Pirelli dekk í Formúlu 1 til 2019 Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 13:38 Formúlu 1 dekk Pirelli. Tilkynnt var um framhaldssamning við Pirelli dekkjaframleiðandann í Formúlu 1 samhliða kappakstrinum í Sochi í Rússlandi um helgina. Mun ítalski framleiðandinn útvega dekk fyrir alla keppnisbíla akstursraðarinnar til ársins 2019. Pirelli hefur útvegað dekkin undir Formúlu 1 bílana frá árinu 2011, en þá leysti Pirelli Bridgestone af sem eini framleiðandi dekkja fyrir Formúlu 1. Allt eins hafði verið búist við því að Michelin tæki við af Pirelli, en svo fór ekki að lokum. Helsta spurningin er nú hvort Pirelli mun breyta dekkjum sínum í samráði við keppnisliðin í Formúlu 1 eða útvega sömu dekk og áður. Pirelli dekkin hafa verið gagnrýnd af sumum keppnisliðunum fyrir áherslu á að endast vel á kostnað grips. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent
Tilkynnt var um framhaldssamning við Pirelli dekkjaframleiðandann í Formúlu 1 samhliða kappakstrinum í Sochi í Rússlandi um helgina. Mun ítalski framleiðandinn útvega dekk fyrir alla keppnisbíla akstursraðarinnar til ársins 2019. Pirelli hefur útvegað dekkin undir Formúlu 1 bílana frá árinu 2011, en þá leysti Pirelli Bridgestone af sem eini framleiðandi dekkja fyrir Formúlu 1. Allt eins hafði verið búist við því að Michelin tæki við af Pirelli, en svo fór ekki að lokum. Helsta spurningin er nú hvort Pirelli mun breyta dekkjum sínum í samráði við keppnisliðin í Formúlu 1 eða útvega sömu dekk og áður. Pirelli dekkin hafa verið gagnrýnd af sumum keppnisliðunum fyrir áherslu á að endast vel á kostnað grips.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent