur þeir fá að auki. Sumir þessara bíla þurfa einungis breytingu á hugbúnaði þeirra en aðrir íhlutaskipti. Eigendum bílanna hefur ekki enn verið tjáð hvort þessar breytingar hafa áhrif á afl eða eyðslu þeirra.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent