Innköllun VW mun kosta 2.160 til 2.900 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 09:44 Mismiklar breytingar þarf að gera á bílunum sem innkallaðir verða. Autoblog Líklega er innköllun Volkswagen á dísilvélasvindslbílum fyrirtækisins sú kostnaðarsamasta sem nokkurt bílafyrirtæki hefur glímt við. Áætlað er að innköllunin muni kosta Volkswagen 15 til 20 milljarða evra, eða 2.160 til 2.900 milljarða króna. Það ætti þó ekki að vera óyfirstíganlegt fyrir Volkswagen. Fyrirtækið á handbært fá uppá 18,6 milljarða evra við lok síðast árs og Volkswagen ætlar að skera niður þróunarkostnað uppá 1 milljarð evra til að mæta þessum mikla kostnaði. Öll kostnaðarsöm verkefni verða sett á ís, þ.e. öll þau verkefni sem ekki teljast bráðnauðsynleg. Meirihluti af þeim bílum sem innkallaðir verða þurfa aðeins hugbúnaðruppfærslu en þó munu margar milljónir þeirra einnig þurfa vélbúnaðarbreytingu sem er miklu kostnaðarsamari. Búist er við því að þær breytingar muni taka meira en ár að laga, jafnvel lengri tíma. Heyrst hefur að kostnaðarsömustu breytingar sem nauðsynlegar eru á þeim bílum sem breyta þurfi hvað mest muni kosta um 3.500 dollar á bíl, eða hátt í 450.000 kr. á hvern bíl. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent
Líklega er innköllun Volkswagen á dísilvélasvindslbílum fyrirtækisins sú kostnaðarsamasta sem nokkurt bílafyrirtæki hefur glímt við. Áætlað er að innköllunin muni kosta Volkswagen 15 til 20 milljarða evra, eða 2.160 til 2.900 milljarða króna. Það ætti þó ekki að vera óyfirstíganlegt fyrir Volkswagen. Fyrirtækið á handbært fá uppá 18,6 milljarða evra við lok síðast árs og Volkswagen ætlar að skera niður þróunarkostnað uppá 1 milljarð evra til að mæta þessum mikla kostnaði. Öll kostnaðarsöm verkefni verða sett á ís, þ.e. öll þau verkefni sem ekki teljast bráðnauðsynleg. Meirihluti af þeim bílum sem innkallaðir verða þurfa aðeins hugbúnaðruppfærslu en þó munu margar milljónir þeirra einnig þurfa vélbúnaðarbreytingu sem er miklu kostnaðarsamari. Búist er við því að þær breytingar muni taka meira en ár að laga, jafnvel lengri tíma. Heyrst hefur að kostnaðarsömustu breytingar sem nauðsynlegar eru á þeim bílum sem breyta þurfi hvað mest muni kosta um 3.500 dollar á bíl, eða hátt í 450.000 kr. á hvern bíl.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent