Stórmyndin Pan sögð mesta klúður ársins Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2015 10:51 Hugh Jackman og Levi Miller leika Svartskegg og Pétur Pan í þessari nýju stórmynd. Vísir/IMDb Bandaríska stórmyndin Pan er sögð eitt mesta klúður ársins. Myndin þénaði aðeins 15,5 milljónir dollara í miðasölu í Bandaríkjunum um liðna helgi og náði því aðeins að endurheimta 10,3 prósent af framleiðslukostnaði myndarinnar sem er sagður 150 milljónir dollara, um 18,6 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að kvikmyndin Fantastic Four, sem gekk hrikalega þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum í sumar, náði að endurheimta 22 prósent af framleiðslukostnaði sínum á frumsýningarhelgi sinni. Myndin þénaði 25,6 milljónir dollara á opnunarhelginni en kostaði um 122 milljónir dollara í framleiðslu. Disney-kvikmyndin Tomorrowland kemur þar á eftir en hún þénaði 33 milljónir dollara á frumsýningarhelgi en kostaði 190 milljónir dollara íframleiðslu og endurheimti því aðeins 17 prósent kostnaðarins. Vefurinn Mashable segir frá þessu þessu „floppi“ Pan en biður lesendur um að hafa í hug að þegar fjallað er um endurheimtur á framleiðslukostnaði kvikmyndina á frumsýningarhelgum þeirra þá sé verið að vísa í óopinberar og einfaldaðar tölur. Árangur kvikmynda sé í raun mældur með flókinni blöndu af árangri í miðasölu og í gegnum efnisveitur um allan heim. Þær tölur eru síðan bornar saman við framleiðslukostnað, kostnað við markaðssetningu og hagnaðarhlutdeild útgáfufyrirtækisins. Fjölmiðlar vestanhafs hafa reynt að svara því hvað fór úrskeiðis við gerð Pans, sem hefur heldur ekki hlotið góða dóma. Margir benda á leikstjórann Joe Wright, sem hefur gert kvikmyndirnar Pride & Prejudice og Atonement, sem samtals fengu ellefu óskarsverðlaunatilnefningar. Pan var hins vegar fyrsta stórmyndin hans. Hún var sýnd í 3.500 kvikmyndasölum í Bandaríkjunum um liðna helgi og töldu margir að það myndi skila henni einhverjum árangri en raunin varð önnur. Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bandaríska stórmyndin Pan er sögð eitt mesta klúður ársins. Myndin þénaði aðeins 15,5 milljónir dollara í miðasölu í Bandaríkjunum um liðna helgi og náði því aðeins að endurheimta 10,3 prósent af framleiðslukostnaði myndarinnar sem er sagður 150 milljónir dollara, um 18,6 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að kvikmyndin Fantastic Four, sem gekk hrikalega þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum í sumar, náði að endurheimta 22 prósent af framleiðslukostnaði sínum á frumsýningarhelgi sinni. Myndin þénaði 25,6 milljónir dollara á opnunarhelginni en kostaði um 122 milljónir dollara í framleiðslu. Disney-kvikmyndin Tomorrowland kemur þar á eftir en hún þénaði 33 milljónir dollara á frumsýningarhelgi en kostaði 190 milljónir dollara íframleiðslu og endurheimti því aðeins 17 prósent kostnaðarins. Vefurinn Mashable segir frá þessu þessu „floppi“ Pan en biður lesendur um að hafa í hug að þegar fjallað er um endurheimtur á framleiðslukostnaði kvikmyndina á frumsýningarhelgum þeirra þá sé verið að vísa í óopinberar og einfaldaðar tölur. Árangur kvikmynda sé í raun mældur með flókinni blöndu af árangri í miðasölu og í gegnum efnisveitur um allan heim. Þær tölur eru síðan bornar saman við framleiðslukostnað, kostnað við markaðssetningu og hagnaðarhlutdeild útgáfufyrirtækisins. Fjölmiðlar vestanhafs hafa reynt að svara því hvað fór úrskeiðis við gerð Pans, sem hefur heldur ekki hlotið góða dóma. Margir benda á leikstjórann Joe Wright, sem hefur gert kvikmyndirnar Pride & Prejudice og Atonement, sem samtals fengu ellefu óskarsverðlaunatilnefningar. Pan var hins vegar fyrsta stórmyndin hans. Hún var sýnd í 3.500 kvikmyndasölum í Bandaríkjunum um liðna helgi og töldu margir að það myndi skila henni einhverjum árangri en raunin varð önnur.
Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein