Dagur Kári gat horft í augun á forsætisráðherra og sagst vera skuldlaus þegn Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2015 14:56 Dagur Kári Pétursson í Hörpu í gær þar sem hann fékk kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs afhent. Vísir/Anton Brink Íslensk kvikmyndagerð er á blússandi siglingu um þessar mundir og íslenskir listamenn halda íslensku þjóðinni upp í sjálfboðavinnu. Þetta er meðal þess sem leikstjórinn og handritshöfundurinn Dagur Kári Pétursson hefur að segja þegar tæpur sólarhringur er frá því að hann hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í gærkvöldi fyrir kvikmyndina Fúsa ásamt framleiðendum hennar Baltasar Kormáki og Agnesi Johansen. Dagur Kári flutti óundirbúna þakkarræðu eftir að leikstjórinn Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin en Benedikt hlaut þessi verðlaun í fyrra fyrir kvikmyndina Hross í oss. Dagur Kári þakkaði leikurum myndarinnar fyrir að glæða persónur myndarinnar lífi og þá sérstaklega aðalleikaranum Gunnari Jónssyni.Þarf að hlúa betur að listgeiranum Í samtali við Vísi í dag segir Dagur Kári að það þurfi að hlúa mun betur að íslenska listgeiranum. „Íslensks kvikmyndagerð er á blússandi siglingu akkúrat núna. Það eru margar góðar myndir í umferð og við unnum þessi verðlaun líka í fyrra. Það sem manni er efst í huga núna er í rauninni hvernig íslenskir listamenn eru að halda þjóðinni uppi í sjálfboðavinnu og hvað þetta er engan veginn sjálfgefið og það þarf að hlúa miklu betur að listgeiranum almennt með stuðningi frá landi og þjóð.Benedikt Erlingsson afhneti Degi Kára kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í gærkvöldi en Benedikt hlaut verðlaunin í fyrra fyrir myndina Hross í oss. Vísir/Anton Brink„Gjaldþrota þriðja hvert ár“ Með fram kvikmyndagerðinni er Dagur Kári yfirkennari leikstjórnardeildar danska kvikmyndaháskólans. „Ég er í rauninni í fremstu víglínu meðal íslenskra kvikmyndagerðarmanna en ég er kennari á daginn og ég held að það sé mjög algengt meðal íslenskra listamanna að þeir lifi ekki af sinni list þrátt fyrir að þeir standi mjög framarlega. Ég held að ég verði gjaldþrota þriðja hvert ár og ég veit að öll framleiðslufyrirtæki berjast í bökkum og þetta er eitthvað sem þarf að laga.“ Spurður hvort kollegar hans á Norðurlöndunum séu í sömu sporum og hann segist hann telja svo ekki vera. „Ég held að það sé mun öflugri kragi í kringum allt listakerfið í Skandinavíu.“Réði ekki við allskonar bakreikninga frá skattinum Þeir sem hljóta kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs skipta á milli sín 350 þúsund dönskum krónum, sem nemur um 6,6 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Skiptist það í þessu tilviki á milli leikstjóra, handritshöfundar og framleiðenda en Dagur Kári sagði í gær að verðlaunaféð væri kærkomið því hann skuldaði svo mikið í skatt. Spurður nánar út í þessi ummæli segir hann vandræði sín gagnvart skattinum hafa gert vart við sig þegar hann flutti frá landinu. „Ég varð þess áskynja um leið og ég flutti úr landi að þá hertist eftirlit með mér til muna. Um leið og einhver flytur frá landinu þá hugsar kerfið: Hvað hefur þessi maður að fela? Þannig að ég fékk allskonar bakreikninga sem ég ræð engan veginn við,“ segir Dagur og bætir við að það sé léttir að geta gert upp þessa skuld. „Ég gat horft í augun á forsætisráðherra og sagt: Á morgun verð ég skuldlaus þegn.“Með nokkur verkefni á teikniborðinu Hann segist vera með tvö til þrjú kvikmyndaverkefni á teikniborðinu en of snemmt sé að segja nánar frá þeim á þessum tímapunkti. Í rökstuðningi Norðurlandaráðs segir að Fúsi sé fáguð, stílhrein og full af myndrænni hugmyndaauðgi og fjalli um mikilvægi þess að varðveita gæsku sína og sakleysi í óárennilegum heimi. Er Fúsi sögð grípandi og listilega upp byggð kvikmynd sem bregður upp trúverðugri mynd af blíðum risa og hnitmiðuðum lýsingum á konum sem standa honum næst. Fúsi hafði áður sópað til sín þremur helstu verðlaununum á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í NewYork í apríl síðastliðnum. Var Fúsi valin besta leikna myndin auk þess sem Gunnar Jónsson fékk verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og var Dagur Kári verðlaunaður fyrir besta handrit leikinnar myndar. Tengdar fréttir Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin. 27. október 2015 19:58 Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Leikstjórinn segir konur fullkomlega færar um það sjálfar að sýna það í verki að þær séu jafngóðar, og ef til vill betri, en karlar í kvikmyndagerð. 5. ágúst 2015 17:20 Fúsi sópaði til sín verðlaunum Fúsi, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk þrjú helstu verðlaun Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York í gær. 24. apríl 2015 07:03 Fúsi fær frábæra dóma úti í Danmörku „Dagur Kári minnir á sig með sinni fjórðu kvikmynd heima á Íslandi þar sem hann kynnir einfalt meistarverk frá norður Atlantshafi sem snertir við áhorfendum.“ 15. apríl 2015 11:23 Fúsi fékk áhorfendaverðlaun í Kaupmannahöfn Annað árið í röð sem íslensk mynd vinnur til verðlauna á CHP:PIX. 17. apríl 2015 16:51 Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndanna Gunnar Jónsson leikari er í aðalhlutverki í nýrri kvikmynd Dags Kára, Virgin Mountain eða Fúsi, sem verður frumsýnd í Berlín um helgina. Hann segist aldrei hafa fengið jafn langan tíma til þess að undirbúa sig fyrir eitt hlutverk. 7. febrúar 2015 10:00 Fúsi fæddur á flugvelli Dag Kára Péturson hafði lengi langað til þess að vinna með leikaranum Gunnari Jónssyni og varð það að veruleika í Fúsa sem frumsýnd er í dag á Íslandi. 27. mars 2015 09:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Íslensk kvikmyndagerð er á blússandi siglingu um þessar mundir og íslenskir listamenn halda íslensku þjóðinni upp í sjálfboðavinnu. Þetta er meðal þess sem leikstjórinn og handritshöfundurinn Dagur Kári Pétursson hefur að segja þegar tæpur sólarhringur er frá því að hann hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í gærkvöldi fyrir kvikmyndina Fúsa ásamt framleiðendum hennar Baltasar Kormáki og Agnesi Johansen. Dagur Kári flutti óundirbúna þakkarræðu eftir að leikstjórinn Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin en Benedikt hlaut þessi verðlaun í fyrra fyrir kvikmyndina Hross í oss. Dagur Kári þakkaði leikurum myndarinnar fyrir að glæða persónur myndarinnar lífi og þá sérstaklega aðalleikaranum Gunnari Jónssyni.Þarf að hlúa betur að listgeiranum Í samtali við Vísi í dag segir Dagur Kári að það þurfi að hlúa mun betur að íslenska listgeiranum. „Íslensks kvikmyndagerð er á blússandi siglingu akkúrat núna. Það eru margar góðar myndir í umferð og við unnum þessi verðlaun líka í fyrra. Það sem manni er efst í huga núna er í rauninni hvernig íslenskir listamenn eru að halda þjóðinni uppi í sjálfboðavinnu og hvað þetta er engan veginn sjálfgefið og það þarf að hlúa miklu betur að listgeiranum almennt með stuðningi frá landi og þjóð.Benedikt Erlingsson afhneti Degi Kára kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í gærkvöldi en Benedikt hlaut verðlaunin í fyrra fyrir myndina Hross í oss. Vísir/Anton Brink„Gjaldþrota þriðja hvert ár“ Með fram kvikmyndagerðinni er Dagur Kári yfirkennari leikstjórnardeildar danska kvikmyndaháskólans. „Ég er í rauninni í fremstu víglínu meðal íslenskra kvikmyndagerðarmanna en ég er kennari á daginn og ég held að það sé mjög algengt meðal íslenskra listamanna að þeir lifi ekki af sinni list þrátt fyrir að þeir standi mjög framarlega. Ég held að ég verði gjaldþrota þriðja hvert ár og ég veit að öll framleiðslufyrirtæki berjast í bökkum og þetta er eitthvað sem þarf að laga.“ Spurður hvort kollegar hans á Norðurlöndunum séu í sömu sporum og hann segist hann telja svo ekki vera. „Ég held að það sé mun öflugri kragi í kringum allt listakerfið í Skandinavíu.“Réði ekki við allskonar bakreikninga frá skattinum Þeir sem hljóta kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs skipta á milli sín 350 þúsund dönskum krónum, sem nemur um 6,6 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Skiptist það í þessu tilviki á milli leikstjóra, handritshöfundar og framleiðenda en Dagur Kári sagði í gær að verðlaunaféð væri kærkomið því hann skuldaði svo mikið í skatt. Spurður nánar út í þessi ummæli segir hann vandræði sín gagnvart skattinum hafa gert vart við sig þegar hann flutti frá landinu. „Ég varð þess áskynja um leið og ég flutti úr landi að þá hertist eftirlit með mér til muna. Um leið og einhver flytur frá landinu þá hugsar kerfið: Hvað hefur þessi maður að fela? Þannig að ég fékk allskonar bakreikninga sem ég ræð engan veginn við,“ segir Dagur og bætir við að það sé léttir að geta gert upp þessa skuld. „Ég gat horft í augun á forsætisráðherra og sagt: Á morgun verð ég skuldlaus þegn.“Með nokkur verkefni á teikniborðinu Hann segist vera með tvö til þrjú kvikmyndaverkefni á teikniborðinu en of snemmt sé að segja nánar frá þeim á þessum tímapunkti. Í rökstuðningi Norðurlandaráðs segir að Fúsi sé fáguð, stílhrein og full af myndrænni hugmyndaauðgi og fjalli um mikilvægi þess að varðveita gæsku sína og sakleysi í óárennilegum heimi. Er Fúsi sögð grípandi og listilega upp byggð kvikmynd sem bregður upp trúverðugri mynd af blíðum risa og hnitmiðuðum lýsingum á konum sem standa honum næst. Fúsi hafði áður sópað til sín þremur helstu verðlaununum á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í NewYork í apríl síðastliðnum. Var Fúsi valin besta leikna myndin auk þess sem Gunnar Jónsson fékk verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og var Dagur Kári verðlaunaður fyrir besta handrit leikinnar myndar.
Tengdar fréttir Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin. 27. október 2015 19:58 Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Leikstjórinn segir konur fullkomlega færar um það sjálfar að sýna það í verki að þær séu jafngóðar, og ef til vill betri, en karlar í kvikmyndagerð. 5. ágúst 2015 17:20 Fúsi sópaði til sín verðlaunum Fúsi, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk þrjú helstu verðlaun Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York í gær. 24. apríl 2015 07:03 Fúsi fær frábæra dóma úti í Danmörku „Dagur Kári minnir á sig með sinni fjórðu kvikmynd heima á Íslandi þar sem hann kynnir einfalt meistarverk frá norður Atlantshafi sem snertir við áhorfendum.“ 15. apríl 2015 11:23 Fúsi fékk áhorfendaverðlaun í Kaupmannahöfn Annað árið í röð sem íslensk mynd vinnur til verðlauna á CHP:PIX. 17. apríl 2015 16:51 Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndanna Gunnar Jónsson leikari er í aðalhlutverki í nýrri kvikmynd Dags Kára, Virgin Mountain eða Fúsi, sem verður frumsýnd í Berlín um helgina. Hann segist aldrei hafa fengið jafn langan tíma til þess að undirbúa sig fyrir eitt hlutverk. 7. febrúar 2015 10:00 Fúsi fæddur á flugvelli Dag Kára Péturson hafði lengi langað til þess að vinna með leikaranum Gunnari Jónssyni og varð það að veruleika í Fúsa sem frumsýnd er í dag á Íslandi. 27. mars 2015 09:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin. 27. október 2015 19:58
Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Leikstjórinn segir konur fullkomlega færar um það sjálfar að sýna það í verki að þær séu jafngóðar, og ef til vill betri, en karlar í kvikmyndagerð. 5. ágúst 2015 17:20
Fúsi sópaði til sín verðlaunum Fúsi, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk þrjú helstu verðlaun Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York í gær. 24. apríl 2015 07:03
Fúsi fær frábæra dóma úti í Danmörku „Dagur Kári minnir á sig með sinni fjórðu kvikmynd heima á Íslandi þar sem hann kynnir einfalt meistarverk frá norður Atlantshafi sem snertir við áhorfendum.“ 15. apríl 2015 11:23
Fúsi fékk áhorfendaverðlaun í Kaupmannahöfn Annað árið í röð sem íslensk mynd vinnur til verðlauna á CHP:PIX. 17. apríl 2015 16:51
Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndanna Gunnar Jónsson leikari er í aðalhlutverki í nýrri kvikmynd Dags Kára, Virgin Mountain eða Fúsi, sem verður frumsýnd í Berlín um helgina. Hann segist aldrei hafa fengið jafn langan tíma til þess að undirbúa sig fyrir eitt hlutverk. 7. febrúar 2015 10:00
Fúsi fæddur á flugvelli Dag Kára Péturson hafði lengi langað til þess að vinna með leikaranum Gunnari Jónssyni og varð það að veruleika í Fúsa sem frumsýnd er í dag á Íslandi. 27. mars 2015 09:30