Mitsubishi með meiri veltu en minni hagnað Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 14:33 Mitsubishi Outlander PHEV. Það fer ekki alltaf saman aukin velta og aukinn hagnaður og það sannast í tilfelli Mitsubishi á þriðja ársfjórðungi þessa árs, sem lauk 30. september. Hagnaður fyrirtækisns minnkaði um 14% þrátt fyrir 9,2% aukningu í veltu á milli ára. Hagnaðurinn nam 29,2 milljörðum króna en veltan 591,4 milljörðum. Því er hagnaður af veltu nú um 4,9%, sem telst alveg viðunandi í bílageiranum, en er þó ekki viðlíka hár og í tilfelli t.d. Porsche og Audi. Mitsubishi segir að ástæða falls í hagnaði megi rekja til aukins kostnaður tengdum gæðamálum og innköllunum bíla. Sala Mitsubishi jókst á þessum ársfjórðungi í Bandaríkjunum og vesturhluta Evrópu, en minnkaði reyndar í Evrópu allri og Asíu og þar með talið í heimalandinu Japan. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Það fer ekki alltaf saman aukin velta og aukinn hagnaður og það sannast í tilfelli Mitsubishi á þriðja ársfjórðungi þessa árs, sem lauk 30. september. Hagnaður fyrirtækisns minnkaði um 14% þrátt fyrir 9,2% aukningu í veltu á milli ára. Hagnaðurinn nam 29,2 milljörðum króna en veltan 591,4 milljörðum. Því er hagnaður af veltu nú um 4,9%, sem telst alveg viðunandi í bílageiranum, en er þó ekki viðlíka hár og í tilfelli t.d. Porsche og Audi. Mitsubishi segir að ástæða falls í hagnaði megi rekja til aukins kostnaður tengdum gæðamálum og innköllunum bíla. Sala Mitsubishi jókst á þessum ársfjórðungi í Bandaríkjunum og vesturhluta Evrópu, en minnkaði reyndar í Evrópu allri og Asíu og þar með talið í heimalandinu Japan.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent