Winterkorn úr öllum áhrifastöðum Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 11:58 Martin Winterkorn. Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, mun stíga niður úr öllum áhrifastöðum hjá Volkswagen og mun það gerast á allra næstu dögum að sögn margra þýskra fjölmiðla. Winterkorn var yfirmaður Porsche SE, eignarhaldsfélags þess sem á meirihluta í Volkswagen fyrirtækinu, stjórnarformaður Audi, MAN og Scania, en mun hætta að gegna öllum þessum stöðum á næstunni, ef fréttir miðlanna eru réttar. Það eru einna helst forsvarsmenn verkalýðsfélaga og næst stærsti eigandinn í Volkswagen, landsstjórnin í neðra Saxlandi, sem þrýst hafa á um afsögn Winterkorn í öllum þessum stöðum og hafa sagt að vera hans í þeim gæti enn frekar skaðað Volkswagen í krísu sinni við dísilvélasvindlið. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar hjá Volkswagen. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent
Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, mun stíga niður úr öllum áhrifastöðum hjá Volkswagen og mun það gerast á allra næstu dögum að sögn margra þýskra fjölmiðla. Winterkorn var yfirmaður Porsche SE, eignarhaldsfélags þess sem á meirihluta í Volkswagen fyrirtækinu, stjórnarformaður Audi, MAN og Scania, en mun hætta að gegna öllum þessum stöðum á næstunni, ef fréttir miðlanna eru réttar. Það eru einna helst forsvarsmenn verkalýðsfélaga og næst stærsti eigandinn í Volkswagen, landsstjórnin í neðra Saxlandi, sem þrýst hafa á um afsögn Winterkorn í öllum þessum stöðum og hafa sagt að vera hans í þeim gæti enn frekar skaðað Volkswagen í krísu sinni við dísilvélasvindlið. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar hjá Volkswagen.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent