Tesla smíðar Model 3 í Kína Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 10:05 Sýningarsalur Tesla í Kína. Hingað til hefur Tesla eingöngu smíðað bíla sína í Kaliforníu. Með þriðju bílgerð Tesla, Model 3, verður hann einnig smíðaður í Kína. Með því mun Tesla spara sér 30% við framleiðslukostnað bílsins og koma í veg fyrir að á innflutta Tesla bíla sé lagður himinhár innflutningsskattur. Elon Musk, forstjóri Tesla ætlar Model 3 bílnum góða sölu í Kína með þessu fyrirkomulagi. Bíllinn verður smíðaður í verksmiðjum eins af stærri bílaframleiðendum Kína, en ekki er enn ljóst hver það verður. Sala Tesla á Model S bílnum í Kína hefur ekki verið eins góð og væntingar Tesla stóðu til. Í ár hafa aðeins 3.000 Tesla Model S selst í Kína til loka september, en alls hafa 18.000 Model S bílar selst í heiminum á sama tíma. Þar sem ríflega fjórði hver nýr bíll sem selst í heiminum er seldur í Kína, er þetta hlutfall fremur lágt fyrir Tesla. Nú er verið að reisa hina risavöxnu rafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada í Bandaríkjunum og munu fyrstu rafhlöðurnar verða framleiddar þar á næsta ári. Hún verður svo komin í full afköst árið 2018. Kostnaðurinn við verksmiðjuna er um 375 milljarðar króna. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Hingað til hefur Tesla eingöngu smíðað bíla sína í Kaliforníu. Með þriðju bílgerð Tesla, Model 3, verður hann einnig smíðaður í Kína. Með því mun Tesla spara sér 30% við framleiðslukostnað bílsins og koma í veg fyrir að á innflutta Tesla bíla sé lagður himinhár innflutningsskattur. Elon Musk, forstjóri Tesla ætlar Model 3 bílnum góða sölu í Kína með þessu fyrirkomulagi. Bíllinn verður smíðaður í verksmiðjum eins af stærri bílaframleiðendum Kína, en ekki er enn ljóst hver það verður. Sala Tesla á Model S bílnum í Kína hefur ekki verið eins góð og væntingar Tesla stóðu til. Í ár hafa aðeins 3.000 Tesla Model S selst í Kína til loka september, en alls hafa 18.000 Model S bílar selst í heiminum á sama tíma. Þar sem ríflega fjórði hver nýr bíll sem selst í heiminum er seldur í Kína, er þetta hlutfall fremur lágt fyrir Tesla. Nú er verið að reisa hina risavöxnu rafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada í Bandaríkjunum og munu fyrstu rafhlöðurnar verða framleiddar þar á næsta ári. Hún verður svo komin í full afköst árið 2018. Kostnaðurinn við verksmiðjuna er um 375 milljarðar króna.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent