Angus Deaton hlýtur Nóbelsverðlaunin í hagfræði ingvar haraldsson skrifar 12. október 2015 11:53 Deaton ræddi við blaðamenn í gegnum síma í morgun. vísir/epa Angus Deaton, skoskur prófessor í hagfræði við Princeton háskóla í Bandaríkjunum, hlýtur Nóbelsverðlaunin í hagfræði þetta árið. Deaton er 69 ára og kenndi áður við Cambridge og Bristol háskóla í Bretlandi. Hann fær verðlaunin fyrir rannsóknir á á neyslu, fátækt og velferð samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Nóbelsverðlaunanna. Deton hefur oft verið orðaður við verðlaunin undanfarin árin. Deaton er helst þekktur fyrir afrek á sviði rekstarhagfræði, þá sérstaklega rannsóknir á vali einstakra neytenda og hvernig þær tengjast heildarstærðum í hagkerfinu að því er New York Times greinir frá. Nóbelsnefndin gaf út að Deaton fengi verðlaunin fyrir svör við þremur spurningum: Hvernig neytendur dreifa neyslu sinni milli mismunandi vara, hversu mikið af tekjum þjóðfélags er varið í sparnað og hve mikið er eytt í neyslu og hvernig er best að mæla og greina velferð og fátækt. Verðlaunin eru afhent nú þegar Evrópa tekst á við mesta flóttamannavanda frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Deaton talaði í gegnum síma á blaðamannafundi þar sem verðlaunin voru kynnt í morgun. Hann sagði að aldarlöng þróun hefði skapað bil milli ríkari og fátækari landa. Íbúar fátækari landa vildu lifa betra lífi og það væri að skapa mikinn þrýsting á mörkin milli ríkari og fátækari landa. Hann sagðist þó ekki vera viss um að skilja það myndi leiða til lausnar á vandamálum sem Evrópa er nú að takast á við. Deaton hlýtur 8 milljónir sænskra króna, jafnvirði 122 milljóna króna í verðlaunafé. Hér að neðan má sjá myndbönd frá blaðamannafundinum í morgun þar sem rætt var við Deaton og útskýringu á framlagi hans til hagfræðinnar.Angus Deaton on the current refugee crisis #NobelPrize http://t.co/ezj76Rnw6L— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 12, 2015 "I don't want to sound like a blind optimist" #NobelPrize http://t.co/nHZufytchD— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 12, 2015 As a policy maker you have a lot to learn from this research #NobelPrize http://t.co/qlXk1vmIfY— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 12, 2015 When did he do his most important research? #NobelPrize http://t.co/ZHBPDWHOjl— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 12, 2015 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Angus Deaton, skoskur prófessor í hagfræði við Princeton háskóla í Bandaríkjunum, hlýtur Nóbelsverðlaunin í hagfræði þetta árið. Deaton er 69 ára og kenndi áður við Cambridge og Bristol háskóla í Bretlandi. Hann fær verðlaunin fyrir rannsóknir á á neyslu, fátækt og velferð samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Nóbelsverðlaunanna. Deton hefur oft verið orðaður við verðlaunin undanfarin árin. Deaton er helst þekktur fyrir afrek á sviði rekstarhagfræði, þá sérstaklega rannsóknir á vali einstakra neytenda og hvernig þær tengjast heildarstærðum í hagkerfinu að því er New York Times greinir frá. Nóbelsnefndin gaf út að Deaton fengi verðlaunin fyrir svör við þremur spurningum: Hvernig neytendur dreifa neyslu sinni milli mismunandi vara, hversu mikið af tekjum þjóðfélags er varið í sparnað og hve mikið er eytt í neyslu og hvernig er best að mæla og greina velferð og fátækt. Verðlaunin eru afhent nú þegar Evrópa tekst á við mesta flóttamannavanda frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Deaton talaði í gegnum síma á blaðamannafundi þar sem verðlaunin voru kynnt í morgun. Hann sagði að aldarlöng þróun hefði skapað bil milli ríkari og fátækari landa. Íbúar fátækari landa vildu lifa betra lífi og það væri að skapa mikinn þrýsting á mörkin milli ríkari og fátækari landa. Hann sagðist þó ekki vera viss um að skilja það myndi leiða til lausnar á vandamálum sem Evrópa er nú að takast á við. Deaton hlýtur 8 milljónir sænskra króna, jafnvirði 122 milljóna króna í verðlaunafé. Hér að neðan má sjá myndbönd frá blaðamannafundinum í morgun þar sem rætt var við Deaton og útskýringu á framlagi hans til hagfræðinnar.Angus Deaton on the current refugee crisis #NobelPrize http://t.co/ezj76Rnw6L— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 12, 2015 "I don't want to sound like a blind optimist" #NobelPrize http://t.co/nHZufytchD— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 12, 2015 As a policy maker you have a lot to learn from this research #NobelPrize http://t.co/qlXk1vmIfY— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 12, 2015 When did he do his most important research? #NobelPrize http://t.co/ZHBPDWHOjl— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 12, 2015
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira