Nýr kínverskur Lundúnataxi Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 13:33 Geely TX5 Lundúnataxi er tvinnbíll. Jalopnik Þeir sem oft eiga leið til Lundúna munu brátt sjá þessum nýja leigubíla í miklu magni í borginni. Hann heitir TX5 og er framleiddur af kínverska bílasmiðnum Geely. Geely er nú eigandi London Taxi Company sem framleitt hefur þá leigubíla sem nú eru á götum borgarinnar. Geely hefur fjárfest fyrir 57 milljarða króna í verksmiðju í Bretlandi þar sem þessir bílar verða framleiddir í miklu magni. Þeir munu fyrir alvöru fara að fylla götur Lundúnaborgar árið 2017. Nissan hefur lengi horft til þess að útvega leigubíla fyrir borgina líkt og fyrirtækið gerir í New York borg, en svo virðist sem Geely sé alveg komið með yfirhöndina í þessu kapphlaupi. Geely TX5 er tvinnbíll sem kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu, en að auki er fjögurra strokka bensínvél í bílnum. Yfirbygging hans er að stærstum hluta úr áli. Bíllinn tekur 6 farþega og plássið í bílnum er nægt til að taka farþega í hjólastól og fótarými eru meira en í núverandi leigubílum í London. Stórar hurðir eru á bílnum sem opnast öfugt, þ.e. með lömum að aftan. Frí WiFi-tenging er um borð í bílunum og nokkrar tengingar til að hlaða farsíma. Geely hefur uppi hugmyndir um að markaðssetja þennan leigubíl í fleiri borgum en London, en fyrirtækið hefur mikið lagt í hönnun hans og útfærslu og störfuðu um tíma 200 verkfræðingar við það. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent
Þeir sem oft eiga leið til Lundúna munu brátt sjá þessum nýja leigubíla í miklu magni í borginni. Hann heitir TX5 og er framleiddur af kínverska bílasmiðnum Geely. Geely er nú eigandi London Taxi Company sem framleitt hefur þá leigubíla sem nú eru á götum borgarinnar. Geely hefur fjárfest fyrir 57 milljarða króna í verksmiðju í Bretlandi þar sem þessir bílar verða framleiddir í miklu magni. Þeir munu fyrir alvöru fara að fylla götur Lundúnaborgar árið 2017. Nissan hefur lengi horft til þess að útvega leigubíla fyrir borgina líkt og fyrirtækið gerir í New York borg, en svo virðist sem Geely sé alveg komið með yfirhöndina í þessu kapphlaupi. Geely TX5 er tvinnbíll sem kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu, en að auki er fjögurra strokka bensínvél í bílnum. Yfirbygging hans er að stærstum hluta úr áli. Bíllinn tekur 6 farþega og plássið í bílnum er nægt til að taka farþega í hjólastól og fótarými eru meira en í núverandi leigubílum í London. Stórar hurðir eru á bílnum sem opnast öfugt, þ.e. með lömum að aftan. Frí WiFi-tenging er um borð í bílunum og nokkrar tengingar til að hlaða farsíma. Geely hefur uppi hugmyndir um að markaðssetja þennan leigubíl í fleiri borgum en London, en fyrirtækið hefur mikið lagt í hönnun hans og útfærslu og störfuðu um tíma 200 verkfræðingar við það.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent