Tesla Model S fær slæma dóma fyrir áreiðanleika Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 11:36 Tesla Model S. Car and Driver Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur gefið rafmagnsbílnum Tesla Model S einkunnina “below average”, eða undir meðallagi fyrir áreiðanleika. Consumer Reports kannaði bilanatíðni bílsins meðal 1.400 eiganda þeirra og komst að því að miklar bilanir hafa herjað á bílana á stuttu æviskeiði þeirra. Bilanirnar eru meðal annars fólgnar í leka á topplúgu, bilunum í sjálfvirkri opnun hurða, braki í undirvagni bílsins, vandamálum með stóra aðgerðarskjáinn fyrir miðju mælaborðsins, bíllinn hleður ekki inná rafgeymana við hemlun og í einhverjum tilvikum að þurft hafi að skipta alveg um rafmótora bílsins. Bílar Tesla eru í 19. sæti af 28 bílaframleiðendum sem Consumer Reports mælir hvað varðar áreiðanleika. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent
Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur gefið rafmagnsbílnum Tesla Model S einkunnina “below average”, eða undir meðallagi fyrir áreiðanleika. Consumer Reports kannaði bilanatíðni bílsins meðal 1.400 eiganda þeirra og komst að því að miklar bilanir hafa herjað á bílana á stuttu æviskeiði þeirra. Bilanirnar eru meðal annars fólgnar í leka á topplúgu, bilunum í sjálfvirkri opnun hurða, braki í undirvagni bílsins, vandamálum með stóra aðgerðarskjáinn fyrir miðju mælaborðsins, bíllinn hleður ekki inná rafgeymana við hemlun og í einhverjum tilvikum að þurft hafi að skipta alveg um rafmótora bílsins. Bílar Tesla eru í 19. sæti af 28 bílaframleiðendum sem Consumer Reports mælir hvað varðar áreiðanleika.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent