Montoya með Porsche í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 13:52 Montoya mættur hjá Porsche liðinu í þolakstri. Autosport Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya ætlar að taka þátt í Le Mans þolakstrinum á næsta ári og keppa þar á Porsche bíl. Montoya er ekki einhamur maður og hann að baki sigra í Formúlu 1 og Indinapolis 500 keppnum og hyggst nú reyna við Le Mans titil að auki. Ef honum tekst það verður hann fyrsti ökumaðurinn síðan 1972 sem unnið hefur “The Triple Crown of Motorsport” en þann heiður hlýtur sá ökumaður sem unnið hefur Formúlu 1 í Mónakó, Indianapolis 500 keppnina og Le Mans þolaksturinn. Svo virðist sem Porsche ætli að hjálpa honum við það á næsta ári. Porsche vann einmitt keppnina í ár og er sigurstranglegasti bílasmiðurinn í næstu keppni. Porsche hefur verið afar sigursæll framleiðandi í þolakstuskeppnum ársins og unnið flestar þær keppnir sem tekið Porsche bílar hafa tekið þátt í. Montoya mun taka þátt í sínum fyrsta þolakstri fyrir Porsche í Bahrain þann 22. nóvember. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya ætlar að taka þátt í Le Mans þolakstrinum á næsta ári og keppa þar á Porsche bíl. Montoya er ekki einhamur maður og hann að baki sigra í Formúlu 1 og Indinapolis 500 keppnum og hyggst nú reyna við Le Mans titil að auki. Ef honum tekst það verður hann fyrsti ökumaðurinn síðan 1972 sem unnið hefur “The Triple Crown of Motorsport” en þann heiður hlýtur sá ökumaður sem unnið hefur Formúlu 1 í Mónakó, Indianapolis 500 keppnina og Le Mans þolaksturinn. Svo virðist sem Porsche ætli að hjálpa honum við það á næsta ári. Porsche vann einmitt keppnina í ár og er sigurstranglegasti bílasmiðurinn í næstu keppni. Porsche hefur verið afar sigursæll framleiðandi í þolakstuskeppnum ársins og unnið flestar þær keppnir sem tekið Porsche bílar hafa tekið þátt í. Montoya mun taka þátt í sínum fyrsta þolakstri fyrir Porsche í Bahrain þann 22. nóvember.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent