Acura NSX snýr aftur Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 10:38 Acura er undirmerki Honda og fyrirtækið framleiddi hinn goðsagnarkennda Acura NSX sportbíl á árunum 1990 til 2005. Hann hefur því ekki verið í framleiðslu í 10 ár en nú er komið að upprisu hans. Acura NSX fer í sölu næsta vor og þá sem árgerð 2017. Acura NSX er ekkert lamb að leika sér við með sína 573 hestafla drifrás. Hún samanstendur af 500 hestafla, 3,5 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum, en auk þess eru 3 rafmótorar sem hleðst inná við akstur, en er þó ekki hægt að stinga í samband. Níu gíra sjálfskipting er í bílnum, en einnig má beinskipta honum með flipaskiptum í stýri. Þyngd bílsins er 1.725 kíló og dreifast 42% þess á framöxulinn og 58% á afturöxulinn. Þessi bíll er einskonar ofurbíll og er aðeins fyrir tvo og með tvær hurðir. Acura NSX er aðallega ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað líkt og aðrir Acura bílar og er framleiddur í Ohio þar í landi. Sjá má reynsluakstur Acura NSX í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent
Acura er undirmerki Honda og fyrirtækið framleiddi hinn goðsagnarkennda Acura NSX sportbíl á árunum 1990 til 2005. Hann hefur því ekki verið í framleiðslu í 10 ár en nú er komið að upprisu hans. Acura NSX fer í sölu næsta vor og þá sem árgerð 2017. Acura NSX er ekkert lamb að leika sér við með sína 573 hestafla drifrás. Hún samanstendur af 500 hestafla, 3,5 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum, en auk þess eru 3 rafmótorar sem hleðst inná við akstur, en er þó ekki hægt að stinga í samband. Níu gíra sjálfskipting er í bílnum, en einnig má beinskipta honum með flipaskiptum í stýri. Þyngd bílsins er 1.725 kíló og dreifast 42% þess á framöxulinn og 58% á afturöxulinn. Þessi bíll er einskonar ofurbíll og er aðeins fyrir tvo og með tvær hurðir. Acura NSX er aðallega ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað líkt og aðrir Acura bílar og er framleiddur í Ohio þar í landi. Sjá má reynsluakstur Acura NSX í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent